Skolaleidi
Nú er ég komin með þvílíkan skólaleiða, ekki að nenna að gera enn eitt helv$#% verkefnið. Þetta er akkúrat tíminn, önnin rúmlega hálfnuð en þetta hefur gerst hjá mér á hverri önn á minni skólagöngu.
Nú eigum við að skila inn verkefni á mánudag sem felst í að gagnrýna ákveðna grein úr heilsu sálfræði tímariti. Hvernig á ég að geta gagnrýnt eitthvað frá mér mun vitrari mönnum. Ég einfaldlega hef ekki þekkingu til að geta rökstutt mál mitt, fyrir utan að mér finnst greinin bara nokkuð fræðandi. Ég er alveg sammála öllu sem þeir segja og finnst þetta allt voða sniðugt og spennandi sem greinin fjallar um.
Díses!! hvað ég er ekki að nenna að brjóta heilann of mikið núna til að rakka greinina niður.
Svo eru tvö önnur verkefni í deiglunni í augnablikinu og svo VERÐ ég að fara að vinna í mastersverkefninu, er kominn með þvílíkan verkkvíða í sambandi við það að ég fæ mig ekki einu sinni til að byrja. Sendi reyndar e-mail til kennarans sem sér um mastersverkefnið mitt í dag, bara til að minna hann á mig, en hann hefur örugglega haldið að ég væri bara hætt við að útskrifast.
En áfram með smjörið!!! Best að fara að virkja gagnrýnisraddirnar í hausnum á mér.
Adios!