Ragga Rúdolf
Díses kræst!!
Hvað er málið!!
Hvað haldið þið að hafi gerst í vinnunni í dag?? Ég var spurð af konu sem vinnur hér á deildinni hvort ég væri ólétt.
Þetta er í annað skipti sem ég er spurð þessarar ömurlegu spurningar, og hún er farin að hafa alvarleg áhrif á komplexa mína af vaxtarlaginu.
Þegar ég neitaði og spurði hvort henni fyndist ég hafa fitnað, þá varð kellingarófétið hin vandræðalegasta og afsakaði sig með að ég væri oft svo rauð í kringum "nebbann" og það gæfi oft til kynna að kona væri ólétt.
Eins og það væri eitthvað betra, að líta út eins og rassálfarnir í Ronju ræningjadóttur með rautt kartöflunef.
Ég er reyndar oft með rautt nef, og finnst það ekki gaman.
Það er því algjör óþarfi að núa salti í sárið.
Fólk á ekki að spyrja konur hvort þær séu ólétta fyrr en þær eru komnar vel á níunda mánuð og það leikur enginn vafi á ástandi þeirra!!
Helst bara ekki fyrr en krakkinn er fæddur til að vera alveg viss.
8 Comments:
Æj hvorslags fólk hittir þú, ég myndi aldrei spurja nein af fyrrabragði hvort að viðkomandi væri ólétt kemur fólki bara ekkert við fyrr en fólk sjálft segir frá !
nákvæmlega, fólk er náttúrulega ekki alveg í lagi
Enn ert ólétt......
vá við hljótum að vera sálufélagar samanber síðasta bloggið mitt www.hamingjusamlegagift.blogspot.com
En ég komst einmitt hingað inn þegar ég rak augun í færslu á google um að þú borðaðir 4 skálar af súrmjólk með seríosi en það geri ég líka stundum og fæ mér mikinn púðursykur með
Sammála, komin átta mánuði tæpa og nýhætt að móðgast þegar fólk spyr mig. Mér finnst þessi saga reyndar minna hættulega á brandarann um ritarann sem fékk djobbið út á að hafa spurt yfirmanninn í viðtalinu hvort að hann notaði linsur - allir hinir spurðu af hverju hann væri ekki með nein eyru... (ég meina rautt nef - ólétt... alveg skýr tenging... eða ekki).
Hahaha! Lenti einmitt í þessu (tvisvar nota bene) eftir að hafa bætt á mig 10kg bjórvömb eftir dvöl mína í Skotlandi. Reyndar var það yfirleitt spyrjandinn sem fór í kleinu - ég vissi alveg af bjór"óléttunni" og fannst bumban ekkert mál, enda vann ég mér hana inn í góðum félagsskap og miklu tjútti.
Luv Þurý
p.s. Til hamingju María Mjöll með væntanlega fjölgun. Þýðir lítið annað en að skella upp eins og einni barnalands-síðu þegar erfinginn lætur sjá sig.
Þurý!
Ég kemst aldrei inn á bloggið þitt. Viltu gefa mér slóðina, please.
María Mjöll!
Var einmitt búin að frétta af fjölgun ykkar Brynjólfs. Innilega til hamingju. Ég er einmitt á leið til NY í nóvember.
Væri gaman að hittast!
Æ veistu ég er ekki með neitt blogg. Eftir að ég fjölgaði mannkyninu hef ég einungis meikað að halda úti einni heimasíðu og það er barnalandssíða. En þar geturðu að minnsta kosti séð myndir og eitthvað. Vertu velkomin á www.markusheinonen.barnaland.is
Post a Comment
<< Home