Mittwoch
Jæja loksins er ég búin að fá fallegu fallegu fartölvuna mína. Þvílík fegurð og glæsileiki en gripurinn er Epli, Kraftabók G4 með 12 tommu skjá og Ofurdrifi.... já öfundið mig eins og þið viljið! Ég er reyndar ekki búin að læra á nema 10% af öllum eiginleikunum sem hún býður uppá, en það kemur með kalda vatninu. En það er enginn smá munur að geta unnið á tölvu heima og komist á netið þegar maður vill. Svo er ég líka með íslenskt lyklaborð svo bloggið mitt skilst nú aðeins betur.
Annars er það að frétta héðan að ég er að gera hópverkefni í skólanum þar sem við erum að rannsaka viðhorf eldri borgara til samkynhneigðra. Við þurfum að taka viðtal við eina manneskju sem er tekið upp á segulband og við sömdum spurningarnar sjálfar. Þar sem ég þekki engan eldri borgara í Guildford (eða í Bretlandi yfir höfuð), þá reddaði ein í hópnum nágranna sínum fyrir mig í viðtal.
Svo ég skellti mér í lest í morgun til næsta bæjar sem heitir Dorking og þar inn á elliheimili til að spyrja 85 ára gamlan fyrrverandi Royal Navy meðlim spjörunum úr (eeeuuggh) um homma og lesbíur. Allt saman frekar súrrealískt. En ótrúlega skemmtilegt samt, því kallinn var hinn hressasti og hafði mjög ákveðnar skoðanir á samkynhneigðum, þetta var allt saman rangt og "disgusting" eins og hann orðaði það pent. Hann vildi líka koma því á framfæri að það væri mýta að í sjóhernum hefði allt verið vaðandi í rassaríðingum. Þetta hefði allt verið mjög "civilized" og engir hommar í hans bekk takk fyrir takk.
Þar hafið þið það!
Annars er ég bara á fullu að gera hin og þessi verkefni fyrir hin ýmsu fög og þar sem maður er non stop frá morgni til kvölds þá bókstaflega fljúga dagarnir frá manni.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home