Website Counter
Hit Counters

Wednesday, October 26, 2005

OOOHH AYE, ME WEE LASS....

Þá er ég loksins búin með ritgerðina sem ég sat sveitt að skrifa alla helgina. Svo sátu ég og Andy (sambýlingur) langt fram yfir minn háttatíma að prófarkarlesa ritgerðina en hann er lögfræðingur og með enska málfræði 100% á hreinu enda alltaf að skrifa stefnur fyrir dómara.
Alltaf líður manni jafn vel þegar maður er búinn að klára eitthvað stressandi verkefni en ég skemmti mér samt ágætlega að skrifa þessa ritgerð því hún var um "psychological benefits of physical exercise".... semsagt uppáhaldsviðfangsefni mitt í heilsusálfræðinni.
Helgin var reyndar sú leiðinlegasta í manna minnum en félagslegar athafnir þessa helgina fólust í að fara í ræktina, þar sem ég tala vanalega ekki við neinn, og að versla í Tesco og ekki stend ég á kjaftasnakki við japönsku kassadömurnar þar. Það var meira að segja svo leiðinlegt hjá mér að ég hlakkaði til allan daginn að fara að versla.... How sad am I ???
Allir í húsinu nema kjallararottan (Paul...sem by the way á rottu) fóru út úr bænum um síðustu helgi svo ég held að ég hafi bara ekki mælt orð frá munni alla helgina. Paul er frekar myglaður og alltaf inni í herberginu sínu að spila Playstation leiki svo hann var nú ekki til stórræðana frekar en fyrri daginn.

En næsta helgi verður allt önnur enda stendur til að bruna til Skotlands á fimmtudag, nánar tiltekið til hinnar yndisfögru Edinborgar að hitta minn heittelskaða. Eg hlakka hrikalega mikið til, enda tvær vikur frá því ég sá kallinn síðast og svo er ég komin með fráhvarfseinkenni frá skoska hreimnum enda heyri ég ekkert annað en yfirstéttar enskan hreim alla daga hér í Guildford.

En eníhú... ég óska öllum góðrar helgar.... þó það sé bara miðvikudagur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home