Website Counter
Hit Counters

Wednesday, November 23, 2005

Skolaleidi

Nú er ég komin með þvílíkan skólaleiða, ekki að nenna að gera enn eitt helv$#% verkefnið. Þetta er akkúrat tíminn, önnin rúmlega hálfnuð en þetta hefur gerst hjá mér á hverri önn á minni skólagöngu.
Nú eigum við að skila inn verkefni á mánudag sem felst í að gagnrýna ákveðna grein úr heilsu sálfræði tímariti. Hvernig á ég að geta gagnrýnt eitthvað frá mér mun vitrari mönnum. Ég einfaldlega hef ekki þekkingu til að geta rökstutt mál mitt, fyrir utan að mér finnst greinin bara nokkuð fræðandi. Ég er alveg sammála öllu sem þeir segja og finnst þetta allt voða sniðugt og spennandi sem greinin fjallar um.
Díses!! hvað ég er ekki að nenna að brjóta heilann of mikið núna til að rakka greinina niður.

Svo eru tvö önnur verkefni í deiglunni í augnablikinu og svo VERÐ ég að fara að vinna í mastersverkefninu, er kominn með þvílíkan verkkvíða í sambandi við það að ég fæ mig ekki einu sinni til að byrja. Sendi reyndar e-mail til kennarans sem sér um mastersverkefnið mitt í dag, bara til að minna hann á mig, en hann hefur örugglega haldið að ég væri bara hætt við að útskrifast.

En áfram með smjörið!!! Best að fara að virkja gagnrýnisraddirnar í hausnum á mér.

Adios!

Tuesday, November 22, 2005

...if you asked me on a Tuesday I'd say yuuuess!!

Helgin var yndisleg, vægast sagt. Við skötuhjúin fórum til London á föstudag og vorum alla helgina í húsinu hjá Ingibjörgu og Chiaka, frekar næs að geta verið í friði bara tvö til tilbreytingar.
Á föstudagskvöldið fórum við út að borða á tyrkneskan veitingastað sem heitir Gallipoli, og fengum okkur Meze en það er núna uppáhaldið okkar. Þá er komið með fullt af litlum smáréttum: hummus, taramasalata (laxapaté), alls konar baunarétti, falafel, kjúkling, lamb, tzatziki sem er uppáhaldið hans Snorra, hann nánast sleikti skálina. Svo er borið fram brauð eða pítubrauð með þessu öllu saman. Við kláruðum hvern einasta rétt upp til agna og erum örugglega eina fólkið sem klárar 2 brauðkörfur. Svo kíktum við aðeins á pöbbana eftir matinn en vorum samt komin frekar snemma heim eða fyrir miðnætti, úfff maður er orðinn gamall!
Svo vorum við bara að slæpast á Oxford St og nágrenni á laugardag. Römbuðum á Puma búðina, sem ég er by the way búin að vera að svipast um eftir í London, en hún er á Carnaby Street en ekki Oxford St eins og ég hélt. Ég var eins og Kalli í súkkulaði verksmiðjunni þarna inni, þvílíkt mikið af fötum sem mig langaði í, geðveikir stuttermabolir og helv$#&/&& skóúrvalið var bara til að nudda salti í sárið. Ég var alvarlega farin að íhuga hvað ég fengi mikið fyrir nýra eða önnur líffæri til að hafa efni á þessu öllu saman. En það endaði með að ég keypti mér bara eina peysu, og ennþá með fulla starfsemi í skrokknum.... so far, sjáum til hvað gerist næst þegar ég fer þangað.
Snorri keypti sér ekki neitt, þrátt fyrir stórar yfirlýsingar um annað, enda vantar drenginn buxur, vesti, brók og skó. En hann var bara ekki að meika overcrowded verslanir á laugardegi, og reyndar ekki ég heldur.
Á sunnudag keyrðum við til Camden, enda engin London ferð fullkomin án þess að drekka í sig pönkara- og hippa menninguna þar.

En nú er helgin að baki og alvaran tekin við. Brjálað að gera í skólanum auðvitað, hrina af verkefnaskilum framundan í næstu viku svo það er um að gera að taka aftur upp hanskann þar sem frá var horfið fyrir helgi og hella sér í ritgerðarskrif og bókalestur.


That's all folks!

