Website Counter
Hit Counters

Sunday, January 08, 2006

Fresh fruit-juice anyone??

Smá skemmtisaga:
Sambýlingur minn hann Andy (lögfræðingurinn) kom heim dauðadrukkinn eitt kvöldið rétt fyrir jól og fór að horfa á "sjónvarpsmarkaðinn". Daginn eftir fær hann upphringingu þar sem honum er þakkað fyrir að hafa keypt DJÚSVÉL og að hún verði send til hans eftir jól. Gripurinn kom svo í hús í fyrradag. Andy hélt að ég yrði voða ánægð með þessi kaup hans og myndi nota vélina með honum en ég tilkynnti honum að ég myndi aldrei nenna svona veseni, fyrir utan kostnaðinn við að kaupa fullt af ávöxtum því það verður að setja sæmilegt magn í vélina til að ná allavega í eitt glas. Fyrir utan það að ég drekk vanalega ekki djús. Ég tilkynnti honum að þetta væru fáránleg kaup og hann myndi nota hana í viku en gefast svo upp. Þetta er náttúrulega fótanuddtæki dauðans... algjörlega useless græja og peningasóun. Þetta er voða spennandi fyrst en endar svo inni í geymslu í 10 ár og er þá loksins hent á haugana where it belongs.
Félaginn er alveg á fullu að reyna að réttlæta þetta rugl sitt og vaknar hálftíma fyrr en vanalega á morgnana til að skræla og flysja. Hann getur ekki annað þar sem þetta fylleríisrugl hans kostaði hann 100 pund (rúmlega 10 þúsund kr)!!! Hann er líka alltaf að reyna að vera voða heilsusamlegur, með misjöfnum árangri þó. Hann ætti kannski að drekka minna áfengi, reykja færri sígarettur og borða færri pzzur frekar en að eyða peningunum í svona bull.
Hann byrjaði á að fá sér gulróta og sellerísafa sem var víst viðbjóður. Í morgun var hann óður að leyfa okkur að smakka greip-epla safann sinn. Ég afþakkaði pent enda ekki mikill aðdáandi greips en Karen smakkaði og af grettunni að dæma var þetta ekki ljúffengur safi.
Ég bíð eftir að þetta ferlíki hverfi af eldhúsborðinu en þess verður eflaust ekki langt að bíða!

10 Comments:

Blogger Skottan said...

Umm, ég hefði ekkert á móti því að fá ferskan safa á morgnana.Spái því samt að djústíminn endist ekki út mánuðinn. En að því sem skiptir meira máli. Er þessi Andrew appelsínugúru sætur??;-)

7:43 PM  
Blogger Naglinn said...

Já hann er mjög myndarlegur og alveg sjúkur í að ná sér í kærustu...talar ekki um annað en stelpur. Hann er alltaf að spyrja mig um sætar vinkonur. Hhhmmm Svana??
Smá problem að vera í öðru landi en það má redda því. Þú kemur bara í heimsókn til mín og ég kynni ykkur. Hver veit nema að þú verðir Mrs. Andy Bayles í framtíðinni.
Hávaxinn og vel byggður, spilar rugby, lögfræðingur, rík fjölskylda... what more can you ask for??

10:35 AM  
Anonymous Anonymous said...

Áttu ekki myndir af þessum mannkosti ?

En talandi um safapressur þá átti mamma svona stykki mér fannst þetta aldrei neitt sérstakt þoli ekki draslið í appelsínusafnum þarna heitir það ekki "kjötið" icks.

Eins er Dr. Gillian alltaf með einhverja sellerydrikki get ekki ímyndað mér að það sé gott.

kv,

Elsa

2:15 PM  
Blogger Naglinn said...

Dr. Gillian er loddari!! Ekki taka mark á orði sem hún segir eða mælir með, enda eru hennar aðferðir alltof öfgafullar fyrir nokkurn til að geta gert það að lífsstíl.
Ég á enga mynd af Andy því miður. SKal redda því fljótlega næst þegar Snorri kemur í heimsókn, því hann á stafræna en ekki ég, auminginn.
Elsa, ert þú líka heit fyrir honum? Ég get líka boðið upp á annan sem heitir Paul og býr líka með okkur. Mjög sætur líka.

10:24 AM  
Blogger Skottan said...

Elsa! Erum við ekki á leiðinni út??:-)

8:35 PM  
Blogger Naglinn said...

Elskurnar mínar, skellið ykkur í shopping trip til London og komið til mín í kallafans í Guildford, ég meina ég bý með þremur karlmönnum og svo eiga þeir vini o.s.frv. Svo það er úr nógu að velja.
Fyrstur kemur, fyrstur fær!

9:47 AM  
Anonymous Anonymous said...

Haha það er aldrei að vita nema maður skelli sér í karlaleit í London ekki alveg eins og maður þurfi að ýta mönnum frá sér hér á klakanum ;)

En já Dr. Gillian ég gæti nú bara aldrei farið eftir hennar dæmi þetta er allt svo fjandi ólystugt sem hún er að búa til ick!!!, kona sem er að vinna með mér var með svona duft frá henni meiri viðbjóð hef ég nú bara ekki séð né lyktað GROSS!
Mér finnst hinsvegar gaman að sjá þegar hún setur matinn fyrir framan fólkið það og kallinn sem talar svona inná milli í þáttunum.

Annars er ég sammála þér um janúar leikfimisfólk (þegar maður er orðin sesaon pro alveg frá því í október ;) ;) ) þá böggar þetta nýja fólk mig það er fyrir mér biatches maður þarf að mæta bara helst fyrir 16 til að komast að sveiattann !! Hvenær segiru að þetta lið hætti ?

10:04 AM  
Blogger Naglinn said...

50% hættir eftir fyrsta mánuðinn svo það er ekki langt að bíða. Restin detttur út smátt og smátt. Það eru ekki nema um 20-25 % af þeim sem byrja að hreyfa sig sem gera það að reglulegum lífsstíl. Sorglegt en satt!
Ég ætlaði einmitt að spyrja ykkur systur hvernig gengi í ræktinni, þið hljótið að vera að ná svaka árangri með þessum dugnaði???? Tell me Tell me.

7:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þannig að í sirka febrúar verður allt orðið eins og það á að vera ;)

Þetta gengur bara fínt - vorum ekki duglegar í desember (stúpid jól) en erum að spá í að fara 4x í viku í stað 3x eins og við höfum verið að gera.

Þetta tekur bara tíma, tók tíma að setja þetta á sig og tekur tíma að ná þessu af. En viljinn er fyrir hendi og allt þannig it´s all goood :)

2:34 PM  
Blogger Naglinn said...

Mér finnst þið bara alveg ótrúlega duglegar og það er engin spurning að með þessu áframhaldi þá á lýsið eftir að leka. Þolinmæði þrautir vinnur allar!!
Það er miklu betra að fara 4x í viku frekar en 3x ef þið viljið sjá einhvern árangur fyrr því 3x er algjört lágmark. Munið bara að taka vel á því, ekki mæta bara til að mæta.
Í þessum bransa er það "quality over quantity" þegar kemur að æfingum. Til dæmis er betra að fara í 20 mín á bretti og taka vel á því en að lulla í 50 mín.
Eruð þið búnar að fá ykkur púlsmæli?

12:32 PM  

Post a Comment

<< Home