Website Counter
Hit Counters

Wednesday, October 26, 2005

OOOHH AYE, ME WEE LASS....

Þá er ég loksins búin með ritgerðina sem ég sat sveitt að skrifa alla helgina. Svo sátu ég og Andy (sambýlingur) langt fram yfir minn háttatíma að prófarkarlesa ritgerðina en hann er lögfræðingur og með enska málfræði 100% á hreinu enda alltaf að skrifa stefnur fyrir dómara.
Alltaf líður manni jafn vel þegar maður er búinn að klára eitthvað stressandi verkefni en ég skemmti mér samt ágætlega að skrifa þessa ritgerð því hún var um "psychological benefits of physical exercise".... semsagt uppáhaldsviðfangsefni mitt í heilsusálfræðinni.
Helgin var reyndar sú leiðinlegasta í manna minnum en félagslegar athafnir þessa helgina fólust í að fara í ræktina, þar sem ég tala vanalega ekki við neinn, og að versla í Tesco og ekki stend ég á kjaftasnakki við japönsku kassadömurnar þar. Það var meira að segja svo leiðinlegt hjá mér að ég hlakkaði til allan daginn að fara að versla.... How sad am I ???
Allir í húsinu nema kjallararottan (Paul...sem by the way á rottu) fóru út úr bænum um síðustu helgi svo ég held að ég hafi bara ekki mælt orð frá munni alla helgina. Paul er frekar myglaður og alltaf inni í herberginu sínu að spila Playstation leiki svo hann var nú ekki til stórræðana frekar en fyrri daginn.

En næsta helgi verður allt önnur enda stendur til að bruna til Skotlands á fimmtudag, nánar tiltekið til hinnar yndisfögru Edinborgar að hitta minn heittelskaða. Eg hlakka hrikalega mikið til, enda tvær vikur frá því ég sá kallinn síðast og svo er ég komin með fráhvarfseinkenni frá skoska hreimnum enda heyri ég ekkert annað en yfirstéttar enskan hreim alla daga hér í Guildford.

En eníhú... ég óska öllum góðrar helgar.... þó það sé bara miðvikudagur.

Saturday, October 22, 2005

Don Carleone

Ég er í sjokki!

Ég var í ræktinni núna seinnipartinn og þar sem ég stend að misþyrma bicepnum heyri ég á tal tveggja pilta á mínum aldri, sem eru alltaf þarna á sama tíma og ég, svaka töffarar ( eða svo halda þeir allavega).

" Hey Mike, what ya doin´ tonight man?"
" I´m thinking of going over to me mate´s house and watch Godfather."
" Godfather...what the hell is that?"
"Oh, it´s an old film, you probably wouldn´t have seen it. It has got Al Pacino in it but he´s really young. There are like three or four of them Godfather films"
" So is it any good?"
" Yeah man, but really long, each is about 3 hours."
" Shit man, I can´t be arsed to watch a film that long, I´ll give it a miss"

Ég missti allan mátt!
Maðurinn hafði aldrei heyrt um Godfather myndirnar!!!! Ég var alltaf bíða eftir að hann segði að hann væri að djóka, auðvitað þekkti hann eitt mesta meistaraverk kvikmyndasögunnar. Það sem kom mér mest á óvart samt var að slík fáfræði var bara ásættanleg af hálfu vinarins.
Ég bara spyr, er maðurinn daufdumbur, hefur hann búið í helli með hirðingjum í Afríku alla ævi, eða er hann geimfari og nýkominn til jarðar eftir að hafa kannað tungl Satúrnusar?
Hvernig er hægt að lifa í rúmlega tvo áratugi án þess að hafa heyrt um Godfather myndirnar?

Wednesday, October 19, 2005

Mittwoch

Jæja loksins er ég búin að fá fallegu fallegu fartölvuna mína. Þvílík fegurð og glæsileiki en gripurinn er Epli, Kraftabók G4 með 12 tommu skjá og Ofurdrifi.... já öfundið mig eins og þið viljið! Ég er reyndar ekki búin að læra á nema 10% af öllum eiginleikunum sem hún býður uppá, en það kemur með kalda vatninu. En það er enginn smá munur að geta unnið á tölvu heima og komist á netið þegar maður vill. Svo er ég líka með íslenskt lyklaborð svo bloggið mitt skilst nú aðeins betur.

