Website Counter
Hit Counters

Wednesday, November 09, 2005

Leikhusferd

Það er geðveiki að gera í skólanum. Ég sit sveitt við ritgerðaskrif þessa dagana en gaf mér nú samt tíma í að lyfta mér aðeins á kreik á mánudagskvöldið fyrir frænkukvöld en ég fór út að borða og í leikhús í London með Ingibjörgu sys, Helgu móðursys og Brynhildi frænku frá USA sem er í heimsókn í nokkra daga.
Við sáum Few Good Men með Rob Lowe (úr West Wing) í aðalhlutverki en hann leikstýrir því víst líka.
Helga frænka, þessi elska, bauð aumingja fátæka námsmanninum í leikhús.
Fyrst var farið á franskan veitingastað en þar sem við vorum orðnar frekar seinar var salat af forréttaseðlinum fyrir valinu hjá okkur öllum (ég var mjög fegin því fjárhagurinn minn passaði ekki alveg við verðin á matseðlinum). En þegar maturinn kom hélt ég að við værum að fá smakk á undan en nei, nei þetta var minnsta salat sem ég hef séð, bara sýnishorn af mat.
Ansi hátt kílóverðið á þessum stað! Á disknum var eitt vesælt salatblað og klessa af kjúklingi og mangó stappað saman ofan á sem var ekki upp í nös á ketti hvað þá mallann á Röggu Nagla. Svo við pöntuðum annan forrétt sem var túnfisksteik og þá varð ég nokkuð sátt. Maturinn var reyndar mjög góður en fyrr má nú skera skammtana við nögl.

Leikritið var mjög skemmtilegt en Rob Lowe var ekkert að fara á kostum fannst okkur, var bara svona la la í sínu hlutverki en hann lék lögfræðinginn sem Tom Cruise lék í myndinni. Það kom mér samt á óvart hvað hann er allur lítill og ræfilslegur, ég vissi að hann væri tittur eins og Tommi en það er allt annað að sjá menn svona up close and personal en í imbanum. Við sátum á þriðja bekk svo ég gat skoðað hann gaumgæfilega og það er eins og hann hafi lamast öðru megin í andlitinu en hann er vel skakkmynntur greyið.

Þetta var semsagt mjög skemmtilegt kvöld og alveg nauðsynlegt að komast með nefið upp úr bókalestri og ritgerðarskrifum.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Íslendingar eiga aldrei að fara á franska veitingarstaði, þeir verða alltaf fyrir vonbrigðum með skammtinn hehehe... Þetta er einhver lenska hjá Frakkanum að hafa litla en litríka og fallega uppsetta skammta ;)
Sá einhvern tíman Ophru þátt þar sem frönsk kella var að tala um matarmenningu Frakka og afhverju þeir næðu að halda sér grönnum. Litlir, fallegir skammtar og vera að nostra og narta í þá tímunum saman...*PIFF* hvað heldurðu að maður nenni því...

10:50 PM  
Blogger Naglinn said...

Nákvæmlega...ég vil fá stóra skammta og mikið að borða.... ekki eitthvað helvítis smakk.... græðgi dauðans!
Ég gúffaði þessu nú í mig á nokkrum sekúndum... ekkert helvítis nart og nostur á mínum bæ.

9:52 AM  
Anonymous Anonymous said...

Independent [url=http://www.COOLINVOICES.COM]invocing solution[/url] software, inventory software and billing software to create professional invoices in before you can say 'jack robinson' while tracking your customers.

11:50 AM  

Post a Comment

<< Home