Website Counter
Hit Counters

Friday, November 04, 2005

Nyi nagranninn

Það er kominn nýr sambýlingur í húsið sem heitir Graham. Hann er í herberginu á móti mér en Chris (kanadíski) flutti út um síðustu helgi. Ég og Chris vorum orðnir voða miklir vinir, og eiginlega eins og gömul hjón, því að við horfðum saman á Law & Order sem byrjar kl 20 á Hallmark (frábær stöð by the way) og fórum svo bæði að sofa um kl 21. Við hlógum líka mikið saman en hann er mikill húmoristi og alltaf að gera grín að Bretunum, hvernig þeir tala og hvað þeir eru "posh". Ég sakna Chris!
Þessi nýi sem flutti inn, Graham, er hins vegar það allra leiðinlegasta eintak sem ég hef hitt í langan tíma.
Guð minn almáttugur, þegar hann byrjar að tala um helvítis Afríkuferðina sína, sem nota bene ég veit ALLT um en maðurinn talar ekki um annað. Hann lætur eins og við hin höfum aldrei komið út fyrir landsteinana, þar sem við höfum ekki búið í Afríku. Í raun erum við bara Bjartur í Sumarhúsum en hann er hinn veraldarvani landkönnuður. Svo hefur hann tekið þátt í nokkrum maraþon hlaupum, og það sem hann getur montað sig af því. " Ég tók sko þátt í einu þar sem maðurinn á undan mér dó" "Nú" sagði ég, "var þetta eitthvað erfiðara maraþon en einhver önnur?" Þá varð hann hálf vandræðalegur og sagði að gæinn hefði sko verið með "history of heart disease". Semsagt hann hefði getað dáið hvar og hvenær sem var og þetta maraþon var ekki upp á líf og dauða og hann mátti bara þakka fyrir að halda lífi eins og hann vildi láta líta út.
En það besta var þegar ég spurði hann hvort hann væri frá Newcastle en hann sagðist hafa verið í skóla þar. Þá svarar félaginn með hneykslunartón: "From Newcastle? With this accent??? You have obviously never been to Newcastle". En hann er sko frá Surrey og er auðvitað með sinn yfirstéttar enska hreim. En ég sagði nú bara "People can have different accents in the same city, for example Edinburgh, some people have really thick accent and some people don't." Félaginn var samt ekki sáttur og fannst ég greinilega ekki búa yfir ásættanlegri vitneskju um hljóðunga og hreima í enskri tungu.

Svo er útlitið á honum líka pirrandi: langur, mjór, gleraugnaglámur, með hamstraandlit og kanínutennur. Ég ætti kannski að reyna að troða honum í tóma búrið.

Nú er ég eiginlega komin á það stig að ég reyni að tala sem minnst við hann, það er best, því minna fer hann í taugarnar á mér.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

lol
sagði ég ekki að búrið myndi koma að góðum notum.... ;)

12:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

Iss...Ragnhildur, þekkirðu ekki yfirstéttarhreim þegar þú heyrir hann??? Þú hefur sko greinilega ekki komið til Newcastle...*HNEYKSL*

Kveðja,
Ingunn

12:52 PM  
Blogger lou said...

en gaman að fá link hjá þér :)

hei, þú verður að fræða mig svo aðeins um Edinborg því ég stefni sko á að fara þangað sem fyrst!

kv Lovísa í Leeds

11:29 PM  

Post a Comment

<< Home