Annars er það að frétta héðan að ég er að gera hópverkefni í skólanum þar sem við erum að rannsaka viðhorf eldri borgara til samkynhneigðra. Við þurfum að taka viðtal við eina manneskju sem er tekið upp á segulband og við sömdum spurningarnar sjálfar. Þar sem ég þekki engan eldri borgara í Guildford (eða í Bretlandi yfir höfuð), þá reddaði ein í hópnum nágranna sínum fyrir mig í viðtal.
Svo ég skellti mér í lest í morgun til næsta bæjar sem heitir Dorking og þar inn á elliheimili til að spyrja 85 ára gamlan fyrrverandi Royal Navy meðlim spjörunum úr (eeeuuggh) um homma og lesbíur. Allt saman frekar súrrealískt. En ótrúlega skemmtilegt samt, því kallinn var hinn hressasti og hafði mjög ákveðnar skoðanir á samkynhneigðum, þetta var allt saman rangt og "disgusting" eins og hann orðaði það pent. Hann vildi líka koma því á framfæri að það væri mýta að í sjóhernum hefði allt verið vaðandi í rassaríðingum. Þetta hefði allt verið mjög "civilized" og engir hommar í hans bekk takk fyrir takk.
Þar hafið þið það!
Annars er ég bara á fullu að gera hin og þessi verkefni fyrir hin ýmsu fög og þar sem maður er non stop frá morgni til kvölds þá bókstaflega fljúga dagarnir frá manni.

Tuesday, October 18, 2005

Tirsdag

Helgin var bara snilld og leid alltof hratt audvitad. Partyid tokst rosalega vel og veitingarnar slogu i gegn. Allir gestirnir voru svaka anaegdir og thokkudu okkur kaerlega fyrir "the delicious food". Eg, Snorri og stellid kiktum svo a pobb rett hja og fengum okkur adeins meira i tana. Eftir ad ma og pa foru heim tha kiktum vid a pobbarolt en i thetta skipti vorum vid samt kultiverud og eg var komin heim um 12 leytid. A einni kranni var fyndnasta samansafn af urhrokum mannlifsins sem eg hef sed. Eg hlo og hlo allan timann. Tharna var Freddie Mercury endurborinn, med 8 gullkedjur um halsinn og hring a hverjum fingri og vinur hans sem var med naelonsokk a hausnum, i gallajakka sem var 3 numerum of stor og thridji felaginn hafdi greinilega ekki sinnt tannhirdu sidustu 50 arin. Svo forum vid a annad oldurhus en thar hittum vid tvo islenska straka, otruleg tilviljun. Their satu a naesta bordi og voru ad tala vid einhverjar enskar skvisur og allt i einu heyrdum vid " In Iceland we don't do this and this..." og eg og Snorri litum bara a hvort annad og byrjudum svo ad stara a tha og reyna ad heyra meira. Svo gat eg ekki setid a mer lengur og for yfir til theirra og spurdi " Do you speak Icelandic?" "I speak Icelandic too".
Sunnudagurinn for svo i rolt og raf um straeti Lunduna og vid fengum okkur pizzu i thynnkunni og eg held ad eg geti med godri samvisku lyst yfir ad thetta var ljuffengasta flatbaka sem eg hef innbyrt. Hun var med parmaskinku, rucola salati og parmesan osti...eg fae enntha vatn i munninn vid tilhugsunina.
En nu er komin ny vika, brjalad ad gera i skolanum i verkefnaskilum.
O ja alvara lifsins tekur alltaf aftur vid.

Friday, October 14, 2005

I say: god damn, god damn, god damn!

