Website Counter
Hit Counters

Friday, March 31, 2006

Telegram

Föstudagur-stop-Gaman-stop-Ritgerð búin-stop-London-stop-Út að borða-stop-Rauðvín-stop-Hlakka til-stop


Naglinn-stop

Friday, March 24, 2006

Hann a afmæli i dag...hann a afmæli hann Joshuaaaa..hann a afmæli i dag...

Hæ hó jibbí jei...föstudagur runninn upp.

Planið fyrir helgina er spennandi.

Joshua Þór Nwosu átti 2 ára afmæli á mánudaginn á morgun og af því tilefni á að blása til mannfagnaðar á 14 Cornwall Road, London á morgun, laugardag.
Við systur sjáum um veitingarnar, enda orðnar ansi sjóaðar í þeim efnum. Ég gerði meira að segja ostaköku fyrir afmælið í gærkvöldi með dyggri aðstoð Karenar. Spurning hvort við systur förum ekki bara í veitingabransann 'full-time'??
Pólitísk afmælis-og veisluþjónusta með einkaþjálfun, sálfræðilegri ráðgjöf og fréttayfirliti. Neei, annars, ég held að við séum ekkert að skipta um vettvang.

Bæði pabbi og Snorri lögðu land undir fót í morgun til að vera viðstaddir fögnuðinn svo það verður margt góðra gesta.

Já það er ekki laust við að ég hlakki bara til um helgina....enda aldrei leiðinlegt að geta gúffað í sig veitingum í barnaafmæli.

Ekki láta ykkur bregða ef 'post-nammidagsbömmer' birtist hér á síðunni á mánudaginn.

Góða helgi alle sammen.

Tuesday, March 21, 2006

I got life mother, I got laughs sister, I've got freedom brother...

Svei mér þá, ég held að tilraun mín til að skrá nafn mitt á spjöld sögunnar hafi mistekist því mér gekk bara sæmilega í SPSS prófinu, 7, 9, 13.

Ég lifði líka af að halda fyrirlesturinn í morgun.
Ég gubbaði ekki, það leið ekki yfir mig, það hló enginn að mér, og ég pissaði ekki í mig.
Svo öll hugsanleg "scenarios", sem ég ímyndaði mér í nótt á meðan ég lá andvaka, gerðust ekki.
Minningin um sjálfa mig þarna uppi er reyndar í móðu þar sem ég var svo stressuð á meðan að mér finnst ég varla hafa verið með meðvitund. En mér var sagt að það hefði ekkert sést... held samt að það hafi bara verið hughreysting.

En ég er allavega að þetta tvennt, SPSS og fyrirlesturinn, heyra nú sögunni til og ég á næstum því líf aftur.
Ég gat allavega farið á klósettið í dag án þess að fá samviskubit yfir að vera ekki að læra.
Ég íhugaði alvarlega að útvega mér þvaglegg og næringu í æð svo ég gæti lært stanslaust.
Persónuleg umhirða sat líka á hakanum síðustu vikuna sökum vinnuálags og óhuggulegra eintak af manneskju en ég akkúrat núna er vanfundið.
Það hefur aldrei verið meiri þörf fyrir allsherjar klössun útlitslega séð.
Sérstaklega augabrúnalitun og brúnkukrem því andlitið hverfur bara þegar þær eru svona litlausar og ég er svo föl að ég er nánast blá.

Svo eru góðir hlutir að gerast í ræktinni. Ég er búin að vera að taka kreatín núna í 2 vikur og þvílíkt sem ég er að bæta mig í þyngdunum.
Í dag setti ég persónulegt met í hnébeygjunni og náði loksins upp í 100 kg (reyndar bara 4 sinnum).

Hrikalegur nagli!!! og hananú!!

Monday, March 20, 2006

Hjálpaðu mer upp, mer finnst eg vera að drukkna.....

Ó nei!!!
Hjálpi mér allar vættir... SPSS prófið er eftir 4 tíma.

Ýmsar óþægilegar kenndir hellast yfir mig!!

