Website Counter
Hit Counters

Sunday, January 29, 2006

Bad hair day

Það er rosalegt hvað hárið á mér getur gert mig fáránlega útlítandi. Þar sem ég var svo óheppin að fæðast með einhvern veginn hálf-krullað en samt ekki fallega liðað hár, að þegar ég læt það þorna náttúrulega (ekki blásið eða sléttað) erum við að tala um bad-hair day from hell.
Það sem er hins vegar skemmtilegt við þessa náttúrulegu þurrkun er að samlíkingar við hinar ýmsu persónur (aðallega karlmenn) koma í ljós.

Þeir helstu sem okkur Snorra finnst ég vera lík með krullukollinn:

Pétur Kristjáns (blessuð sé minning hans)

Söngvarinn í Europe (the final countdown). Það er eitthað við krullaðan topp sem minnir óneitanlega á þungarokkara frá árunum '85-´90 í spray-on leðurbuxum með tóbaksklút um úlnliðinn.

Kelling í Bold and the beautiful sem ég man ekki hvað heitir, ljóshærð með hörmungar permó, yfirleitt í satínskyrtum með herðapúða eins og harðasti kraftlyftingamaður.

Pabbinn í Húsið á sléttunni, Mr. Ingalls (blessuð sé minning Michael Landau)

Jón Ásgeir Jóhannesson kemur óneitanlega upp í hugann þegar toppurinn er greiddur til hliðar og er ekki alveg eins frizzy og vanalega.

Ergo: Sléttujárn er mín helsta líflína til að geta látið sjá mig á opinberum vettvangi.



P.S Memoirs of a Geisha var ágætis afþreying....ekkert meir en það. Mig langaði reyndar til að vera Geisha, svo fínleg og mjúk í öllum hreyfingum. Hún fékk mig til að hugsa um hversu rosalega ókvenleg ég er.

P.P.S Arctic Monkeys eru snillingar!!! Pönk-rokk af bestu gerð.

Friday, January 27, 2006

Don't worry...be happy

Jæja bara kominn föstudagur og ekkert nema gott um það að segja. Það stefnir í rólegheita helgi hjá Naglanum hvað félagslífið varðar. Stefnan er tekin á kvikmyndahús bæjarins í kvöld á Memoirs of a Geisha með Stephanie vinkonu minni úr skólanum. Hún er frá Jamaica og gæti leikið í Malibu auglýsingunum því það rennur ekki í henni blóðið, hún er svo róleg. Í vetur þurftum við að fara til næsta bæjar til að taka viðtöl fyrir verkefni í skólanum og við vorum á síðustu stundu að ná lestinni. Ég var alveg að farast úr stressi og skipaði henni að kaupa miða á meðan ég tékkaði á brautarpallinum en hún sagði bara með fína Jamaica hreimnum sínum:
"Relax Rainy, everything will be OK" Svo tölti hún í hægðum sínum að lestinni á meðan ég labbaði eins og með rakettu í rassgatinu. Og við náðum lestinni...báðar.
Restin af helginni fer svo í lærdóm og verkefnavinnu en við þurfum að skila einu verkefni á mánudaginn sem við Stephanie ætlum að vinna saman á laugardaginn. Svo liggja fyrir tvær ritgerðir sem ég á að skila akkúrat helgina sem ég ætla uppeftir til Edinborgar svo planið er að hespa þeim bara af sem fyrst.

Heimilishaldið á 56 Church Road gengur áfram sinn vanagang. Reyndar eru allir í húsinu að brjálast á nördinum og Andy stakk meira að segja upp á að við myndum safna undirskriftum allra fyrir áskorun að flytja út og fara með til hans. Ég hélt að ég hataði hann mest en mér sýnist að ég sé að mæta harðri samkeppni frá Andy. Nördinn skildi eftir pasta í sigti á borðinu og það er búið að vera þar núna í 2 daga og Andy var orðinn svo pirraður á því að hann setti sigtið inn í skáp hjá Nördinum. Það er bara vonandi að fíflið nái skilaboðunum.....Þrífðu eftir þig drengur!!!!
Honum var reyndar skipað að þrífa eldhúsið um síðustu helgi og hann gerði það nú bara nokkuð vel verð ég að segja. En hann var engan veginn að nenna því og stakk meira að segja upp á að við myndum öll splæsa saman í ræstingakonu til að koma einu sinni í viku. Sem betur fer var ég ekki á staðnum þegar þetta bull valt upp úr honum því ég hefði ekki verið ábyrg gerða minna. Er hann fokking ekki í lagi???? Hvar í hans þröngsýnu vídd heldur hann að ég, fátækur námsmaður, ætli að eyða peningunum mínum sem eru af skornum skammti nú þegar í að láta einhverja kellingu þrífa þegar við erum öll fullfær um að þrífa sjálf og tekur ekki nema í mesta lagi 15 mín á mann á viku ef allir leggja sitt af mörkum....sem er einhvern veginn ekki að gerast samt. Planið er að hafa húsfund fljótlega og ræða þessi mál.