Thad stefnir i snilldarhelgi hja Naglanum. Eftir rolegheitin um sidustu helgi er kominn timi til ad lyfta ser a kreik.
Thad verdur innflutningsparty hja Ingibjorgu og Chiaka a laugardagskvoldid og allir sem vettlingi geta valdid aetla ad maeta. Mutta kom til London a thridjudag eftir manadardvol a siglingu i Midjardarhafinu (jealous...moi?). Hun kom i heimsokn til min til Guildford i gaer og eg syndi henni skolann, herbergid mitt og audvitad kiktum vid a verslunargotuna i nokkrar budir. Svo kemur pabbi fra Brussel i dag og Snorri fra Edinborg i kvold og Helga, Jon, Kristjan og nyja kaerastan eru audvitad i London. Svo thad verdur bara godur slatti ur familiunni samankomin i partyinu.
Vid systur aetlum ad sja um veitingarnar enda badar thekktar fyrir einskaera haefilaeka i eldhusinu (eda ekki!). Nu er bara ad bida og sja hvort gestirnir fari heim med salmonellu, fuglaflensu eda adrar farsottir, eda ad kokurnar brenni, ostarnir surni og graenmetid mygli. Midad vid aldur og fyrri storf ma buast vid einhverjum harmleik i matargerdinni. En adalmalid er ad vinid verdi i lagi enda oliklegt ad vid naum ad kludra thvi.
Svo eg segi bara skal i bodinu!

Monday, October 10, 2005

Tolvunordinn strikes again

Nokkrir hafa kvartad undan ad geta ekki kommentad a postana nema med lykilordi en Rainy the computer wizard er buin ad kippa thvi i lag (vona eg allavega).
Eniveis tha er litid ad fretta fra Sudur Englandi. Helgin var roleg, bara laerdomur og brjalaedi i raektinni. Reyndar kikti eg til London a sunnudag, thvi eg atti enntha dot hja Ingibjorgu. Otrulegt hvad mikid drasl getur fylgt einni manneskju!
Eg er nokkurn veginn buin ad koma mer fyrir i herberginu, en vantar samt enntha spegil og jafnvel skrifbord. Thad er nefnilega frekar othaegilegt ad sitja uppi i rumi og lesa og glosa. Thar sem thad tekur 20 min ad labba i skolann tha nenni eg thvi ekki alltaf, enda eru sambylingarnir litid heima yfir daginn svo eg hef husid ut af fyrir mig sem mer finnst bara brilljant. Thannig ad eg er buin ad liggja yfir sma auglysingunum til ad finna odyrt skrifbord en thad virdist ekki vera a bodstolum a Guildford svaedinu thessa stundina. Eg hefdi hins vegar getad keypt Barbie linuskauta fyrir litinn pening og fyrir afganginn fjarfest i litid notudu hamstraburi an hamsturs (thad var serstaklega tekid fram ad hamstur fylgdi ekki med!). Eg hef litid ad gera vid burid hvort sem thad er tomt eda med hamsturskvikindi haldandi fyrir mer voku allar naetur med tilgangslausum hlaupum.
Thannig ad thangad til eg finn gott tilbod a skrifbordi notast eg vid eldhusbordid eda saetti mig vid halsrig og othaegindi i ruminu thegar lidid i husinu tharf ad naera sig.
Godar stundir!