Kvíði
Hræðsla
Ótti
Spenna
Flökurleiki
Fiðrildi í maga
Skjálfti
Sjálfsvorkunn
Uppgjöf


Nú gæti verið komið tækifæri fyrir Naglann að vera brautryðjandi á einhverju sviði, þar sem enginn heilsusálfræði nemi hefur nokkurn tíma fallið á þessu prófi.

Ætli ég brjóti ekki blað í sögunni og verði sú fyrsta!!!

Wednesday, March 15, 2006

Miercoles

Ég ákvað að skella inn einni færslu bara að gamni þó ég hafi nákvæmlega EKKERT að segja. Það stefnir í gríðarlega leiðinlega helgi enda próf á mánudaginn í helv&%%# SPSS og á þriðjudaginn þarf ég að flytja verkefni sem ég er að gera fyrir framan bekkinn og tvo kennara. Ég get ekki sagt að ég hlakki til þess að standa fyrir framan 20 manns og tala í 10 mínútur. En þetta er ágætis "challenge" fyrir mig enda á maður alltaf að sækja á brattann því auðveldasta leiðin er leiðin til uppgjafar eins og formóðir mín sagði alltaf.
Ég mun verða að rembast í brattanum bæði á mánudag og þriðjudag.

Annars var ég að pæla í hvað það er ótrúlega margt sem mig langar að gera í lífinu og ég veit ekki hvernig maður á að púsla þessu öllu saman til að geta komist yfir allt á listanum.
Til dæmis langar mig að vera í eitt ár á Spáni og fara í spænsku fyrir útlendinga í háskóla, helst í Sevilla.
Svo langar mig að taka Phd í sálfræðinni, helst í lýðheilsu og það er einn mjög góður skóli í Ástralíu sem ég er svolítið skotin í.
Svo langar mig auðvitað að ferðast vítt og breitt um heiminn.
Mig langar á saumanámskeið, förðunarnámskeið, matreiðslunámskeið, ljósmyndanámskeið (Tómstundaskólinn Mímir...here I come).
Svo langar mig að bæta við einkaþjálfaréttindin og taka diplomu í íþróttafræðum og læra að vera spinningkennari og fleira og fleira.....

Börnin okkar Snorra munu eiga örvasa gamalmenni fyrir foreldra því ég get ekki séð að maður fari í vísitölupakkann með íbúð í Grafarholti, 2,4 börn, stationbíl og hund næstu 10 árin ef ég ætla að komast yfir að gera þetta allt saman.

Monday, March 13, 2006

Beint a smettið.

Fín helgi að baki.
Við Snorrilíus vorum voða dugleg að læra á laugardaginn og fórum svo til London seinnipartinn. Um kvöldið fórum við út að borða á marokkóskum veitingastað í Covent Garden. Stemmningin inni á staðnum var alveg ekta marokkósk, innréttingarnar og lyktin minntu mig bara á Marokkó og mér fannst ég bara vera komin aftur þangað. Við sátum á litlum pullum á gólfinu og borðið var ekki nema c.a hálfur metri á hæð og eina lýsingin voru kertin á borðunum. Maturinn var borinn fram í leirpottum og var alveg geggjaður. Ég fékk mér kjúkling með hunangi og döðlum og Snorri fékk sér kjúkling með spínati og fetaosti. Ég borðaði svo mikið að ég nánast sleikti diskinn til að ná síðustu dreggjunum.

Sunnudeginum var svo eytt í faðmi fjölskyldunnar. Byrjuðum á kósý 'brunch' og kíktum svo niður í bæ en það var verið að fagna St. Patrick's day í London en hann er samt ekki fyrr en 17. mars. Svo það sveif írsk stemmning yfir vötnum í miðbæ Lundúna sem var bara gaman að taka þátt í enda eru Írar næstuppáhalds fólkið mitt í Bretlandi á eftir Skotum.
Mér finnast Englendingar leiðinlegasta fólkið í Bretlandi.

