Website Counter
Hit Counters

Wednesday, February 21, 2007

Sjúkdómavæðing

Heilbrigðisráðherra tilkynnti á dögunum að ekki stæði til að sálfræðingar yrðu teknir inn í tryggingakerfið.

Þetta þykja mér sorgleg tíðindi, enda hafa sálfræðingar lengi barist fyrir þessu máli.
Þessi staða sálfræðinga að vera utan almanna tryggingakerfisins veldur því að fólk sem glímir við andlega vanlíðan sækir sér frekar aðstoð geðlækna frekar en sálfræðinga sökum þess kostnaðar sem felst í sálfræðiþjónustu.

En geðlæknar veita ekki samtalsmeðferð og hugræna atferlismeðferð líkt og sálfræðingar, heldur meðhöndla þeir bara einkenni með því að skrifa upp á kemískar lausnir í pilluformi frá einhverjum fabrikkum í Belgíu, í stað þess að komast að rót vandans og fyrirbyggja þannig áframhaldandi veikindi líkt og nálgun sálfræðinga felst í.

Hugræn atferlismeðferð sem sálfræðingar nota byggir á að skilja hvernig hugsanir hafa áhrif á tilfinningar og hegðun , og reynt er að fá einstaklinginn til að breyta þeim hugsunum sem valda vanlíðaninni og mynda nýtt mynstur hugsana og hegðunar.
Þannig er reynt að komast að rót vandans, og þannig koma í veg fyrir að sjúklegt ástand hugans endurtaki sig.

Lyfjafyrirtækjum er auðvitað hagur í því að fólk sé áfram sjúklingar og bryðji pillurnar þeirra eins og Smartís, enda er það liður í markaðsáætlun þeirra að viðhalda veikindum fólks. Læknum er meira að segja boðin þóknun og alls kyns fríðindi frá lyfjafyrirtækjum ef þeir lofa að skrifa upp á þeirra afurðir.

Ég bara spyr, ætlar heilbrigðisráðherra virkilega ekki að reyna að koma í veg fyrir að hérlendis blossi upp sama sjúkdómavæðing eins og er til dæmis orðin landlæg í Bandaríkjunum?
Getum við virkilega státað okkur af fullkomnu heilbrigðiskerfi, þegar annar hver maður fær bara fínan sjúrnal í skrá Landspítalans, en ekki viðeigandi lausn sinna mála?

2 Comments:

Blogger mariamjoll said...

Reyndar verður að taka fram að hér gengur annar hver maður til sálfræðings þrátt fyrir mikla sjúkdómsvæðingu. Spurningin er hins vegar hvort að það mundi ekki spara skattpeninga að styrkja sálfræðiheimsóknir og þurfa þannig að borga færri pillur?

3:08 PM  
Blogger Naglinn said...

Rétt athugað hjá þér. Það myndi eflaust spara skattgreiðendum hellings pening ef það þyrfti ekki að setja hvern einasta kjaft sem er dapur inn í heilbrigðiskerfið.

10:36 AM  

Post a Comment

<< Home