Website Counter
Hit Counters

Friday, November 11, 2005

Þvilik uppfinning

Þvílík snilld eru eyrnatappar.
Ég er ekki að jafna mig á þessari merku uppgötvun minni að það sé í raun hægt að útiloka hljóð frá skynjun.
Þar sem veggirnir í húsinu eru jafn þunnir og í japanskri testofu, og ég sef frekar laust, þá á ég til að vakna við minnsta umgang og ekki bætir úr skák að herbergið mitt er við hliðina á baðherberginu og þar er ofn í gangi allan helv%&%$ sólarhringinn og frá honum kemur stöðugt suð. Á daginn verð ég ekki vör við suðið þegar önnur umhverfishljóð eins og bíla umferð kæfa það en ef ég vakna á nóttunni þá kemur fyrir að ég ligg andvaka og suðið gerir mig brjálaða.

Eina nóttina reyndi ég að slökkva á ofninum en uppgötvaði að það þurfti að skrúfa með töng til þess. Svo ég fór næsta dag og keypti töng en þó ég sé Nagli þá hafði ég ekki krafta í að snúa skrúfunni. Svo ég bað landlordinn að laga þetta en það er víst ekki hægt að slökkva á ofninum. Hann útskýrði fyrir mér af hverju en ég er svo einföld þegar kemur að pípulögnum að ég skildi hann ekki.

Þar sem svefninn minn er AFAR mikilvægur var eina ráðið að kaupa eyrnatappa og ég er að segja ykkur, ég sef eins og ungabarn og rumska ekki þó pakkið í húsinu trampi upp og niður stigana eða skelli hurðum.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home