Wednesday, November 16, 2005

Tomorrow...I love you tomorrow

Ég elska á morgun!!!
Snorri love er að koma til mín og við ætlum að eiga rómantíska helgi saman en hann fer svo aftur á mánudag til Edinborgar.
Planið er að chilla í Guildford fyrst og fara svo til London og vera þar yfir helgina en Ingibjörg sys og co. eru í Sri Lanka og við Snorri ætlum að vera í húsinu þeirra, fara út að borða í London og jafnvel kíkja á lífið ef vel liggur á okkur.
Undanfarnar vikur hafa verið Kleppur hraðferð, með 3 verkefnaskilum í sömu vikunni, það hefur ekki verið mínútu afslöppun í tvær vikur hjá mér svo ég hlakka mikið til að pústa aðeins þó ekki sé nema í tvo daga. Ég er orðin frekar þreytt á að vera í sweat gallanum alla daga, ómáluð með ósléttað hár... en þá er hausinn á mér eins og pabbinn í Húsið á sléttunni, Mr. Ingalls og með glæru augnhárin mín þá er ég eins og vofa án maskara.

Annars hefur nú ekki mikið gerst síðustu daga fyrir utan ritgerðarskrif, ræktin, borða og sofa.
Nýi housemate-inn fer ennþá jafn mikið í taugarnar á mér, ef ekki bara meira eftir því sem ég kynnist honum betur. Ég er líka frekar leiðinleg við hann, greyið og ég held að hann sé orðinn pínu hræddur við mig. Finnst ég ábyggilega algjört skass. Til dæmis í gær þá setti hann baunadós í mína hillu í ísskápnum og ég segi við hann frekar höst: Átt þú þetta? Þú átt ekki að setja mat í MÍNA hillu, þú átt þína eigin hillu!!! Það hafði víst gleymst að segja honum frá ísskáps skipulaginu, en það á hver hálfa hillu fyrir sitt dót. Hann sagði: Ég veit ekki hver á hvaða hillu, fyrirgefðu. Ég hnussaði bara og færði helvítis baunadósina í hans hillu. Því miður er ég ekki hár sjálfsstjóri þegar kemur að fólki sem fer í taugarnar á mér, ég get bara ekki verið fölsk og nice við hann.
Svo er annar strákur í húsinu sem heitir Andy. Hann er nú ekki svona leiðinlegur, sem betur fer, en hann er samt með einhverjar fáránlegar ranghugmyndir um þessa sambúð okkar allra. Hann heldur að við séum Friends... enda ekki fjarri lagi með 3 stráka og 3 stelpur. En málið er að ég nenni ekki að vera í einhverjum svoleiðis leik, jú jú allt í lagi að fara kannski út einstaka sinnum saman og fá sér í glas öll saman. En hann ætlar sko að fara út að hlaupa með mér, og í ræktina og er byrjaður í svaka heilsuátaki af því honum finnst ég svo heilsusamleg. Hann er meira að segja farinn að kaupa sama mat og ég borða. Svo suðar hann í öllum að koma út að djamma með sér hverja einustu helgi. Svo kom hann heim á sunnudaginn eftir að hafa verið í burtu alla helgina og bankaði hjá mér bara til að láta vita að hann væri kominn aftur. Like I give a shit!! Hann bað meira að segja LEIÐINDIN um að koma með sér í bíó um daginn. Hrikalega desperate í vini eitthvað.
Ég myndi frekar borða hár úr niðurfalli en að fara með nördinum út í sjoppu, hvað þá í bíó!!

Saturday, November 12, 2005

Sjonvarpssyki

Ég er alvarlega að velta fyrir mér að kæra nágranna mína fyrir Barnaverndarnefnd.
Það er alveg sama á hvaða tíma sólarhringsins ég labba fram hjá, barnið þeirra er ALLTAF og þá meina ég ALLTAF að horfa á sjónvarpið en stofuglugginn þeirra snýr út að götunni.
Þegar ég hjóla fram hjá morgnana á leiðinni á morgunæfingu er krakkinn mættur fyrir framan skjáinn. Klukkan 06.00!!!
Þegar ég labba fram hjá kl. 16 á leiðinni á seinnipartsæfingu situr hann ennþá límdur við sófann.
Ég geri samt ráð fyrir að í militíðinni kíki hann við í skólann, það hlýtur bara að vera.
Þegar ég labba fram hjá á kvöldin á leið minni niður í bæ þá er krakkakvikindið ennþá glápandi.
Einu sinni um kvöldmatarleytið sá ég meira að segja breakfast in bed bakka í sófanum sem þýðir að hann slítur sig ekki einu sinni frá kassanum til að snæða með fjölskyldunni.

