Website Counter
Hit Counters

Friday, October 13, 2006

The þrekmeister

Jæja góðir hálsar.
Þá er Naglinn loksins búinn að keppa í einhverju. Þrekmeistarinn var tekinn með trompi laugardaginn 7. október í íþrótta"höll" Akureyrar. Þetta var hörkupuð en hrikalega gaman og ekki spurning að ég ætla að taka þátt aftur í vor. Enda verð ég að bæta tímann, en ég kláraði brautina á 21:48 sem er ágætt miðað við fyrsta skipti en ekki nógu gott ef litið er til tíma hinna. Sú sem vann var með rakettu í rassgatinu og fór brautina á 17 mínútum.
Það var líka alveg nauðsynlegt að taka þátt til að sjá í hvaða greinum ég þarf að bæta mig og hvernig maður á að framkvæma æfingarnar þannig að dómarinn sé sáttur. Það kom mér reyndar svolítið á óvart hversu auðvelt er að svindla í mörgum greinunum, en til dæmis hafði ég miklar áhyggjur af að geta ekki gert uppseturnar (kviðæfing) eins og til var ætlast en það kom hins vegar í ljós að margir svindluðu feitt þar. Mér finnst það ekki vera mælikvarði á styrk eða þrek hversu góður maður er að blaka olnbogunum fram og til baka.

Í gærkvöldi renndum við Sno upp í Borgarnes með stellinu mínu að sjá Mr. Skallagrímsson í Landnámssetrinu. Það var þvílíkt góð og fyndin sýning og ég mæli með henni hiklaust við alla. Benedikt fór á kostum og manni leiddist ekki í eina mínútu enda í hláturskasti nánast allan tímann.

Helgin er fullbókuð af félagslegum athöfnum, sem er nýlunda í mínu lífi því okkur er yfirleitt aldrei boðið neitt, en neeeiii nú er okkur boðið í þrjú partý sama kvöldið.

Góða helgi gott fólk.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home