Annars óska ég öllum góðrar helgar!!

Adieu

Wednesday, January 25, 2006

Midweekday

Bara kominn miðvikudagur og vikan hálfnuð. Ja ég skal segja ykkur það. Vikurnar eru farnar að líða jafn hratt og helgarnar. Helgin sem leið var algjör snilld. Snorri love kom til mín frá Edinborg á fimmtudaginn og við fórum til London á föstudaginn. Á föstudagskvöldið hittum við Nick vin hans Snorra. Fyrst fórum við heim til hans en hann leigir herbergi í Primrose Hill sem er algjört snobbhverfi í London. Hann er ekki að borga nema 270 pund á mánuði fyrir herbergið, sem okkur fannst vera frekar lítið fyrir herbergi á þessum stað í London. En eftir að hafa komið inn til hans verð ég að segja að ég myndi ekki borga krónu fyrir þetta herbergi í þessu húsi því annan eins viðbjóð hef ég aldrei komið inn í. Ég hef séð eyðibýli á Vestfjörðum sem eru vistlegri og vinalegri en þetta hræ sem hann býr í. Eldhúsið var heilsuspillandi og eldavélin var næsti bær við hlóðir og þvottavélin var ábyggilega frá því fyrir stríð. Ég gat ekki komið við neitt þarna inni og leið ekki vel að drekka úr glasinu eftir að hafa séð uppþvottaburstann sem var svartur af skít og ábyggilega verið keyptur 1985.

En svo fórum við út að borða á veitingastað sem heitir Terra og er rétt hjá Oxford Street. Hann var mjög huggulegur og bara hræbillegur. Við fengum okkur öll forrétt og aðalrétt og strákarnir fengu sér desert og matnum var skolað niður með flösku af hvítvíni en allt þetta var innan við 6000 kr íslenskar. Miðað við London prís þá er það ekki dýrt finnst mér. Ég fékk mér uppáhaldið mitt: Sjávarréttarisotto og að öllum öðrum ólöstuðum þá var þetta risotto með því betra sem ég hef smakkað (Galileo á samt ennþá vinninginn).
Eftir að hafa kýlt vömbina kíktum við í einn drykk en þar sem við hjónin erum orðin svo kúltiveruð (lesist nördar) þá fórum við snemma heim. Það fer heldur ekki vel saman að gúffa í sig stórri máltíð og ætla svo að reyna að drekka áfengi á eftir.
Laugardagur og Sunnudagur fóru svo í barnapössun á Joshua nokkrum Þór en þar sýndi Snorri Steinn snilldartakta. Ég þarf nú ekki að hafa áhyggjur af barneignum með svona snilling mér við hlið...ó nei. Hann lék við Joshua í bílaleik, svæfði hann og meira að segja aðstoðaði mig við að skipta á kúkableyju. Við kúguðumst reyndar bæði við þær aðfarir sem sýnir best hvað við erum óhörðnuð í meðferð ungbarna. En af tvennu illu þá er Snorri skárri en ég þegar kemur að börnum.

Á laugardagskvöldið fórum við í bíó á Jarhead sem er bara hin þokkalegasta ræma. Ef eitthvað þá var hún var helst til of löng en það gæti verið sökum óstjórnlegrar þreytu sem hrjáði mig þetta kvöld, því Jake Gyllenhall er svo hrikalega massaður og flottur í þessari mynd að rúmlega 2 tímar af honum hálfnöktum getur bara ekki verið of langur tími.