Hvers konar foreldrar eru þetta eiginlega??? Við erum að tala um vanrækslu dauðans.
Ég sá reyndar barnavagn inni í stofunni núna fyrir stuttu og þá fór mín að reikna. Auðvitað eru þau komin með nýjan króga og þá situr þessi bara á hakanum á meðan. "Látum hann bara glápa á tívíið, þá þegir hann og við getum dúllað við nýja barniðí friði"

Nú er bara að finna númerið hjá Guildford Social Services og láta hirða af þeim drenginn.

Eða þá að ég sé bara ekkert að skipta mér af annara manna uppeldisaðferðum.

Friday, November 11, 2005

Þvilik uppfinning

Þvílík snilld eru eyrnatappar.
Ég er ekki að jafna mig á þessari merku uppgötvun minni að það sé í raun hægt að útiloka hljóð frá skynjun.
Þar sem veggirnir í húsinu eru jafn þunnir og í japanskri testofu, og ég sef frekar laust, þá á ég til að vakna við minnsta umgang og ekki bætir úr skák að herbergið mitt er við hliðina á baðherberginu og þar er ofn í gangi allan helv%&%$ sólarhringinn og frá honum kemur stöðugt suð. Á daginn verð ég ekki vör við suðið þegar önnur umhverfishljóð eins og bíla umferð kæfa það en ef ég vakna á nóttunni þá kemur fyrir að ég ligg andvaka og suðið gerir mig brjálaða.

Eina nóttina reyndi ég að slökkva á ofninum en uppgötvaði að það þurfti að skrúfa með töng til þess. Svo ég fór næsta dag og keypti töng en þó ég sé Nagli þá hafði ég ekki krafta í að snúa skrúfunni. Svo ég bað landlordinn að laga þetta en það er víst ekki hægt að slökkva á ofninum. Hann útskýrði fyrir mér af hverju en ég er svo einföld þegar kemur að pípulögnum að ég skildi hann ekki.

Þar sem svefninn minn er AFAR mikilvægur var eina ráðið að kaupa eyrnatappa og ég er að segja ykkur, ég sef eins og ungabarn og rumska ekki þó pakkið í húsinu trampi upp og niður stigana eða skelli hurðum.

Thursday, November 10, 2005

Sieben Jahre!!

Í dag eru komin 7 ár frá því við Snorri kynntumst.
Vá, hvað tíminn er fljótur að líða.
Mér finnst eins og það hafi verið í gær þegar ég sá hann fyrst, blindfullan í 70´s jakkafötum með stuðhatt að rífa upp stemmninguna í flugvélinni á leið til Kúbu.
Já það var ást við fyrstu sýn!

En þetta hafa verið yndislegustu ár í mínu lífi og það besta er að þetta er bara byrjunin.....

Wednesday, November 09, 2005

Leikhusferd

Það er geðveiki að gera í skólanum. Ég sit sveitt við ritgerðaskrif þessa dagana en gaf mér nú samt tíma í að lyfta mér aðeins á kreik á mánudagskvöldið fyrir frænkukvöld en ég fór út að borða og í leikhús í London með Ingibjörgu sys, Helgu móðursys og Brynhildi frænku frá USA sem er í heimsókn í nokkra daga.
Við sáum Few Good Men með Rob Lowe (úr West Wing) í aðalhlutverki en hann leikstýrir því víst líka.
Helga frænka, þessi elska, bauð aumingja fátæka námsmanninum í leikhús.
Fyrst var farið á franskan veitingastað en þar sem við vorum orðnar frekar seinar var salat af forréttaseðlinum fyrir valinu hjá okkur öllum (ég var mjög fegin því fjárhagurinn minn passaði ekki alveg við verðin á matseðlinum). En þegar maturinn kom hélt ég að við værum að fá smakk á undan en nei, nei þetta var minnsta salat sem ég hef séð, bara sýnishorn af mat.
Ansi hátt kílóverðið á þessum stað! Á disknum var eitt vesælt salatblað og klessa af kjúklingi og mangó stappað saman ofan á sem var ekki upp í nös á ketti hvað þá mallann á Röggu Nagla. Svo við pöntuðum annan forrétt sem var túnfisksteik og þá varð ég nokkuð sátt. Maturinn var reyndar mjög góður en fyrr má nú skera skammtana við nögl.

