Bullandi hamingja
Helgin var tær snilld.
Edinborgin var að sjálfsögðu söm við sig, alltaf jafn yndisleg. Reyndar byrjaði að snjóa á fimmtudaginn og kyngdi bara niður í nokkra klukkutíma sem er óvanalegt í Edinborg. Ég man til dæmis ekki eftir einum degi í fyrra sem snjóaði.
Á föstudagskvöldið skelltu Naglinn og viðhengi sér svo á Ceilidh (skoskt dansiball). Ég fór í klippingu hjá Þóri sem er íslenskur strákur sem vinnur á hárgreiðslustofu í Edinborg og hann greiddi mér voða fínt eins og sést. Svo skellti ég mér í partý gallann og við skötuhjúin lyftum okkur aldeilis á kreik. Reyndar var ekkert gaman á ballinu svo við fórum bara á bar rétt hjá þar sem við hittum fyrir tilviljun fyrrverandi Herra Ísland og núverandi Herra Ásdís Rán. Við enduðum með honum á spænskum bar þar sem ég rifjaði upp gamla Salamanca takta á dansgólfinu.
Það var alveg nauðsynlegt að komast aðeins út og sletta úr klaufunum enda langt síðan síðast og langt í næsta húllumhæ enda geðveiki dauðans að bresta á í skólanum.
Ég er alveg að fá nett kvíðakast yfir öllu sem ég á eftir að gera, verkefnaskil, MsC verkefnið, ritgerðir, próf...just name it.
Samt er ég í skýjunum núna enda vel fullnægð eftir frábæra helgi og í ofanálag fékk ég rosalega fína einkunn í prófinu sem ég tók um daginn.
Bullandi hamingja hjá Naglanum í dag!!!
12 Comments:
Úff, ma,ma,ma á bara ekki til orð yfir þig pæja. Guildfords next top Model(til að byrja með;) djö er míns alltaf flott.
Nú fer maður að drífa sig í helv. ræktina;)
Það er naumast að maður er skjallaður...ég bara roðna.
Ég þakka falleg orð Svana mín.
Ekki spurning að drífa þig í ræktina kona góð, það er allra meina bót og svo ógeðslega góð tilfinning eftir á.
Best í heimi!!
Er sammála svönu ekkert smá fín mynd af minni og flott hárið :)
Gangi þér vel með verkefnin, prófin og nottla ritgerðina :)
Kv,
Elsa
Oh gleymdi að segja að ég er alveg að fíla Kt Tunstall þessa dagana! Náði mér í diskinn fyrir langa löngu eftir að þú minntist á hana en er bara nýbúin að setja diskinn á...mæli sko alveg með henni.
kv,
Elsa
Oh gleymdi að segja að ég er alveg að fíla Kt Tunstall þessa dagana! Náði mér í diskinn fyrir langa löngu eftir að þú minntist á hana en er bara nýbúin að setja diskinn á...mæli sko alveg með henni.
kv,
Elsa
Hún er algjör snillingur og þvílíkur töffari!!! Enda er hún skosk!!
DJÖV. MEGAPÆJA ertu kona!!! Ekkert smá flott á þessari mynd... sko alveg RÓLEG í að vera MJÓ!! :)
Til hamingju með hamingjuna sætust! ;)
Blessuð vertu ég er ekkert svona mjó lengur. Ég át allt sem að kjafti komst um síðustu helgi og er að springa úr spiki núna.
Já manni hefnist fyrir græðgina!!
vó!!! ég var allan tímann að bíða eftir að lesa í færslunni hver þetta væri á myndinni!!!! ertu að grínast með að vera pæja??? *lovísa hendir sér á hnén og segir I'm not worthy, I'm not worthy*
sýnir bara hvað það er langt síðan maður hefur séð þig stelpa:)
Takk fyrir falleg orð Lovísa mín. Veit nú samt ekki alveg með pæju-titilinn. Vanalega er það bara íþróttagallinn, no make-up og bad hair day. En þá sjaldan maður lyftir sér á kreik þá verður maður nú að reyna að líta sæmilega út til tilbreytingar. Thank god for make-up!!
Hæ hó!
Rambaði á þig frá síðunni hennar Fanneyjar. Hefði sennilega ekki þekkt þig á götu ef ekki hefði verið þessa mynd sem þú smellir hingað inn. Annar líkami þarna á ferð en af lestri bloggsins að dæmi sami kollurinn. Hvað ætli sé orðið langt síðan að við hittumst síðast? 5-6 ár hugsa ég.
Er svo innilega sammála þér með Englendingana í Bretlandi, þeir eiga heldur engan séns eftir búsetu í Skotlandi. Ég bjó sem sagt í Skotlandi fyrir nokkru en er búsett núna í Englandi, nánar tiltekið Cambridge. Vertu margvelkomin í kaffi ef þú átt leið hjá...eða ert strandaglópur á Stansted eða eitthvað.
Knús
Þurý
En gaman að heyra frá þér Þurý mín.
Ég man nú bara ekki hvenær ég sá þig síðast, það eru sko ár og aldir síðan.
Ég frétti alltaf af þér í gegnum Fönnsuna og vissi að mín var búin að fjölga mannkyninu og koma finnskum genum áfram. Varstu ekki líka að gifta þig síðasta sumar, eða er það vitleysa í mér?
Ekki spurning að ég kíki í kaffi næst þegar ég á leið um Cambridge, hvenær sem það verður. Nema bara að maður geri sér ferð til þín einhvern daginn. Það er sko aldeilis nóg að "catch up" hjá okkur.
Post a Comment
<< Home