Website Counter
Hit Counters

Friday, March 10, 2006

Föstudagur again!!

Já ég skal segja ykkur það.
Bara enn ein vikan liðin og kominn föstudagur aftur.
Það er víst ekki ofsögum sagt að tíminn líði hratt þegar maður hefur mikið að gera. Þessi vika flaug nú bara hjá á ljóshraða. En ég var mjög dugleg og búin að koma einni ritgerð á koppinn. Svo það er allavega einu áhyggjuefninu færra.
Þá er bara að hefjast handa við öll hin verkefnin sem eru eftir og undirbúa próf í SPSS sem er ekki mín sterkasta hlið. Það er tölfræðiforrit sem sálfræðingar nota við úrvinnslu gagna í rannsóknum. Ég og tölur höfum aldrei átt samleið í lífinu og það er ekkert að breytast núna. Svo Naglinn þarf að láta hendur standa fram úr ermum næstu daga og reyna að öðlast einhverja smá skilningsglætu til þess að þrauka þetta próf. Það er enginn metnaður hjá mér um háa einkunn í þessu prófi, bara að ná því verður fagnaðarefni eitt og sér.

Svo er minn heittelskaði að mæta á svæðið í dag og mikil tilhlökkun í loftinu af þeim sökum.
Við ætlum til London á morgun og hitta fjölskylduna en bæði ma og pa eru í London.
Það er mikið að gerast í lífi Naglans um þessar mundir en það hleypir óneitanlega spennu í mitt fábrotna líf.

Ég óska öllum góðrar helgar!!

1 Comments:

Blogger Skottan said...

Heppin þú, það er alltaf mánudagur hjá mér;-(

7:21 PM  

Post a Comment

<< Home