Website Counter
Hit Counters

Monday, September 25, 2006

Monday bloody Monday

Af hverju eru mánudagar alltaf svona leiðinlegir og erfiðir dagar?

Það virðist ekki skipta máli hvort ég hafi verið að djamma um helgi, það er alltaf jafn mikill viðbjóður að vakna á mánudagsmorgni. Þessa helgi var ég mjög róleg, djammaði ekkert, svaf vel, borðaði vel og fór extra snemma að sofa í gærkvöldi en samt langaði mig að grenja þegar klukkan hringdi í morgun. Brennsla á mánudagsmorgnum er jafnan afar döpur, en skíðavélin verður yfirleitt fyrir valinu, og meika aldrei að kýla púlsinn yfir 70%. S
vo er ég illa mygluð allan daginn í vinnunni, nenni engu og langar mest heim undir sæng.
Ég vildi oft að ég væri í alvörunni veik á mánudegi og gæti glápt á imbann, lúrað og borðað nammi með góða samvisku allan daginn
Svo er ég allt önnur manneskja á þriðjudegi og restina af vikunni, eins og nýsleginn túskildingur og djöflast í ræktinni á fullum púlsi og stálhress og manísk í vinnunni.

Ergo: Mánudagar ættu ekki að eiga rétt á sér og ég legg til að afnám mánudaga úr vikunni verði lagt fyrir á næsta þingi.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Eins og talað út úr mínu hjarta í dag... LANGAR HEEEEIIIIIM undir sæng.... waaaaaaaaaaaaa...

1:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég er svo innilega sammála þér. Þessi mánudagur er reyndar afar slæmur að þessu leiti, ég meira að segja dottaði í vinnunni, það er ekki gott mál ;)
Kv. Anna María þreytta

5:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með daginn, kona. Manstu hvað það var óþægilegt þegar einhver krakkinn sagði við mömmu sína að "konan" þetta eða "konan" hitt... ég vil ekki verða kona, en það er e.t.v. óumflýjanlegt.
Kveðja frá NYC
María Mjöll

1:20 PM  

Post a Comment

<< Home