Website Counter
Hit Counters

Thursday, September 28, 2006

Fullorðin smullorðin....

Mig er farið að gruna að það hafi verið laumað inn aukadegi í þessa viku svo lítið bar á, því þessi vika er óeðlilega lengi að líða.
Spenningurinn fyrir helginni gæti samt verið að valda þessari óþreyju hjá mér, en fyrir ykkur sem ekki vitið þá á Naglinn afmæli á sunnudaginn...ligga ligga lái.

Ekki það að ég sé að kafna úr spenningi yfir að vera árinu eldri því það þýðir bara að stóri þristurinn er orðinn óþægilega nálægur.
Á meðan maður er ennþá tuttugu-og-eitthvað má maður nefnilega ennþá vera óþroskaður og óákveðinn um framtíðina.
Hins vegar gerir þjóðfélagið þær kröfur til þrítugra að það fólk sé orðið fullorðið.
Mér finnst tíðarandinn í dag vera sá að þrítugar konur (og karlar reyndar líka) eigi að vera í flottu starfi á framabraut, búnar að eignast allavega tvö börn, keyra um á flottum bíl (helst VW Touareg eða Porsche Cayenne), versla í Karen Millen og vera alltaf með french manicure.
Semsagt: þrítugur áttu að vera komin í pakkann...með slaufu utan um.

Sem þýðir að ég hef þrjú ár til stefnu til að finna mér flott starf , þrjú ár til að safna pening fyrir Lexus jeppanum og 300 fermetrunum og þrjú ár til að punga út allavega einum krakka.

En málið er að mig langar ekkert í þennan pakka!
Mig langar ekki að verða fullorðin.
Mér finnst fínt að þurfa bara að hugsa um sjálfa mig, og Snorra þegar ég man eftir honum, keyra um á Offa litla og búa í 50 fm á Sogavegi.
Mér er alveg sama þó ég sé yfirleitt með brotnar og mislangar neglur og rót í hárinu.
Ég hef engan þroska til að ala upp barn, og ég veit ekki ennþá hvað ég ætla að verða þegar ég er orðin stór.
Hvort ég verði sálfræðingur, lýðheilsufræðingur, íþróttafræðingur, eða bara eitthvað allt annað á enn eftir að koma í ljós.

Þrjú ár eru ansi fljót að líða og ef hin barnalega ég fæ að ráða ríkjum þann tíma þá verður þrítugsafmælið mitt líklega haldið á Sogavegi, og í boði verður Betty Crocker kaka og hummus úr Bónus með Ritz kexi.

Monday, September 25, 2006

Monday bloody Monday

Af hverju eru mánudagar alltaf svona leiðinlegir og erfiðir dagar?

Það virðist ekki skipta máli hvort ég hafi verið að djamma um helgi, það er alltaf jafn mikill viðbjóður að vakna á mánudagsmorgni. Þessa helgi var ég mjög róleg, djammaði ekkert, svaf vel, borðaði vel og fór extra snemma að sofa í gærkvöldi en samt langaði mig að grenja þegar klukkan hringdi í morgun. Brennsla á mánudagsmorgnum er jafnan afar döpur, en skíðavélin verður yfirleitt fyrir valinu, og meika aldrei að kýla púlsinn yfir 70%. S
vo er ég illa mygluð allan daginn í vinnunni, nenni engu og langar mest heim undir sæng.
Ég vildi oft að ég væri í alvörunni veik á mánudegi og gæti glápt á imbann, lúrað og borðað nammi með góða samvisku allan daginn
Svo er ég allt önnur manneskja á þriðjudegi og restina af vikunni, eins og nýsleginn túskildingur og djöflast í ræktinni á fullum púlsi og stálhress og manísk í vinnunni.

Ergo: Mánudagar ættu ekki að eiga rétt á sér og ég legg til að afnám mánudaga úr vikunni verði lagt fyrir á næsta þingi.

Thursday, September 21, 2006

Hraustmennið

Það er naumast að bloggletin er að drepa mann þessa dagana.

Það hefur svosem ekki margt drifið á draga Naglans undanfarið sem vert er að blogga um.
Og þó...síðasta helgi var reyndar algjör snilld en við skvísurnar í saumó ásamt viðhengjum skelltum okkur í sumarbústað. Þar var grillað og drukkið rauðvín, spilað, farið í drykkjuleiki. Það var mikið fjör, mikið hlegið og gert grín.
Og já, sumir fækkuðu meira að segja fötum við misjafnan fögnuð viðstaddra. Ég mun aldrei geta litið sloppa og svuntur sömu augum aftur.

Næsta helgi verður öllu rólegri en við skötuhjúin ætlum að bregða okkur aftur upp í sumarbústað, en í þetta skiptið bara tvö í rólega og rómantíska stemmningu.
Það er reyndar smá spurning hvort Snorri haldi geðheilsunni, þar sem kartöfluréttur gleymdist í ofninum um síðustu helgi og verður eflaust orðinn vel grænn og girnilegur þegar við komum í bústaðinn.
Ég geri ekki ráð fyrir liðsinni mannsins míns í að koma kartöflunum fyrir kattarnef, hann mun ábyggilega fela sig inni í herbergi þar til allt er farið og óhætt að koma fram í eldhús.

Annars er ég núna í bullandi afneitun á flensueinkennum sem eru að gera vart við sig, en eins og allir vita sem mig þekkja þá verður Naglinn ekki veikur.
Ég vona að ég hafi náð að svitna pestinni út í spinning í morgun.


Góða helgi gott fólk.

Tuesday, September 05, 2006

Skömm i hattinn

Ég var skömmuð í dag af samstarfskonu minni á Landspítalanum fyrir hlut sem ég gerði óvart því ég vissi ekki betur.
Mér leið eins og í 5 ára afmælinu mínu þegar ég var skömmuð af foreldrum mínum fyrir að senda einn veislugestinn heim því mér fannst hún ekki nógu skemmtileg.

Hvað fær eiginlega fullorðið fólk til að skamma annað fullorðið fólk?
Það hefði alveg verið hægt að benda mér vinsamlegast á mistökin og ég hefði beðist afsökunar og málið dautt.
Nei, í staðinn kaus þessi beygla að fara á eggjalista Ragnhildar....muuhahahaha!!

Skömm i hattinn

Ég var skömmuð í dag af samstarfskonu minni á Landspítalanum fyrir hlut sem ég gerði óvart því ég vissi ekki betur.
Mér leið eins og í 5 ára afmælinu mínu þegar ég var skömmuð af foreldrum mínum fyrir að senda einn veislugestinn heim því mér fannst hún ekki nógu skemmtileg.

Hvað fær eiginlega fullorðið fólk til að skamma annað fullorðið fólk?
Það hefði alveg verið hægt að benda mér vinsamlegast á mistökin og ég hefði beðist afsökunar og málið dautt.
Nei, í staðinn kaus þessi beygla að fara á eggjalista Ragnhildar....muuhahahaha!!