Website Counter
Hit Counters

Wednesday, January 04, 2006

Jol og aramot

Jæja þá eru blessuð jólin búin og nýtt ár gengið í garð. Ég óska öllum gleðilegs árs og takk fyrir allt gamalt og gott.
Takk fyrir jólakortin, þið sem senduð mér, þið sem senduð mér ekki....skammist ykkar bara.
Það er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið öðruvísi jól þetta árið. Brussel var algjört æði og mjög jólalegt alls staðar. Það var risastór jólamarkaður í miðbænum og þar var alls kyns góðgæti á boðstólum, meðal annars sniglar sem ég slafraði í mig með bestu lyst, en viðstaddir fylltust hins vegar viðbjóði (Snorri).
Aðfangadagskvöld var með hefðbundnu sniði, en við fjölskyldan borðuðum rjúpur og hreindýr, og þetta árið voru rjúpurnar betri. Svo var möndlugrautur í eftirrétt og auðvitað fékk Joshua Þór möndluna.
Jóladagur og annar í jólum voru afar afslappandi. Fór út að hlaupa á jóladagsmorgun og var frekar hissa að sjá bakarí og fleira opið. Greinilegt að aðrar þjóðir taka jólin ekki alveg eins hátíðlega og við Íslendingar.
Við Snorri fórum frá Brussel 28. des og stoppuðum í Guildford í einn dag. Við leigðum okkur bíl og keyrðum uppeftir til Edinborgar 30. desember. Það tók ekki nema rétt um 7 tíma að keyra þvert yfir Stóra Bretland. Reyndar stoppuðum við ekki nema tvisvar á leiðinni, í bæði skiptin í innan við 10 mínútur. Við vorum vel nestuð (þökk sé fyrirhyggjuseminni í mér) og einhverra hluta vegna var þvagblaðran nokkuð róleg þennan daginn.
Á gamlárskvöld kom Nick vinur hans Snorra í mat til okkar en Snorri eldaði dýrindis fiskigratín, sem var sjúklega gott. Í forrétt var parmaskinka með melónu og reyktur lax með ristabrauði.
Svo kíktum við í partý hjá bekkjarfélaga Snorra en þar sem við áttum miða á tónleikana í Princes Street garðinum þá gátum við ekki stoppað lengi.
Tónleikarnir voru alveg geggjaðir. K. T. Tunstall er náttúrulega mesti töffari ever!!! Þeir sem hafa ekki enn hlustað á diskinn hennar ættu að drífa í því hið snarasta. Texas voru líka algjör snilld, enda eiga þeir nóg af smellum. Við hittum ástralskan gaur á tónleikunum sem var með silfurhatt og að sjálfsögðu stal ég honum af honum. Hann býr í London en var í Edinborg með kærustunni sinni og systur hennar (tvíburar). Við buðum þeim með okkur í eftirpartý hjá bekkjarfélaganum. Við komumst hins vegar aldrei þangað því á leiðinni rákumst við á pöbb þar sem var ekki röð og hentum okkur inn. Það fyrsta sem blasti við okkur þar inni var barþjónninn ber að ofan. Eftir því sem við litum betur í kringum okkur kom í ljós að við vorum komin inn á hard core hommabar. Þá er ég ekki að tala um neinar drottningar og píkuhomma nýkomna úr skápnum... ó nei... þarna voru menn frekar í eldri kantinum, jafnvel gamlir naglar í rugby skyrtum eða skotapilsum í hörku sleik hver við annan. Tvíburunum leist ekki á blikuna og fóru heim en kærastinn varð eftir. Ég hins vegar fann mér 45 ára gamlan félagsráðgjafa sem heitir Adrian og var hommahækjan hans á brjáluðu trúnó til kl 5 um morguninn eða þar til lokaði. Snorri og Ástralinn héngu þarna af illri nauðsyn, aðallega vegna þess að þetta var eini staðurinn sem var ennþá opinn, eftirpartýið var búið svo þetta var eini sénsinn til að halda áfram drykkju. Aumingja Ástralinn var meira að segja kallaður "Bitch" af einhverjum hommanum. Hann kom svo heim með okkur og svaf á sófanum.
Semsagt ansi gott kvöld og nóg af djammi fyrir næstu vikurnar en þynnkan á nýársdag var viðbjóður.
Naglinn drekkur ekki aftur í bráð!

Hér eru myndir frá herlegheitunum

4 Comments:

Blogger Skottan said...

Gleðileg Jól Naglinn minn og takk fyrir jólakortið. Já ég skammast mín fyrir að hafa ekki sent kort þetta árið, stend mig betur næstu jól:-) Skil Snorra mjög vel að fússa við sniglum enda eiga þeir bara heima úti á túni eða í þara. Hefði viljað vera fluga á vegg á þessum hommabar, ha ha.
Kveðja
Svana

8:02 PM  
Blogger Naglinn said...

Usss, þið kunnið ekki gott að meta.... sniglar eru franskur eðalmatur borðaður af elítunni. Greinilegt að maður er orðinn svona rosalega kúltiveraður!
Annars gleðileg jól sömuleiðis og gleðilegt árið, takk fyrir gömlu.
Ég erfi það ekki við þig með jólakortið ;-)

10:09 AM  
Anonymous Anonymous said...

Gleðilegt ár Ragnhildur mín! Það eru nú meiri ævintýrin sem þú lendir alltaf í á djamminu ;Þ Ég smakkaði nú einhverntíman snigla...þetta var svosem alveg ætt en maður pantar sér nú engan skammt af þessu ef maður fer út að borða...bara svona smakk.

1:34 PM  
Blogger Skottan said...

Ha ha, gott að vera kúltiveraður og flækjast svo inn á hard core hommabar. Góð blanda;-)

2:26 PM  

Post a Comment

<< Home