Ragga Rúdolf
Díses kræst!!
Hvað er málið!!
Hvað haldið þið að hafi gerst í vinnunni í dag?? Ég var spurð af konu sem vinnur hér á deildinni hvort ég væri ólétt.
Þetta er í annað skipti sem ég er spurð þessarar ömurlegu spurningar, og hún er farin að hafa alvarleg áhrif á komplexa mína af vaxtarlaginu.
Þegar ég neitaði og spurði hvort henni fyndist ég hafa fitnað, þá varð kellingarófétið hin vandræðalegasta og afsakaði sig með að ég væri oft svo rauð í kringum "nebbann" og það gæfi oft til kynna að kona væri ólétt.
Eins og það væri eitthvað betra, að líta út eins og rassálfarnir í Ronju ræningjadóttur með rautt kartöflunef.
Ég er reyndar oft með rautt nef, og finnst það ekki gaman.
Það er því algjör óþarfi að núa salti í sárið.
Fólk á ekki að spyrja konur hvort þær séu ólétta fyrr en þær eru komnar vel á níunda mánuð og það leikur enginn vafi á ástandi þeirra!!
Helst bara ekki fyrr en krakkinn er fæddur til að vera alveg viss.