X-faktorinn
Horfði á X-faktorinn í gærkvöldi og ég má til með að lýsa óánægju minni með þennan þátt.
Í fyrsta lagi er það Ellý í Q4U. Manneskjan kemur ekki útúr sér heillegri setningu þegar hún er að kynna keppendurna, heldur stamar hún útúr sér orðunum samhengislaust og röddin í henni virkar engan veginn í sjónvarpi. Svo er hún með silungavarir spikfullar af sílíkoni og svo bótoxuð að það sjást engin svipbrigði, alltaf með sama svipinn sama hvort hún er glöð eða sorgmædd.
Svo er það kynnirinn hún Halla Vilhjálmsdóttir, hún er alveg hrikalega óörugg og engan veginn að valda þessu hlutverki.
Það vantar allt fútt í hana og hún nær engan veginn að ná upp neinu spennustigi eða stemmningu í salnum eða heima í stofu.
Þegar maður ber þáttinn saman við fyrirmyndina frá Bretlandi þá er of mikill amatörismi í gangi hjá þeim á Stöð 2.
Mér finnst alveg fáránlegt að þeir sem ná að smala sem flestum atkvæðum, þeir komast áfram, óháð því hversu góðir þeir eru.
Ég veit að þetta fyrirkomulag er við lýði í öllum símakosningakeppnum en það fer mest í taugarnar á mér að til dæmis i gær þá komust þvílíkar ömurðir áfram, eins og Gylfi, Inga Sæland og brúðkaupsviðbjóðurinn.
Hins vegar fengu frábærir listamenn eins og JÁ og Alan fæst atkvæði sem endaði með að JÁ voru send heim.
Alan greyið þekkir auðvitað ekki marga á Íslandi og getur því ekki smalað eins mörgum atkvæðum eins og hinir keppendurnir sem veldur því að hann á kannski á hættu að detta út í næsta þætti þrátt fyrir að vera langlangbesti keppandinn.
Ég tek fram að ég þekki manninn ekki neitt, sá hann í fyrsta skipti í þættinum í gær, en ég ætla samt að vera með áróður hér á síðunni og hvet alla til að kjósa Alan í næsta þætti til að tryggja að horfandi sé á X-faktorinn næstu vikurnar.
Áfram Alan!!
3 Comments:
Ohhh þetta er svo satt! Svo er engin furðu að HÓPARNIR hans Palla fljúga áfram því þeir hafa langflest fólk á bakvið það að kjósa!!
Ömurlegt sjónvarpsefni og horfi ég frekar á Cowell gamla á mánudagskvöldum en þennan óbjóð!
Guð minn góður...vesaling konan...hún er eins og léleg dragdrottning í besta falli...svo heldur hún svo innilega að hún sé algjör bomba...B O B A :Þ
Well said.
Post a Comment
<< Home