Leikritið var mjög skemmtilegt en Rob Lowe var ekkert að fara á kostum fannst okkur, var bara svona la la í sínu hlutverki en hann lék lögfræðinginn sem Tom Cruise lék í myndinni. Það kom mér samt á óvart hvað hann er allur lítill og ræfilslegur, ég vissi að hann væri tittur eins og Tommi en það er allt annað að sjá menn svona up close and personal en í imbanum. Við sátum á þriðja bekk svo ég gat skoðað hann gaumgæfilega og það er eins og hann hafi lamast öðru megin í andlitinu en hann er vel skakkmynntur greyið.

Þetta var semsagt mjög skemmtilegt kvöld og alveg nauðsynlegt að komast með nefið upp úr bókalestri og ritgerðarskrifum.

Sunday, November 06, 2005

Sunday bloody Sunday

Ég var í London um helgina en systir mín bað mig um að passa litla frænda minn, hann Joshua Þór. Þar sem ég hef ekki passað börn síðan ég var 12 ára þá tók ég skýrt fram að ég myndi ekki svæfa, skipta á bleyjum baða né mata hann. Það var nú lítið mál af þeirra hálfu enda voru þau að fara í afmæli sem byrjaði eftir að hann væri sofnaður svo þau sáu um allt þetta erfiða. Ég þurfti bara að vera á staðnum ef hann skyldi vakna. Svo ég glápti bara á imbann í gærkvöldi og blótaði öllu skítapakkinu sem var að sprengja flugelda í nágrenninu (það var bonfire night í gær) í sand og ösku. Í hvert skipti sem raketta sprakk hugsaði ég að nú myndi hann vakna og ég þurfa að standa í svæfingaveseni með skíthræddan krakka. En hann svaf eins og engill þessi elska.

Áður en ég fór til Ingibjargar og Chiaka ætlaði ég að kíkja aðeins við á Oxford Street því ég sá svo flott hálsmen þar um daginn. Það var að sjálfsögðu ekki til, alltaf svoleiðis. En ég endaði hins vegar með að kaupa mér rauða spöng í hárið og jólakjól en slík flík var ekkert á dagskránni en svona er að vera kvenmaður, það er engin lógík hjá okkur þegar kemur að fatakaupum.

En það gekk ekki vel að komast frá Oxford Street, í fyrsta lagi var eins og hver einasti Lundúnabúi hafi ákveðið að skella sér niður í bæ, slík var mannmergðin á götunum. Reyndar var þetta kl. 18 á laugardegi svo það skýrir nú ýmislegt. Svo var það helvítis underground-ið. Brautarpallurinn var sneisafullur af fólki og svo kom lestin og hún var gjörsamlega pökkuð. Ég hugsaði með mér hvort ég ætti ekki bara að hinkra eftir næstu en ákvað að smeygja mér inn á síðustu stundu í síðasta lausa plássið alveg við hurðina, sem þýddi reyndar að ég yrði í kremju. En hvað haldið þið, á eftir mér troðist ekki bara indversk kelling í fullum sari skrúða með tilheyrandi glingri og svo þétt yfirvaraskegg að Tom Selleck hefði skammast sín, með 5 börn. Hefur fólk aldrei heyrt um getnaðarvarnir! Semsagt, ég hefði verið í óþægilegri stöðu hefði stórfjölskyldan frá Mumbai ekki komið inn í lestina en þökk sé þeim þá hef ég nú fullan skilning á tilveru sardína í dós.

