Website Counter
Hit Counters

Thursday, September 21, 2006

Hraustmennið

Það er naumast að bloggletin er að drepa mann þessa dagana.

Það hefur svosem ekki margt drifið á draga Naglans undanfarið sem vert er að blogga um.
Og þó...síðasta helgi var reyndar algjör snilld en við skvísurnar í saumó ásamt viðhengjum skelltum okkur í sumarbústað. Þar var grillað og drukkið rauðvín, spilað, farið í drykkjuleiki. Það var mikið fjör, mikið hlegið og gert grín.
Og já, sumir fækkuðu meira að segja fötum við misjafnan fögnuð viðstaddra. Ég mun aldrei geta litið sloppa og svuntur sömu augum aftur.

Næsta helgi verður öllu rólegri en við skötuhjúin ætlum að bregða okkur aftur upp í sumarbústað, en í þetta skiptið bara tvö í rólega og rómantíska stemmningu.
Það er reyndar smá spurning hvort Snorri haldi geðheilsunni, þar sem kartöfluréttur gleymdist í ofninum um síðustu helgi og verður eflaust orðinn vel grænn og girnilegur þegar við komum í bústaðinn.
Ég geri ekki ráð fyrir liðsinni mannsins míns í að koma kartöflunum fyrir kattarnef, hann mun ábyggilega fela sig inni í herbergi þar til allt er farið og óhætt að koma fram í eldhús.

Annars er ég núna í bullandi afneitun á flensueinkennum sem eru að gera vart við sig, en eins og allir vita sem mig þekkja þá verður Naglinn ekki veikur.
Ég vona að ég hafi náð að svitna pestinni út í spinning í morgun.


Góða helgi gott fólk.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir síðast mikið rosalega var gaman mun aldrei fá mér tópas aftur nú eða Gult Gajol Ingunn! :)

12:44 AM  

Post a Comment

<< Home