Don Carleone
Ég er í sjokki!
Ég var í ræktinni núna seinnipartinn og þar sem ég stend að misþyrma bicepnum heyri ég á tal tveggja pilta á mínum aldri, sem eru alltaf þarna á sama tíma og ég, svaka töffarar ( eða svo halda þeir allavega).
" Hey Mike, what ya doin´ tonight man?"
" I´m thinking of going over to me mate´s house and watch Godfather."
" Godfather...what the hell is that?"
"Oh, it´s an old film, you probably wouldn´t have seen it. It has got Al Pacino in it but he´s really young. There are like three or four of them Godfather films"
" So is it any good?"
" Yeah man, but really long, each is about 3 hours."
" Shit man, I can´t be arsed to watch a film that long, I´ll give it a miss"
Ég missti allan mátt!
Maðurinn hafði aldrei heyrt um Godfather myndirnar!!!! Ég var alltaf bíða eftir að hann segði að hann væri að djóka, auðvitað þekkti hann eitt mesta meistaraverk kvikmyndasögunnar. Það sem kom mér mest á óvart samt var að slík fáfræði var bara ásættanleg af hálfu vinarins.
Ég bara spyr, er maðurinn daufdumbur, hefur hann búið í helli með hirðingjum í Afríku alla ævi, eða er hann geimfari og nýkominn til jarðar eftir að hafa kannað tungl Satúrnusar?
Hvernig er hægt að lifa í rúmlega tvo áratugi án þess að hafa heyrt um Godfather myndirnar?
1 Comments:
Ég held þú hafir fundið "Týnda Hlekkinn", eða jafnvel hinn eina og sanna "MoleMan". Annars er hirðingja-tilgátan þín örugglega ekki fjarri lagi :)
Kveðja,
Ingunn
Post a Comment
<< Home