Blóðpeningar
Ég þoli ekki að skulda peninga og borga alltaf alla reikninga á gjalddaga. Hins vegar neyddist ég til að taka yfirdrátt síðasta vetur til að geta borgað leiguna í Guildford, því námslánin dugðu vart fyrir salti í grautinn og sultarólin var orðin ótæpilega þröng þegar leið á vorið. Það fer samt ekki lítið í taugarnar á mér að hafa þennan yfirdrátt hangandi yfir mér, enda er ég á fullu að reyna að borga hann upp núna þegar ég er komin með tekjur.
En á dögunum fékk hinn skilvísi Nagli innheimtubréf frá Intrum. Og fyrir hvað?? Einhverja helv...vídeo spólu sem ég skilaði of seint fyrir löngu síðan. "Skuld sem er komin í vanskil" segir í bréfinu, og mér var gert að borga 2.308 krónur takk fyrir takk. Pay and smile bara!!
Ég man nú ekki einu sinni eftir þessari mynd sem á að hafa ílengst í DVD-spilaranum okkar, Cold Creek Manor heitir hún víst.
Það er eins gott að þessi mynd sé eitt mesta meistaraverk kvikmyndasögunnar fyrst að ég þurfti að borga hátt á þriðja þúsund fyrir þessa tvo tíma.
Illa pirruð borgaði ég Intrum mönnum, en það voru blóðpeningar sem greiddu þessa skuld.
En ég ætlaði sko ekki að gera einhverjum videoleigu-eiganda í Hlíðunum það til geðs að koma mínu (næstum) skuldlausa nafni á vanskilaskrá, ó nei!!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home