Svo lá ég í gubbupest og magakveisu eftir helgina sem var algjör viðbjóður en sem betur fer var það bara sólarhringspest. Svo það er allt "ahbbú" núna og Naglinn aftur kominn í gírinn....æfa borða sofa læra...æfa borða sofa læra.

P.S Af hverju heitir Miðvikudagur "Wednesday" á ensku en ekki "Midweekday". Hvað ætli "Wednes" þýði? Kannski ég spyrji Bjarna Fel, hann var nú svo flinkur að bera fram " Sheffield Wednesday", hann kannski veit hvað það þýðir.

Wednesday, January 18, 2006

Taler du dansk??

Hvað er málið með Breta og að læra ekki annað tungumál en sitt eigið?
Þeir eru fastir í þeim hugsunarhætti að enska sé bara eina málið sem fólk þurfi að kunna og það sé ekki þess virði að læra önnur tungumál. Það heyrir til algjörra undantekninga að hitta Breta sem talar annað tungumál.
Til dæmis í húsinu þar sem ég bý, af fimm sambýlingum mínum talar EINN frönsku fyrir utan eigið móðurmál og that's it.
Öll hin kunna ekki staf í neinu nema blessaðri engilsaxneskunni. Þeim finnst öllum voða merkilegt að ég skuli kunna fleiri tungumál en bara ensku og íslensku.
Ég sagði þeim að það væri gegnumgangandi á Íslandi að fólk talaði þriðja tungumál, en það vakti andköf viðstaddra.
Þau læra frönsku og spænsku í skólanum en það eru sárafáir sem geta sagt stakt orð, og hreint og beint nenna ekki að hafa fyrir því að skilja né læra þau betur.
Svo hitti ég kunningja minn í ræktinni í gær sem fékk mig virkilega til að hugsa um þetta mál. Hann sagðist hafa eytt jólunum í Danmörku eins og undanfarin ár en hann á danska vini í Silkiborg.
Svo ég segi "ahh julerne i Denmark" (af því ég er svo sleip í dönskunni eða þannig). Nema félaginn bara starir á mig í forundran (ég virðist koma mér í þessar aðstæður vikulega núna). Gott og vel, við höldum áfram að spjalla um hvað Danmörk sé hugguleg um jólin, og ég segist geta ímyndað mér það því það séu svo mikið af skemmtilegum jólahefðum þar og spyr hvort hann hafi nú ekki fengið sér "smörrebröd og öl". Aftur kemur stara og "pardon me???". Svo ég spyr "I guess you don't speak any Danish?".
Kunninginn: " No none at all".
Hann hafði ekki einu sinni haft fyrir því að læra nein orð eða heiti á neinu á dönsku þrátt fyrir margar Danmerkurferðir um jól OG eigandi danska vini.
Mér finnst svona lagað eiginlega jaðra við dónaskap við gestgjafana þar sem allt skal bara vera á ensku og ekkert lagt á sig til að kunna einföldustu heiti á öðru tungumáli.
Mér er alveg sama þó enska sé alþjóðlega tungumálið og hægt að bjarga sér nánast hvar sem er í heiminum með henni. Með því að læra nýtt tungumál kynnist maður siðum annarra þjóða og nýjum hefðum og Bretarnir hafa sko gott af því.
Það var einmitt grein í Sunday Times um síðustu helgi, um Breta sem flytja til Frakklands og mynda sín eigin samfélög þar, með breskum búðum og veitingastöðum og umgangast bara hvor aðra og kunna enga frönsku.
Þetta er bara þjóðernisrembingur og hroki að mínu mati!!

