Going down down down....
Nú hefur allur djöfulgangurinn í ræktinni og hard core mataræði skilað sér í fleiru en bara styrktaraukningu, því haldiði að Ragga rass sé ekki bara komin niður um buxnastærð....ekki leiðinlegt það ónei!!
Það eru allar buxurnar mínar orðnar of stórar á mig, pokast á rassinum og ég þarf ekki að hneppa frá þegar ég fer á toilettið. Svo fékk ég staðfestingu á þessum gleðitíðindum í fyrradag en ég átti innleggsnótu í River Island sem er nota bene uppáhaldsbúðin mín. Í reiðileysi mínu ákvað ég að trítla þangað og athuga hvort ég fyndi ekki bláar gallabuxur með gulrótasniði. Ég á einar gráar gulrótabuxur frá þeim í stærð 10 sem eru mjög töff og þar sem þetta snið virðist ætla að halda áfram að vera í tísku þá verður maður nú að eiga fleiri liti. Og að sjálfsögðu brást River Island mér ekki í þetta skiptið frekar en endranær en nú voru stærð 10 of stórar en númer 8 pössuðu eins og flís við rass.
En eitt sem fór í taugarnar á mér var að ég telst nú seint vera leggjalöng kona með stuttu klumpana mína en buxurnar voru alveg á mörkunum að vera of stuttar og ekki til í lengri sídd. Það eru ekki allar konur með jafn langar lappir sem taka ákveðna stærð af buxum, mér finnst allt í lagi að bjóða upp á short-medium-long síddir.
Annars náði ég að gera mig að fífli í morgun....enda föstudagurinn þrettándi. Ég sá strák í ræktinni í morgun og hann er í bláum bol með KSÍ merkið á brjóstinu, semsagt íslenskum fótboltabúnings bol. Svo ég auðvitað snara mér að manninum og segi
á íslensku "Góðan daginn, ert þú Íslendingur?" Félaginn starði bara á mig svo ég auðvitað eins og hálfviti segi á ensku "I guess you're not Icelandic" Drengurinn: " No". Fíflið ég í ásökunartón: "But you're wearing an Icelandic shirt??" (eins og það væri bannað útlendingum). Þá hafði aumingja drengurinn farið til Íslands og fengið þennan bol á meðan hann dvaldist þar. Ég fékk ekki alla söguna um dvöl hans á landinu Ísa, hvort hann hafi spilað fótbolta heima eða hvað því ég hóstaði mig bara í burtu full af skömm fyrir að ráðast á ókunnugan mann fyrir sólarupprás og hella yfir hann útlensku.
Annars er föstudagur í dag og það er bara gaman. Aldrei að vita nema Naglinn skelli sér í kvikmyndahús og sjái Memoirs of a geisha eða hinn girnilega Jake Gyllenhall í heitum ástarsenum með hinum enn girnilegri Heath Ledger.
Gleðilegan föstudag gott fólk.
1 Comments:
Til hamingju með það :) það er til svoleiðis í USA svona long, regular og short í buxnadæminu soldið sniðugt.
Post a Comment
<< Home