Website Counter
Hit Counters

Thursday, September 28, 2006

Fullorðin smullorðin....

Mig er farið að gruna að það hafi verið laumað inn aukadegi í þessa viku svo lítið bar á, því þessi vika er óeðlilega lengi að líða.
Spenningurinn fyrir helginni gæti samt verið að valda þessari óþreyju hjá mér, en fyrir ykkur sem ekki vitið þá á Naglinn afmæli á sunnudaginn...ligga ligga lái.

Ekki það að ég sé að kafna úr spenningi yfir að vera árinu eldri því það þýðir bara að stóri þristurinn er orðinn óþægilega nálægur.
Á meðan maður er ennþá tuttugu-og-eitthvað má maður nefnilega ennþá vera óþroskaður og óákveðinn um framtíðina.
Hins vegar gerir þjóðfélagið þær kröfur til þrítugra að það fólk sé orðið fullorðið.
Mér finnst tíðarandinn í dag vera sá að þrítugar konur (og karlar reyndar líka) eigi að vera í flottu starfi á framabraut, búnar að eignast allavega tvö börn, keyra um á flottum bíl (helst VW Touareg eða Porsche Cayenne), versla í Karen Millen og vera alltaf með french manicure.
Semsagt: þrítugur áttu að vera komin í pakkann...með slaufu utan um.

Sem þýðir að ég hef þrjú ár til stefnu til að finna mér flott starf , þrjú ár til að safna pening fyrir Lexus jeppanum og 300 fermetrunum og þrjú ár til að punga út allavega einum krakka.

En málið er að mig langar ekkert í þennan pakka!
Mig langar ekki að verða fullorðin.
Mér finnst fínt að þurfa bara að hugsa um sjálfa mig, og Snorra þegar ég man eftir honum, keyra um á Offa litla og búa í 50 fm á Sogavegi.
Mér er alveg sama þó ég sé yfirleitt með brotnar og mislangar neglur og rót í hárinu.
Ég hef engan þroska til að ala upp barn, og ég veit ekki ennþá hvað ég ætla að verða þegar ég er orðin stór.
Hvort ég verði sálfræðingur, lýðheilsufræðingur, íþróttafræðingur, eða bara eitthvað allt annað á enn eftir að koma í ljós.

Þrjú ár eru ansi fljót að líða og ef hin barnalega ég fæ að ráða ríkjum þann tíma þá verður þrítugsafmælið mitt líklega haldið á Sogavegi, og í boði verður Betty Crocker kaka og hummus úr Bónus með Ritz kexi.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ sæta mín.

Mikið skil ég þig vel. Ég fyllist kvíða við tilhugsunina um að fara inn í Karen Millen, hvað þá þegar ég hugsa um að fara að ala upp lítið kríli. Mig langar í jeppa, Touareg er fallegur, en mig langar enn meira að langa ekki í jeppa. Mig langar alveg definetely ekki að verða fullorðin alveg strax.

Til hamingju með afmælið

8:24 PM  
Anonymous Anonymous said...

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ SÆTA MÍN :)

11:30 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með sunnudaginn sæta :)

1:03 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hvernig gekk um helgina ?

4:13 PM  

Post a Comment

<< Home