Tuesday, January 17, 2006

I skolanum er gaman..thar leika allir saman

Þá er skólinn byrjaður aftur og ég er bara ánægð með það enda kominn tími til. Ég skil ekki alveg þessa lengd á jólafríi og ég var bara komin með bullandi samviskubit yfir öllu þesu fríi. En fólkið í skólanum var sko ekki sammála og fannst við eiga þetta skilið. Fólk var heldur ekkert að vinna skólavinnu í jólafríinu heldur slaka á en ég er búin að vera að sanka að mér heimildum fyrir MsC og kíkja á SPSS (tölfræðiforrit) fyrir næstu önn. Ég held að málið sé að við Íslendingar kunnum ekki að vera í fríi enda vinna allir eins og skepnur allan ársins hring. Börn og unglingar byrja að vinna sumarvinnu og sumir um jól en þetta þekkist ekki víða annars staðar. Til dæmis Grikkirnir í bekknum mínum, þeir vinna sko ekki á sumrin, það er tími til að vera í fríi takk fyrir takk. En það er náttúrulega smá munur á veðráttu enda ekki freistandi að hanga inni í vinnu þegar sólin skín alla daga og 30 stiga hiti úti. Eitthvað annað en á Fróni á sumrin þar sem 20 gráður telst vera hitabylgja.
Annars líst mér mjög vel á fögin sem ég er að fara í núna. Ég var í fyrirlestri í morgun í fagi sem nefnist Chronic Conditions, þar sem var talað um sykursýki og það var mjög athyglisvert og fræðandi . Svo var ég í öðrum fyrirlestri um meðgöngu og fæðingu í morgun og þar komst ég að því ég er haldin "tokophobia" sem er hræðsla við meðgöngu og barneignir.
Já!! Öllu má nú gefa nafn, segi ég nú bara!! Sjúkdómsvæðing dauðans!

Annars er lítið að frétta sosum.
Fór í bíó á Brokeback Mountain um helgina með einni íslenskri stelpu sem er au pair hérna í Guildford. Það var frekar einkennilegt að sjá tvo menn jafn karlmannlega og Jake og Heath í ástaratlotum, en myndin var frábær í alla staði, mér fannst frammistaða Heath sérstaklega standa uppúr. Maður eiginlega vorkenndi þeim því þeir voru svo ástfangnir og mikil ástríða á milli þeirra, sem var sérstaklega vel leikin að mínu mati. Mæli eindregið með að fólk skelli sér á þessa ræmu.

Svo náði ég að fljúga á hausinn í stiganum heima hjá mér áðan og nota bene með fullt vatnsglas sem að sjálfsögðu dreifðist upp um alla veggi.
Nú er ég að drepast í mjöðminni og olnboganum og á leiðinni á lappaæfingu.
Það verður athyglisvert að sjá hvernig það fer!

Yfir og út.

Wednesday, January 11, 2006

Going down down down....

Nú hefur allur djöfulgangurinn í ræktinni og hard core mataræði skilað sér í fleiru en bara styrktaraukningu, því haldiði að Ragga rass sé ekki bara komin niður um buxnastærð....ekki leiðinlegt það ónei!!
Það eru allar buxurnar mínar orðnar of stórar á mig, pokast á rassinum og ég þarf ekki að hneppa frá þegar ég fer á toilettið. Svo fékk ég staðfestingu á þessum gleðitíðindum í fyrradag en ég átti innleggsnótu í River Island sem er nota bene uppáhaldsbúðin mín. Í reiðileysi mínu ákvað ég að trítla þangað og athuga hvort ég fyndi ekki bláar gallabuxur með gulrótasniði. Ég á einar gráar gulrótabuxur frá þeim í stærð 10 sem eru mjög töff og þar sem þetta snið virðist ætla að halda áfram að vera í tísku þá verður maður nú að eiga fleiri liti. Og að sjálfsögðu brást River Island mér ekki í þetta skiptið frekar en endranær en nú voru stærð 10 of stórar en númer 8 pössuðu eins og flís við rass.
En eitt sem fór í taugarnar á mér var að ég telst nú seint vera leggjalöng kona með stuttu klumpana mína en buxurnar voru alveg á mörkunum að vera of stuttar og ekki til í lengri sídd. Það eru ekki allar konur með jafn langar lappir sem taka ákveðna stærð af buxum, mér finnst allt í lagi að bjóða upp á short-medium-long síddir.

Annars náði ég að gera mig að fífli í morgun....enda föstudagurinn þrettándi. Ég sá strák í ræktinni í morgun og hann er í bláum bol með KSÍ merkið á brjóstinu, semsagt íslenskum fótboltabúnings bol. Svo ég auðvitað snara mér að manninum og segi
á íslensku "Góðan daginn, ert þú Íslendingur?" Félaginn starði bara á mig svo ég auðvitað eins og hálfviti segi á ensku "I guess you're not Icelandic" Drengurinn: " No". Fíflið ég í ásökunartón: "But you're wearing an Icelandic shirt??" (eins og það væri bannað útlendingum). Þá hafði aumingja drengurinn farið til Íslands og fengið þennan bol á meðan hann dvaldist þar. Ég fékk ekki alla söguna um dvöl hans á landinu Ísa, hvort hann hafi spilað fótbolta heima eða hvað því ég hóstaði mig bara í burtu full af skömm fyrir að ráðast á ókunnugan mann fyrir sólarupprás og hella yfir hann útlensku.