Friday, October 07, 2005

Fredag

Jaherna her hvad timinn lidur hratt a gervihnattaold. Bara strax kominn fostudagur og vikan buin og helgin framundan og hvadeina.
Eg er buin ad vera mjog dugleg alla vikuna, buin ad lesa og glosa i langflestum fogum svo eg er a nokkud godu roli. Svo er eg buin ad thrifa eldhusid og badherbergid i husinu, en hvoru tveggja var vidbjodur vaegast sagt. Nu er bara ad sja hvort sambylingarnir fylgi minu frumkvaedi og taki upp tusku svona endrum og eins. Annars er thetta allt hid yndislegasta folk og ekkert haegt ad setja ut a einn eda neinn. Eg vard nu reyndar nett pirrud a thridjudagsnottina thegar Andy (logfraedingur) kom heim blindfullur og for i sturtu um midja nott en badherbergid er by the way vid hlidina a minu herbergi svo ad sjalfsogdu vaknadi eg vid adfarirnar.
Svo er eg buin ad finna thessa finu likamsraektarstod bara rett hja thar sem eg by, tekur ekki nema 7-8 min ad skokka eda hjola. Their bjoda upp a studenta membership sem er ekki nema £20 a manudi svo thad er bara hraebillegt. Reyndar var thad ekki heiglum hent ad komast thar inn til ad byrja med. Eg maetti a stadinn fersk a thridjudag og aetladi ad sjalfsogdu ad fa ad profa herlegheitin fyrst adur en eg keypti kort en felaginn i afgreidslunni helt nu ekki. O nei vina min, thu tharft ad fara i kynningartima med thjalfara fyrst sem maelir thig i bak og fyrir, byr til programm og fer med ther i gegnum salinn og synir ther taekin. Eg benti vininum vinsamlega a ad thar sem eg hefdi um 6 ara reynslu af likamsraektarstodvum og med einkathjalfaraprof tha vaeri slik yfirhalning algjor otharfi. Felaginn horfdi tha a mig med fyrirlitningu og sagdi ad honum vaeri sama tho eg hefdi rekid likamsraektarstod, svona vaeru reglurnar. Svo vessgu, eg for og hitti stulku sem maeldi blodthrysting, haed, alltof mikla thyngd og spikmagnid i skrokknum og syndi mer taekjakost stodvarinnar. En thetta var nu alveg thess virdi, thvi stodin er mjog fin, taekin god og allt til alls, ekki bara kettlingataeki heldur alvoru graejur fyrir Nagla eins og mig.
Eniveis, thad stefnir i rolegheitahelgi, laerdom, aefingar og ef vel liggur a mer skelli eg mer til Londres ad tekka a litla brjalaedingnum honum Joshua Thor fraenda minum.
Gledilegan fostudag!

Tuesday, October 04, 2005

Afmaelisbrjalaedi

Jaeja, tha er erfidasti manudagur i minu lifi ad baki. Threyta, thynnka, soknudur og fleira gerdi thad ad verkum ad eg hef ekki upplifad omurlegri dag. Ekki baetti ur skak ad thurfa ad ferdast med saeng, kodda og risastora ithrottatosku a rush hour i lestunum i London, ogedslega heitt og eg var lodursveitt og engan veginn ad rada vid allan thennan farangur.
En helgin var hins vegar snilldin ein. Afmaelisdagurinn for ad mestu i flutninga a dotinu minu nidur til Guildford fra London. Reyndar byrjadi dagurinn med gjafaaustri thvi eg og Joshua fengum baedi pakka sem atti ad opna med tilheyrandi vidhofn en Ingibjorg, Chiaka, Joshua, Snorri og amma splaestu saman i silfurlitadan Kitchen Aid blandara handa mer i afmaelisgjof. Eg var gjorsamlega ordlaus og ad sjalfsogdu himinlifandi en thau hefdu ekki getad gefid mer betri gjof.
Svo um kvoldid forum vid ut ad borda a griskan veitingastad i Primrose Hill sem var alveg geggjad, maturinn var sjuklega godur en vid pontudum thad sem kallast Meze og eru margir litlir rettir og allir gomsaetir.
Eftir matinn foru eg, pabbi og Snorri ad hitta vini hans Snorra sem bua i London og voru med honum i skolanum i Edinborg. Pabbi for nu fljotlega heim en vid Snorri endudum med ad djamma til kl. 5 i einhverju partyi i Islington.
Sunnudagurinn for ad mestu leyti i ad tjasla ser saman en vid vorum frekar tussuleg baedi tvo.
Semsagt brilljant helgi i alla stadi og leidinlegt ad hun se buin.... Groundhog weekend vaeri alveg i lagi nuna.
En nu tekur alvara lifsins vid og ekki seinna vaenna ad fara ad lita i eina skolabok eda svo.....