Friday, November 04, 2005

Nyi nagranninn

Það er kominn nýr sambýlingur í húsið sem heitir Graham. Hann er í herberginu á móti mér en Chris (kanadíski) flutti út um síðustu helgi. Ég og Chris vorum orðnir voða miklir vinir, og eiginlega eins og gömul hjón, því að við horfðum saman á Law & Order sem byrjar kl 20 á Hallmark (frábær stöð by the way) og fórum svo bæði að sofa um kl 21. Við hlógum líka mikið saman en hann er mikill húmoristi og alltaf að gera grín að Bretunum, hvernig þeir tala og hvað þeir eru "posh". Ég sakna Chris!
Þessi nýi sem flutti inn, Graham, er hins vegar það allra leiðinlegasta eintak sem ég hef hitt í langan tíma.
Guð minn almáttugur, þegar hann byrjar að tala um helvítis Afríkuferðina sína, sem nota bene ég veit ALLT um en maðurinn talar ekki um annað. Hann lætur eins og við hin höfum aldrei komið út fyrir landsteinana, þar sem við höfum ekki búið í Afríku. Í raun erum við bara Bjartur í Sumarhúsum en hann er hinn veraldarvani landkönnuður. Svo hefur hann tekið þátt í nokkrum maraþon hlaupum, og það sem hann getur montað sig af því. " Ég tók sko þátt í einu þar sem maðurinn á undan mér dó" "Nú" sagði ég, "var þetta eitthvað erfiðara maraþon en einhver önnur?" Þá varð hann hálf vandræðalegur og sagði að gæinn hefði sko verið með "history of heart disease". Semsagt hann hefði getað dáið hvar og hvenær sem var og þetta maraþon var ekki upp á líf og dauða og hann mátti bara þakka fyrir að halda lífi eins og hann vildi láta líta út.
En það besta var þegar ég spurði hann hvort hann væri frá Newcastle en hann sagðist hafa verið í skóla þar. Þá svarar félaginn með hneykslunartón: "From Newcastle? With this accent??? You have obviously never been to Newcastle". En hann er sko frá Surrey og er auðvitað með sinn yfirstéttar enska hreim. En ég sagði nú bara "People can have different accents in the same city, for example Edinburgh, some people have really thick accent and some people don't." Félaginn var samt ekki sáttur og fannst ég greinilega ekki búa yfir ásættanlegri vitneskju um hljóðunga og hreima í enskri tungu.

Svo er útlitið á honum líka pirrandi: langur, mjór, gleraugnaglámur, með hamstraandlit og kanínutennur. Ég ætti kannski að reyna að troða honum í tóma búrið.

Nú er ég eiginlega komin á það stig að ég reyni að tala sem minnst við hann, það er best, því minna fer hann í taugarnar á mér.

Myndir komnar a vefinn.

Það eru komnar nokkrarmyndirinn á síðuna.

Wednesday, November 02, 2005

Harkan sjö

Nei nei nei....ég held að ég sé að verða lasin, ég er með auman háls og þungan haus.

Ég hef sko engan tíma til að standa í svoleiðis vitleysu núna, það eru þrjú stór verkefnaskil framundan.
Er að vona að ég hafi náð að svitna þessu út í ræktinni í morgun.
Annars er það eina sem blífar að sturta í sig norskum brjóstdropum, bryðja eina panodíl og fara snemma í háttinn í kvöld.

Ég ætla ekki og skal ekki verða lasin.
Naglar verða ekki lasnir!

Tuesday, November 01, 2005

Geðveiki garðyrkjumaðurinn

Ég er eins snarvangefinn garðyrkjumaður í sambandi við skrokkinn á mér. Hann ræktar garðinn sinn af mikilli natni, vökvar rósirnar og runnana, gefur þeim rétta næringu. En svo trampar hann allar rósirnar og runnana niður og þarf að byrja upp á nýtt að rækta.

Ég er búin að vera manísk í ræktinni undanfarnar vikur í brjáluðu átaki, tvisvar á dag, fitubrennsla, lyftingar, stöðvaþjálfun, box....you name it.
Mataræðið er búið að vera 100%, passaði að borða nóg og sleppti meira að segja nammideginum.
Og viti menn, kellingin fór í fitumælingu og vigtun á fimmtudaginn og ég var búin að missa tæp 4 kg og 3,1% af mör.
Frekar sátt við sjálfa mig, enda var kominn tími til eftir fitubollusumarið mikla að lýsið færi nú að leka.

En Adam var ekki lengi í Paradís því ég fékk átuna um helgina, gegndarlaust át frá morgni til kvölds, og hvert einasta gramm er örugglega búið að koma sér þægilega fyrir á rassgatinu á mér og ég þarf að byrja upp á nýtt í átakinu.
Öll fötin sem voru orðin vel víð á mér þarf núna að smyrja með ólífuolíu til að komast upp hnausþykk lærin og ég þjáist af súrefnisskorti að halda björgunarhringnum inni þegar ég er búin að renna upp buxnaklaufinni.

Mánudagsbömmer.....anyone????