Svo náði ég að gera mig að algjöru fífli.
Við vorum að labba yfir götu rétt hjá Leicester Square þegar ég rak tána í kant og flaug beint á smettið úti á miðri umferðargötu. Þar lá ég á maganum og heyrði allt í kringum mig andköf og 'Look, she fell over' 'Is she alright'? Ég staulaðist á lappir að drepast í hnénu með sár á hendinni sem blæddi úr. Ég skammaðist mín svo mikið og fann að það voru allir að glápa á mig en ég passaði mig að líta ekki upp. Snorri studdi mig yfir götuna og hann passaði sig líka að horfa ekki á fólkið í kring, hann skammaðist sín alveg jafn mikið og ég. Enda dettur fólk ekkert á hausinn bara si svona, ekki nema kannski gamalmenni. Ekki ungar stúlkur, bláedrú um hábjartan dag á einum af mestu túristastöðum í London.
Ég var að drepast í hnénu í allan gærdag en það var orðið gott í morgun þegar ég vaknaði, sem betur fer því það má ekkert raska því að ég komist í ræktina, takk fyrir takk. Svo ég gat farið og brennt af mér einhverju af nammidagsátinu.

En nú bíður alvara lífsins með tilheyrandi verkefnaskilum svo það er um að gera að bretta upp ermarnar og hefjast handa.

Med venlig hilsen,
Naglinn

Friday, March 10, 2006

Föstudagur again!!

Já ég skal segja ykkur það.
Bara enn ein vikan liðin og kominn föstudagur aftur.
Það er víst ekki ofsögum sagt að tíminn líði hratt þegar maður hefur mikið að gera. Þessi vika flaug nú bara hjá á ljóshraða. En ég var mjög dugleg og búin að koma einni ritgerð á koppinn. Svo það er allavega einu áhyggjuefninu færra.
Þá er bara að hefjast handa við öll hin verkefnin sem eru eftir og undirbúa próf í SPSS sem er ekki mín sterkasta hlið. Það er tölfræðiforrit sem sálfræðingar nota við úrvinnslu gagna í rannsóknum. Ég og tölur höfum aldrei átt samleið í lífinu og það er ekkert að breytast núna. Svo Naglinn þarf að láta hendur standa fram úr ermum næstu daga og reyna að öðlast einhverja smá skilningsglætu til þess að þrauka þetta próf. Það er enginn metnaður hjá mér um háa einkunn í þessu prófi, bara að ná því verður fagnaðarefni eitt og sér.

Svo er minn heittelskaði að mæta á svæðið í dag og mikil tilhlökkun í loftinu af þeim sökum.
Við ætlum til London á morgun og hitta fjölskylduna en bæði ma og pa eru í London.
Það er mikið að gerast í lífi Naglans um þessar mundir en það hleypir óneitanlega spennu í mitt fábrotna líf.

Ég óska öllum góðrar helgar!!

Tuesday, March 07, 2006

Bullandi hamingja


Helgin var tær snilld.
Edinborgin var að sjálfsögðu söm við sig, alltaf jafn yndisleg. Reyndar byrjaði að snjóa á fimmtudaginn og kyngdi bara niður í nokkra klukkutíma sem er óvanalegt í Edinborg. Ég man til dæmis ekki eftir einum degi í fyrra sem snjóaði.

Á föstudagskvöldið skelltu Naglinn og viðhengi sér svo á Ceilidh (skoskt dansiball). Ég fór í klippingu hjá Þóri sem er íslenskur strákur sem vinnur á hárgreiðslustofu í Edinborg og hann greiddi mér voða fínt eins og sést. Svo skellti ég mér í partý gallann og við skötuhjúin lyftum okkur aldeilis á kreik. Reyndar var ekkert gaman á ballinu svo við fórum bara á bar rétt hjá þar sem við hittum fyrir tilviljun fyrrverandi Herra Ísland og núverandi Herra Ásdís Rán. Við enduðum með honum á spænskum bar þar sem ég rifjaði upp gamla Salamanca takta á dansgólfinu.
Það var alveg nauðsynlegt að komast aðeins út og sletta úr klaufunum enda langt síðan síðast og langt í næsta húllumhæ enda geðveiki dauðans að bresta á í skólanum.

Ég er alveg að fá nett kvíðakast yfir öllu sem ég á eftir að gera, verkefnaskil, MsC verkefnið, ritgerðir, próf...just name it.

Samt er ég í skýjunum núna enda vel fullnægð eftir frábæra helgi og í ofanálag fékk ég rosalega fína einkunn í prófinu sem ég tók um daginn.

Bullandi hamingja hjá Naglanum í dag!!!