Website Counter
Hit Counters

Friday, January 06, 2006

Arangur..gaman gaman

Það eru þvílíkar bætingar í gangi hjá mér í ræktinni þessa dagana. Ég þyngi bara og þyngi í öllum æfingum sem kemur mér verulega á óvart því ég missti 2 kg um jólin og ætti því í raun að vera aumari en ég var. Ég er reyndar búin að vera að fóðra mig með almennilegum mat og ekkert helvítis kolvetna svelti lengur. Nú borða ég power kolvetni eins og kartöflur og brún hrísgrjón með kjúklingnum eða fisknum.
Tók hrikalega lappaæfingu í gær og hef aldrei tekið svona þungt í hnébeygjunni áður en ég náði að taka 85 kg þrisvar sinnum. Ekki slæmur árangur það! Bætti mig líka í þríhöfðadýfum með 5 kg lóð á miðvikudaginn, gat bara 4 reps fyrir jól en tók 7-8 reps auðveldlega núna.
Tek brjóst og tvíhöfða seinnipartinn í dag og það verður gaman að sjá hvort það séu bætingar í bekknum líka. Draumurinn er að geta bekkað 60 kg en ég er ennþá að ströggla í 55 kg.

Annars er janúarsprengjan byrjuð í ræktinni.
Nú er allt skítapakkið sem hreyfir ekki á sér rassgatið 11 mánuði ársins búið að kaupa sér kort til að friða samviskuna eftir að hafa kýlt vömbina ótæpilega yfir hátíðirnar. Það sorglega er að 70% af þessu liði mætir í mánuð og sést svo ekki meir fyrr en í janúar á næsta ári þegar tvær af höfuðsyndunum, græðgi og leti, eru orðnar ráðandi í þeirra lífi.
En það er þó alltaf einn og einn af janúarhópnum sem gerir hreyfingu að lífsstíl og notar kortið sitt í stað þess að vera styrktaraðili stöðvarinnar.
Húrra fyrir þeim!!

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Það er naumast verið að taka á því...gangi þér vel með að ná 60kg í bekk...ég hugsa að ég yrði í vandræðum með 6kg...en er svosem ekkert að fara að láta reyna á það á næstunni...ætla bara að puða heima á hjólinu svona endrum og eins, því ef ég myndi kaupa mér kort einhverstaðar þá myndi ég sennilega fljótlega enda sem einn af styrktaraðilunum sem þú talar um ;Þ ..."easy does it" er mitt mottó :)

1:41 PM  
Blogger Skottan said...

Gott mál Ragnhildur, hef aldrei skilið hvernig þú þraukaðir þessar æfingar þínar án þess að borða kolvetni. Jesús minn þyngdirnar, það eru örugglega margir kögglarnar sem roðna í kringum þig.

2:31 PM  
Blogger Naglinn said...

Go hard or go home... það er mitt mottó!
Sko þig Ingunn að vera aftur sest á fákinn. Keep up the good work.
Ég borðaði kolvetni áður en skar þau alltaf við nögl... algjört bull ef maður ætlar að vera alvöru nagli ;-)

4:11 PM  

Post a Comment

<< Home