Website Counter
Hit Counters

Saturday, November 12, 2005

Sjonvarpssyki

Ég er alvarlega að velta fyrir mér að kæra nágranna mína fyrir Barnaverndarnefnd.
Það er alveg sama á hvaða tíma sólarhringsins ég labba fram hjá, barnið þeirra er ALLTAF og þá meina ég ALLTAF að horfa á sjónvarpið en stofuglugginn þeirra snýr út að götunni.
Þegar ég hjóla fram hjá morgnana á leiðinni á morgunæfingu er krakkinn mættur fyrir framan skjáinn. Klukkan 06.00!!!
Þegar ég labba fram hjá kl. 16 á leiðinni á seinnipartsæfingu situr hann ennþá límdur við sófann.
Ég geri samt ráð fyrir að í militíðinni kíki hann við í skólann, það hlýtur bara að vera.
Þegar ég labba fram hjá á kvöldin á leið minni niður í bæ þá er krakkakvikindið ennþá glápandi.
Einu sinni um kvöldmatarleytið sá ég meira að segja breakfast in bed bakka í sófanum sem þýðir að hann slítur sig ekki einu sinni frá kassanum til að snæða með fjölskyldunni.

Hvers konar foreldrar eru þetta eiginlega??? Við erum að tala um vanrækslu dauðans.
Ég sá reyndar barnavagn inni í stofunni núna fyrir stuttu og þá fór mín að reikna. Auðvitað eru þau komin með nýjan króga og þá situr þessi bara á hakanum á meðan. "Látum hann bara glápa á tívíið, þá þegir hann og við getum dúllað við nýja barniðí friði"

Nú er bara að finna númerið hjá Guildford Social Services og láta hirða af þeim drenginn.

Eða þá að ég sé bara ekkert að skipta mér af annara manna uppeldisaðferðum.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home