Website Counter
Hit Counters

Wednesday, October 18, 2006

Heimsmalin reifuð

Ég er ekkert smá ánægð með að við Íslendingarnir erum aftur farin að veiða hval. Mér finnst ekki að við eigum að hætta aldagamalli hefð bara af því Frode Pleym og sértrúarsöfnuður hans eru með eitthvað væl.
Svo er hrefnukjöt algjört lostæti og synd að svo fáir Íslendingar kunni að meta það.

Mér varð flökurt í gær þegar lögunum hans Bush gegn hryðjuverkamönnum var lýst í fréttum. Ég trúi ekki að þessir hálfvitar í BNA hafi samþykkt viðurstyggileg pyntingarlög sem brjóta í bága við allt sem kallast siðferði og fela í sér afturhvarf til miðalda . Það er til háborinnar skammar fyrir alþjóðasamfélagið að leyfa lesblindum, illa gefnum, þröngsýnum og illa upplýstum kókaínneytanda að semja sín eigin lög í sínu eigin stríði gegn hryðjuverkamönnum.
Meira að segja bandaríski herinn er á móti því að nota þessar ómannúðlegu aðferðir sem boðaðar eru í þessum óhugnaðarlögum, því þeir segja að upplýsingar sem séu fengnar með þessum hætti séu ómarktækar.
Enda myndi ég játa á mig hvað sem er ef ég væri látin standa upprétt í 40 klst án svefns!!

Við Snorri vorum að spá hvort heimasíminn okkar væri hleraður.
Það er samt lítið að gera hjá þeim hlerara og varla þörf fyrir stöðuga vakt á okkar tól. Meira svona einu sinni í viku.
Veit samt ekki hvort upplýsingar um það hvenær við eigum að mæta í mat hjá tengdó gagnist eitthvað í baráttunni við kommúnisma.
Hins vegar eru örugglega nokkrir hlerarar á sólarhringsvöktum á síma móður minnar, enda of mikið upplýsingastreymi sem fer í gegnum það tól fyrir bara einn mann.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home