Website Counter
Hit Counters

Sunday, November 06, 2005

Sunday bloody Sunday

Ég var í London um helgina en systir mín bað mig um að passa litla frænda minn, hann Joshua Þór. Þar sem ég hef ekki passað börn síðan ég var 12 ára þá tók ég skýrt fram að ég myndi ekki svæfa, skipta á bleyjum baða né mata hann. Það var nú lítið mál af þeirra hálfu enda voru þau að fara í afmæli sem byrjaði eftir að hann væri sofnaður svo þau sáu um allt þetta erfiða. Ég þurfti bara að vera á staðnum ef hann skyldi vakna. Svo ég glápti bara á imbann í gærkvöldi og blótaði öllu skítapakkinu sem var að sprengja flugelda í nágrenninu (það var bonfire night í gær) í sand og ösku. Í hvert skipti sem raketta sprakk hugsaði ég að nú myndi hann vakna og ég þurfa að standa í svæfingaveseni með skíthræddan krakka. En hann svaf eins og engill þessi elska.

Áður en ég fór til Ingibjargar og Chiaka ætlaði ég að kíkja aðeins við á Oxford Street því ég sá svo flott hálsmen þar um daginn. Það var að sjálfsögðu ekki til, alltaf svoleiðis. En ég endaði hins vegar með að kaupa mér rauða spöng í hárið og jólakjól en slík flík var ekkert á dagskránni en svona er að vera kvenmaður, það er engin lógík hjá okkur þegar kemur að fatakaupum.

En það gekk ekki vel að komast frá Oxford Street, í fyrsta lagi var eins og hver einasti Lundúnabúi hafi ákveðið að skella sér niður í bæ, slík var mannmergðin á götunum. Reyndar var þetta kl. 18 á laugardegi svo það skýrir nú ýmislegt. Svo var það helvítis underground-ið. Brautarpallurinn var sneisafullur af fólki og svo kom lestin og hún var gjörsamlega pökkuð. Ég hugsaði með mér hvort ég ætti ekki bara að hinkra eftir næstu en ákvað að smeygja mér inn á síðustu stundu í síðasta lausa plássið alveg við hurðina, sem þýddi reyndar að ég yrði í kremju. En hvað haldið þið, á eftir mér troðist ekki bara indversk kelling í fullum sari skrúða með tilheyrandi glingri og svo þétt yfirvaraskegg að Tom Selleck hefði skammast sín, með 5 börn. Hefur fólk aldrei heyrt um getnaðarvarnir! Semsagt, ég hefði verið í óþægilegri stöðu hefði stórfjölskyldan frá Mumbai ekki komið inn í lestina en þökk sé þeim þá hef ég nú fullan skilning á tilveru sardína í dós.

1 Comments:

Blogger lou said...

bwahahahahhaa

oj hata pakkaðar lestir - maður er oní öllum og með einhverja miður geðslega of þétt upp við mann.. urg.. og svo er svo ógeðslega HEITT!
að öðru leyti er tube-ið svo fínt!

6:07 PM  

Post a Comment

<< Home