Website Counter
Hit Counters

Monday, October 16, 2006

Mánudagsbömmer

Oj oj oj hvað ég nenni ekki að vera í vinnunni í dag. Það er mánudagur dauðans!!

Ég þurfti að beita mig alefli að drattast fram úr bælinu í morgun til að fara í ræktina, en þar hlussaðist ég á skíðavélinni með bumbuna út í loftið eftir nammidaginn í gær. Það kemur á óvart að enginn skuli hafa spurt mig hvenær ég ætti von á mér.
Helgin var reyndar algjör snilld. Á föstudagskvöldið fórum við í afmæli hjá föðursystur minni og síðan á jazz tónleika á Nasa með Útlendingahersveitinni í boði Landsvirkjunar.
Á laugardagskvöldið var matarboð hjá æskuvini pabba, Eiríki Briem og Gunnu konunni hans, með börnunum þeirra, en þetta er árlegur viðburður og alltaf jafn skemmtilegt að hitta þau.
Við krakkarnir erum öll á svipuðum aldri og höfum alltaf verið góðir vinir.
Það var vel gert við okkur í mat og drykk, eiginlega einum of vel í drykk, enda fann maður fyrir því í gær. Við skötuhjúin hreyfðum varla legg né lið allan daginn í gær og ég man ekki eftir jafn afkastalitlum degi eins og sunnudeginum 15. október 2006.
Við lágum og horfðum á imbann allan daginn og ég át á mig gat.

Ég á við eitthvað vandamál að stríða þegar kemur að nammideginum, en þá fjúka allar hömlur út í veður og vind og ég sest bara að í ísskápnum og er á beit allan daginn. Ég meina, hver borðar fjórar skálar í röð af Cheerios með súrmjólk og púðursykri???
Ég held að þetta vandamál kallist GRÆÐGI!!

Jæja góðir hálsar, njótið mánudagsins.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home