Annars er föstudagur í dag og það er bara gaman. Aldrei að vita nema Naglinn skelli sér í kvikmyndahús og sjái Memoirs of a geisha eða hinn girnilega Jake Gyllenhall í heitum ástarsenum með hinum enn girnilegri Heath Ledger.

Gleðilegan föstudag gott fólk.

Illa pirrud

Ég get ekki beðið eftir að skólinn byrji á mánudaginn. Ég er gjörsamlega að tapa vitinu að hafa ekki einhvern fastapunkt í tilverunni eins og að fara í skólann og vinna verkefni og hafa deadline til að keyra mann áfram. Undanfarna daga hef ég verið að leita að heimildum fyrir MsC verkefnið og lesa mér betur til um blóðþrýsting og hjartað. En þegar það er engin pressa á manni þá er svo auðvelt að finna afsakanir til að gera eitthvað annað eins og að kíkja í bæinn eða hanga á netinu. Það á ekki við mig að hangsa svona. Mikið vorkenni ég fólki sem er atvinnulaust eða getur ekki unnið. Ég myndi tapa glórunni eftir nokkra daga að hafa engan tilgang í deginum. Ég meina, til hvers að vakna ef það er ekkert sem liggur fyrir??

Nú er eitthvað helv%$# einkaþjálfara námskeið í gangi í ræktinni seinnipartinn og það eru svona 20 manns um allan salinn að fylgjast hvort með öðru gera æfingar. Ekki veit ég hvaðan þetta fólk kemur en ég verð að segja hreint út að ég þyrfti að vera ansi illa á mig komin líkamlega til að íhuga eitthvað af þessu liði sem þjálfara. Guð minn góður!! Þau vita ekkert hvernig á að gera æfingarnar og eru flest ekki eldri en nýfermd. En það er ekki málið, heldur að þau eru fyrir mér og öllum hinum sem erum þarna til að æfa. Ég talaði við strákana sem eru þarna á sama tíma og ég í gær og við vorum öll illa pirruð á þessu liði. Eitt er það að fá sprengjuna af Janúar pakkinu með jólabumbuna og samviskubitið, en að fá fermingarfræðslu gengið líka í ofanálag er bara too much og verður alltof crowded í salnum.
En ef við þurfum að nota eitthvað tæki þá megum við biðja gelgjurnar að færa sig og þokkalega verður það notað seinnipartinn í dag.
Ég mun njóta mín í botn að segja þessu liði að víkja fyrir Naglanum!!

Monday, January 09, 2006

Mandag

Þá er helgin yfirstaðin og ný vinnuvika gengin í garð. Helgin var vægast sagt róleg hjá Naglanum. Hápunktur helgarinnar var bíóferð á sunnudaginn til að sjá nýju Woody Allen myndina, Match Point með Scarlett Johanssen og Jonathan Rhys Meyers. Ágætis mynd og get alveg mælt með henni. Það er óhætt að segja frá að hún fjallar um framhjáhald án þess að koma upp um plottið. Það virðist vera ráðandi þema í mörgum af myndunum hans Woody Allen. Ég sá til dæmis Melinda and Melinda um daginn og þar eru allir að halda fram hjá öllum. Ég er að spá hvort þetta sé eitthvað hjartans mál hjá honum, ég meina nú hélt hann fram hjá sinni konu með kínverskri stjúpdóttur sinni....eins eðlilegt og það nú er.
Hann er kannski að reyna að sýna fram á að framhjáhald sé eitthvað sem allir stunda til að réttlæta eigin gjörðir.
Annars eru svo margar myndir að koma út núna sem mig langar að sjá: Jarhead, Brokeback Mountain, Memoirs of a Geisha, Munich, 13, Lower City (brasilísk), North Country, Walk the Line (Johnny Cash) og margar fleiri.
Ætli maður geti fengið bíóstyrk hjá LÍN???

