Website Counter
Hit Counters

Sunday, January 29, 2006

Bad hair day

Það er rosalegt hvað hárið á mér getur gert mig fáránlega útlítandi. Þar sem ég var svo óheppin að fæðast með einhvern veginn hálf-krullað en samt ekki fallega liðað hár, að þegar ég læt það þorna náttúrulega (ekki blásið eða sléttað) erum við að tala um bad-hair day from hell.
Það sem er hins vegar skemmtilegt við þessa náttúrulegu þurrkun er að samlíkingar við hinar ýmsu persónur (aðallega karlmenn) koma í ljós.

Þeir helstu sem okkur Snorra finnst ég vera lík með krullukollinn:

Pétur Kristjáns (blessuð sé minning hans)

Söngvarinn í Europe (the final countdown). Það er eitthað við krullaðan topp sem minnir óneitanlega á þungarokkara frá árunum '85-´90 í spray-on leðurbuxum með tóbaksklút um úlnliðinn.

Kelling í Bold and the beautiful sem ég man ekki hvað heitir, ljóshærð með hörmungar permó, yfirleitt í satínskyrtum með herðapúða eins og harðasti kraftlyftingamaður.

Pabbinn í Húsið á sléttunni, Mr. Ingalls (blessuð sé minning Michael Landau)

Jón Ásgeir Jóhannesson kemur óneitanlega upp í hugann þegar toppurinn er greiddur til hliðar og er ekki alveg eins frizzy og vanalega.

Ergo: Sléttujárn er mín helsta líflína til að geta látið sjá mig á opinberum vettvangi.



P.S Memoirs of a Geisha var ágætis afþreying....ekkert meir en það. Mig langaði reyndar til að vera Geisha, svo fínleg og mjúk í öllum hreyfingum. Hún fékk mig til að hugsa um hversu rosalega ókvenleg ég er.

P.P.S Arctic Monkeys eru snillingar!!! Pönk-rokk af bestu gerð.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já það býður manni erfitt líf þegar maður fæðist ekki með alveg rennislétt hár eða mega krullur.
I feel your pain Mr. Sister.. ef ég blæs ekki á mér hárið þá get ég alveg eins sleppt því að fara út meðal manna !

5:30 PM  

Post a Comment

<< Home