Website Counter
Hit Counters

Tuesday, January 23, 2007

Áfram Ísland!

Já ég skal segja ykkur það.... á dauða mínum átti ég von frekar en að Íslendingar myndu vinna Frakka.

Ég ætlaði ekki einu sinni að horfa á þennan leik, því ég bjóst við jafnvel harðari flengingu en við fengum í hörmungarleiknum gegn Úkraínu.

En þetta var eins og allt annað lið þegar þeir mættu til leiks í gær, þeir mættu inn á völlinn eins og tarfar í nautaati.... gjörsamlega dýrvitlausir.

Þvílík byrjun
Þvílík einbeitning
Þvílík markvarsla
Þvílík grimmd
Þvílíkt úthald

Hver einn og einasti íslenski kjaftur inni á vellinum sýndi yfirburða spilamennsku. Guðjón Valur var brjálaður allan leikinn og alveg hrikalega einbeittur með hnefann á lofti.
Það var vargöld og vígöld hjá Fúsa in der mitte, Óli lagði upp glæsileg mörk og Alexander, sem er ekki einu sinni fæddur á Íslandi, barðist eins og ljón allan leikinn.
M. a. s. Markús Máni sem hefur aldrei verið hátt skrifaður í mínum bókum raðaði inn mörkum.
En hetja leiksins að mínu mati var án efa Birkir Ívar, sem gjörsamlega lokaði markinu.

Þetta var án efa einn besti landsleikur sem ég hef séð Íslendinga spila.
Við þurfum meira af þessu, ef við eigum að komast upp úr 8-liða úrslitunum.

Koma svo strákar, nú er bara að valta yfir þessa Túnis-aumingja á morgun.
Hugsið bara um Tyrkjaránið, og aumingja Vestmannaeyingana forðum daga, til að viðhalda grimmdinni frá Frakklandsleiknum.

Áfram Ísland!!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home