Sunday, January 08, 2006

Fresh fruit-juice anyone??

Smá skemmtisaga:
Sambýlingur minn hann Andy (lögfræðingurinn) kom heim dauðadrukkinn eitt kvöldið rétt fyrir jól og fór að horfa á "sjónvarpsmarkaðinn". Daginn eftir fær hann upphringingu þar sem honum er þakkað fyrir að hafa keypt DJÚSVÉL og að hún verði send til hans eftir jól. Gripurinn kom svo í hús í fyrradag. Andy hélt að ég yrði voða ánægð með þessi kaup hans og myndi nota vélina með honum en ég tilkynnti honum að ég myndi aldrei nenna svona veseni, fyrir utan kostnaðinn við að kaupa fullt af ávöxtum því það verður að setja sæmilegt magn í vélina til að ná allavega í eitt glas. Fyrir utan það að ég drekk vanalega ekki djús. Ég tilkynnti honum að þetta væru fáránleg kaup og hann myndi nota hana í viku en gefast svo upp. Þetta er náttúrulega fótanuddtæki dauðans... algjörlega useless græja og peningasóun. Þetta er voða spennandi fyrst en endar svo inni í geymslu í 10 ár og er þá loksins hent á haugana where it belongs.
Félaginn er alveg á fullu að reyna að réttlæta þetta rugl sitt og vaknar hálftíma fyrr en vanalega á morgnana til að skræla og flysja. Hann getur ekki annað þar sem þetta fylleríisrugl hans kostaði hann 100 pund (rúmlega 10 þúsund kr)!!! Hann er líka alltaf að reyna að vera voða heilsusamlegur, með misjöfnum árangri þó. Hann ætti kannski að drekka minna áfengi, reykja færri sígarettur og borða færri pzzur frekar en að eyða peningunum í svona bull.
Hann byrjaði á að fá sér gulróta og sellerísafa sem var víst viðbjóður. Í morgun var hann óður að leyfa okkur að smakka greip-epla safann sinn. Ég afþakkaði pent enda ekki mikill aðdáandi greips en Karen smakkaði og af grettunni að dæma var þetta ekki ljúffengur safi.
Ég bíð eftir að þetta ferlíki hverfi af eldhúsborðinu en þess verður eflaust ekki langt að bíða!

Friday, January 06, 2006

Arangur..gaman gaman

Það eru þvílíkar bætingar í gangi hjá mér í ræktinni þessa dagana. Ég þyngi bara og þyngi í öllum æfingum sem kemur mér verulega á óvart því ég missti 2 kg um jólin og ætti því í raun að vera aumari en ég var. Ég er reyndar búin að vera að fóðra mig með almennilegum mat og ekkert helvítis kolvetna svelti lengur. Nú borða ég power kolvetni eins og kartöflur og brún hrísgrjón með kjúklingnum eða fisknum.
Tók hrikalega lappaæfingu í gær og hef aldrei tekið svona þungt í hnébeygjunni áður en ég náði að taka 85 kg þrisvar sinnum. Ekki slæmur árangur það! Bætti mig líka í þríhöfðadýfum með 5 kg lóð á miðvikudaginn, gat bara 4 reps fyrir jól en tók 7-8 reps auðveldlega núna.
Tek brjóst og tvíhöfða seinnipartinn í dag og það verður gaman að sjá hvort það séu bætingar í bekknum líka. Draumurinn er að geta bekkað 60 kg en ég er ennþá að ströggla í 55 kg.

Annars er janúarsprengjan byrjuð í ræktinni.
Nú er allt skítapakkið sem hreyfir ekki á sér rassgatið 11 mánuði ársins búið að kaupa sér kort til að friða samviskuna eftir að hafa kýlt vömbina ótæpilega yfir hátíðirnar. Það sorglega er að 70% af þessu liði mætir í mánuð og sést svo ekki meir fyrr en í janúar á næsta ári þegar tvær af höfuðsyndunum, græðgi og leti, eru orðnar ráðandi í þeirra lífi.
En það er þó alltaf einn og einn af janúarhópnum sem gerir hreyfingu að lífsstíl og notar kortið sitt í stað þess að vera styrktaraðili stöðvarinnar.
Húrra fyrir þeim!!

