Website Counter
Hit Counters

Wednesday, January 18, 2006

Taler du dansk??

Hvað er málið með Breta og að læra ekki annað tungumál en sitt eigið?
Þeir eru fastir í þeim hugsunarhætti að enska sé bara eina málið sem fólk þurfi að kunna og það sé ekki þess virði að læra önnur tungumál. Það heyrir til algjörra undantekninga að hitta Breta sem talar annað tungumál.
Til dæmis í húsinu þar sem ég bý, af fimm sambýlingum mínum talar EINN frönsku fyrir utan eigið móðurmál og that's it.
Öll hin kunna ekki staf í neinu nema blessaðri engilsaxneskunni. Þeim finnst öllum voða merkilegt að ég skuli kunna fleiri tungumál en bara ensku og íslensku.
Ég sagði þeim að það væri gegnumgangandi á Íslandi að fólk talaði þriðja tungumál, en það vakti andköf viðstaddra.
Þau læra frönsku og spænsku í skólanum en það eru sárafáir sem geta sagt stakt orð, og hreint og beint nenna ekki að hafa fyrir því að skilja né læra þau betur.
Svo hitti ég kunningja minn í ræktinni í gær sem fékk mig virkilega til að hugsa um þetta mál. Hann sagðist hafa eytt jólunum í Danmörku eins og undanfarin ár en hann á danska vini í Silkiborg.
Svo ég segi "ahh julerne i Denmark" (af því ég er svo sleip í dönskunni eða þannig). Nema félaginn bara starir á mig í forundran (ég virðist koma mér í þessar aðstæður vikulega núna). Gott og vel, við höldum áfram að spjalla um hvað Danmörk sé hugguleg um jólin, og ég segist geta ímyndað mér það því það séu svo mikið af skemmtilegum jólahefðum þar og spyr hvort hann hafi nú ekki fengið sér "smörrebröd og öl". Aftur kemur stara og "pardon me???". Svo ég spyr "I guess you don't speak any Danish?".
Kunninginn: " No none at all".
Hann hafði ekki einu sinni haft fyrir því að læra nein orð eða heiti á neinu á dönsku þrátt fyrir margar Danmerkurferðir um jól OG eigandi danska vini.
Mér finnst svona lagað eiginlega jaðra við dónaskap við gestgjafana þar sem allt skal bara vera á ensku og ekkert lagt á sig til að kunna einföldustu heiti á öðru tungumáli.
Mér er alveg sama þó enska sé alþjóðlega tungumálið og hægt að bjarga sér nánast hvar sem er í heiminum með henni. Með því að læra nýtt tungumál kynnist maður siðum annarra þjóða og nýjum hefðum og Bretarnir hafa sko gott af því.
Það var einmitt grein í Sunday Times um síðustu helgi, um Breta sem flytja til Frakklands og mynda sín eigin samfélög þar, með breskum búðum og veitingastöðum og umgangast bara hvor aðra og kunna enga frönsku.
Þetta er bara þjóðernisrembingur og hroki að mínu mati!!

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hahaha sé alveg fyrir mér svipinn á manninum þegar þú komst með "ahhh julen i danmark" haha.

En ég held að þetta sé bara málið í enskumælandi löndum í dag, get ekki ímyndað mér að margir í USA séu sleippir í öðru tunugmáli.

kv,
Elsa

10:40 AM  
Blogger Naglinn said...

nei kanafíflin vita nú ekki einu sinni að önnur lönd en USA séu til. Sjóndeildarhringurinn er bara Norður Ameríka og ekkert annað og þar er Bush fáviti dauðans í broddi fylkingar. Þvílíkt ignorant þjóð!!!

12:06 PM  
Anonymous Anonymous said...

Maður reynir nú minnsta kosti að læra svona beisik orð og setningar eins og "skál", "takk","einn bjór" og svona þegar maður er erlendis...eða það hefði maður haldi...

7:38 PM  
Blogger lou said...

amen girl, amen..

ég þekki einmitt þessi ógurlegu "hissa"-viðbrögð þegar þeir komast að hvað ég get bjargað mér á mörgum tungumálum.. segjast allir vilja geta þetta líka en nenna því ekki. Viðurkenna það alveg. Fussast svo útí Frakka fyrir að reyna ekki að læra annað tungumál. Ekki eru þeir mikið skárri þótt þeir séu þó betur settir með útbreiðslu síns tungumáls!!

4:01 PM  

Post a Comment

<< Home