Við gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar besta
Jæja hörkuleikur í kvöld á móti Dönum. Ég er dálítið hrædd við þennan leik samt, en við verðum að sýna þeim hvar Davíð keypti ölið og að við erum ekki lengur nein undirmálsþjóð sem hægt er að selja maðkað mjöl. Nú verða strákarnir að sýna Frakka-grimmdina aftur og minnast allra sem dóu úr hungri og vosbúð vegna einokunar Dana í gegnum árhundruð.
Eruð þið annars ekki að grínast með þennan janúar mánuð? Hann er endalaus!
Það er ennþá heill dagur eftir af þessum ljóta mánuði.
Mikið verð ég fegin þegar janúar, febrúar og mars verða búnir, þeir eru alltaf leiðinlegustu mánuðir ársins.
Allt svo dimmt og kalt og myglað eitthvað.
Svo get ég ekki beðið eftir útborgunardegi, en ég er orðin frekar þreytt á þessari sultaról sem er alltaf í innsta gati.
Come February....come!!
3 Comments:
Þetta var GLATAÐ maður úss, ekki gott fyrir hjartað að tapa svona. Ég hef afneitað öllum dönskum ættingjum nema Ömmu Elsu !
Búhúhúhú...þetta var nú meiri maðkurinn þessi leikur!
Sammála með þessa fyrstu mánuði ársins - GO AWAY !!!
Kv. Anna Brynja
Ojj hvað ég hata Dani... það hefði aldeilis verið gaman að lækka rostann í þessum kvikindum með því að vinna þá.
Grátur og gnístran tanna voru í algleymingi á mínu heimili eftir leikinn.
Post a Comment
<< Home