Wednesday, January 04, 2006

Jol og aramot

Jæja þá eru blessuð jólin búin og nýtt ár gengið í garð. Ég óska öllum gleðilegs árs og takk fyrir allt gamalt og gott.
Takk fyrir jólakortin, þið sem senduð mér, þið sem senduð mér ekki....skammist ykkar bara.
Það er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið öðruvísi jól þetta árið. Brussel var algjört æði og mjög jólalegt alls staðar. Það var risastór jólamarkaður í miðbænum og þar var alls kyns góðgæti á boðstólum, meðal annars sniglar sem ég slafraði í mig með bestu lyst, en viðstaddir fylltust hins vegar viðbjóði (Snorri).
Aðfangadagskvöld var með hefðbundnu sniði, en við fjölskyldan borðuðum rjúpur og hreindýr, og þetta árið voru rjúpurnar betri. Svo var möndlugrautur í eftirrétt og auðvitað fékk Joshua Þór möndluna.
Jóladagur og annar í jólum voru afar afslappandi. Fór út að hlaupa á jóladagsmorgun og var frekar hissa að sjá bakarí og fleira opið. Greinilegt að aðrar þjóðir taka jólin ekki alveg eins hátíðlega og við Íslendingar.
Við Snorri fórum frá Brussel 28. des og stoppuðum í Guildford í einn dag. Við leigðum okkur bíl og keyrðum uppeftir til Edinborgar 30. desember. Það tók ekki nema rétt um 7 tíma að keyra þvert yfir Stóra Bretland. Reyndar stoppuðum við ekki nema tvisvar á leiðinni, í bæði skiptin í innan við 10 mínútur. Við vorum vel nestuð (þökk sé fyrirhyggjuseminni í mér) og einhverra hluta vegna var þvagblaðran nokkuð róleg þennan daginn.
Á gamlárskvöld kom Nick vinur hans Snorra í mat til okkar en Snorri eldaði dýrindis fiskigratín, sem var sjúklega gott. Í forrétt var parmaskinka með melónu og reyktur lax með ristabrauði.
Svo kíktum við í partý hjá bekkjarfélaga Snorra en þar sem við áttum miða á tónleikana í Princes Street garðinum þá gátum við ekki stoppað lengi.
Tónleikarnir voru alveg geggjaðir. K. T. Tunstall er náttúrulega mesti töffari ever!!! Þeir sem hafa ekki enn hlustað á diskinn hennar ættu að drífa í því hið snarasta. Texas voru líka algjör snilld, enda eiga þeir nóg af smellum. Við hittum ástralskan gaur á tónleikunum sem var með silfurhatt og að sjálfsögðu stal ég honum af honum. Hann býr í London en var í Edinborg með kærustunni sinni og systur hennar (tvíburar). Við buðum þeim með okkur í eftirpartý hjá bekkjarfélaganum. Við komumst hins vegar aldrei þangað því á leiðinni rákumst við á pöbb þar sem var ekki röð og hentum okkur inn. Það fyrsta sem blasti við okkur þar inni var barþjónninn ber að ofan. Eftir því sem við litum betur í kringum okkur kom í ljós að við vorum komin inn á hard core hommabar. Þá er ég ekki að tala um neinar drottningar og píkuhomma nýkomna úr skápnum... ó nei... þarna voru menn frekar í eldri kantinum, jafnvel gamlir naglar í rugby skyrtum eða skotapilsum í hörku sleik hver við annan. Tvíburunum leist ekki á blikuna og fóru heim en kærastinn varð eftir. Ég hins vegar fann mér 45 ára gamlan félagsráðgjafa sem heitir Adrian og var hommahækjan hans á brjáluðu trúnó til kl 5 um morguninn eða þar til lokaði. Snorri og Ástralinn héngu þarna af illri nauðsyn, aðallega vegna þess að þetta var eini staðurinn sem var ennþá opinn, eftirpartýið var búið svo þetta var eini sénsinn til að halda áfram drykkju. Aumingja Ástralinn var meira að segja kallaður "Bitch" af einhverjum hommanum. Hann kom svo heim með okkur og svaf á sófanum.
Semsagt ansi gott kvöld og nóg af djammi fyrir næstu vikurnar en þynnkan á nýársdag var viðbjóður.
Naglinn drekkur ekki aftur í bráð!

Hér eru myndir frá herlegheitunum