Website Counter
Hit Counters

Wednesday, September 28, 2005

Viva Guildford

Jaeja gott folk.
Tha er Naglinn bara sestur a skolabekk aftur. Sidustu dagar hafa verid vidburdarikir vaegast sagt. Ferdin ut gekk bara vel og eg var ekki med yfirvigt sem betur fer, i fyrsta skipti i langan tima sem eg tharf ekki ad punga ut thusundum a flugvellinum fyrir nokkur helvitis aukakilo. Ef allir thyrftu ad borga fyrir aukakiloin utan a ser tha vaeru thessir hraesnarar hja flugfelogunum rikari en their eru nu.
For svo i skolann a fostudag i kynningu og maetti audvitad allt of seint thvi eg hafdi ekki gert mer grein fyrir hversu vidbjodslega langan tima ferdin fra London myndi taka. Fra thvi ad eg labba ut ur husinu i London og thar til eg er komin i haskolann i Guildford tekur ruma 2 tima, takk fyrir takk. Svo eg for audvitad strax i ad kaupa mer dagblad til ad finna herbergi i Guildford thvi eg nenni ekki ad standa i thessu mjog lengi. A laugardag hringdi eg i fullt af lidi sem var ad auglysa herbergi til leigu og bokadi mig a nokkra stadi a manudagskvold eftir skola. Fyrsta herbergid sem eg skodadi var lengst i rassgati hja einhverjum gaeja sem bjo einn en var med bornin sin tvo um helgar. Thvilikur vidbjodur, veggirnir voru allir utkrotadir eftir krakkakvikindin og gardurinn var eins og deild i Toys R'Us med doti ut um allt. Nei, veistu eg held ekki kallinn minn, thanks but no thanks. Svo skodadi eg nokkur i vidbot, oll ogedsleg. En sidasta sem eg skodadi var geggjad, kosy herbergi, i notalegu husi thar sem 6 adrir bua lika, allt ungt folk. Eldhusid var alveg nytt og parket a golfinu i eldhusinu sem er nu frekar sjaldgaeft i UK.
Svo eg var hondunum fljotari ad hringja i gaejann sem atti husid og sagdi ad eg hefdi ahuga og i dag gekk eg fra greidslunni.... so the room is mine!!!
Eg ma flytja inn a laugardag (arlegur vidburdur ad flytja a afmaelinu minu). So I am one happy woman.
Kvedja fra Guildford!

Thursday, September 15, 2005

TAKK!!!

Hvað er málið með Íslendinga og hrós?? Við kunnum ekki basic mannasiði eins og þakka fyrir okkur þegar einhver hrósar okkur og það er kannski vegna þess að meirihluti landsmanna hrósar aldrei neinum eða neinu. Það er alltaf verið að einblína á það neikvæða að það gleymist að hafa orð á því þegar vel tekst til.
Ég held í alvöru að það þurfi að setja mannasiðafræði í grunnskólana og fá í það útlendan kennara því fullorðnir Íslendingar eru svo dónalegir að þeir gætu aldrei miðlað áfram fallegri hegðun til komandi kynslóða.

Tuesday, September 13, 2005

Here we go again.

Jæja þá er byrjuð enn ein vikan í vinnunni. Þessi vika er samt frábrugðin því
þetta er síðasta vikan mín hér. Ójú góðir hálsar, þið heyrðuð rétt! Þessu er að ljúka.
Nú fer senn að líða að brottför Naglans til Stóra Bretlands og ríkir mikil eftirvænting í mínu hjarta. Það verða örugglega viðbrigði að setjast aftur á skólabekk eftir árs pásu sem fór aðallega í djamm, fatakaup, ferðalög og slúðurblaðalestur. Semsagt, heilasellurnar eru örugglega orðnar myglaðar.
Ég er samt ekki að nenna að standa í að leita mér að herbergi þarna úti, það er svo mikið vesen eitthvað. En ég vil ekki renna blint í sjóinn og gera þetta í gegnum netið, ég vil sjá fólkið sem ég á að búa með. Naglinn getur ekki búið með hverjum sem er, ó nei. Ég er búin að komast að því að mitt draumaherbergi væri á elliheimili því þar eru svefnvenjurnar líkastar mínum. Í háttinn kl. 21 og ræs kl.6. Eða bara búa hjá hernum, það hljómar ekki illa í mínum eyrum að fara út að hlaupa í morgunsárið og drop down í 150 armbeygjur. Ég held samt að the Military Unit of Guildford, Surrey sé ekki burðug deild enda aðeins 20 þúsund hræður sem búa þarna og ekki mikið um hryðjuverk.
En að öllu gamni slepptu þá hlýt ég að finna mér herbergi í snyrtilegri íbúð með ágætis fólki þar sem er svefnfriður á næturna. Fingers crossed.

Friday, September 09, 2005

Thank God it´s Friday

Þá er loks kominn föstudagur og yndisleg helgi framundan. Þvílíkur viðbjóður sem þessi vika hefur verið. Það var bilun í prentsmiðjunni hjá Moggakvikindinu í gær og flestir blaðberar voru farnir í skólann þegar blöðin komu loks til þeirra. Þetta hafði þær skemmtilegu afleiðingar í för með sér að áskrifendur fengu ekki blöðin fyrr en seint og um síðir, sumir ekki fyrr en eftir kvöldmat. Þið getið rétt ímyndað ykkur stemmninguna sem var hér í deildinni við að svara í símann. Ástandið í morgun var ekki skárra.
En það er bara ein vika eftir í þessari helv%$&# vinnu og hlakka ég ekki lítið til að komast héðan út. Ég get lofað ykkur einu....ég mun aldrei vinna hér aftur!! Maður á kannski ekki að nota svona stór orð því hvað veit maður?

Eníhú...nú er ég hætt að tala um þessa ljótu vinnu og að öðru... fór í ræktina í gær sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þar var kona í búningsklefanum háskælandi og fullt af kellingum í kring að hugga hana. Svo kom þjálfari inn og spurði hvort það væri ekki allt í lagi.
Þá sögðu kellingarnar: "Jú jú það er búið að leysa þetta."
Mér leikur forvitni á að vita hvað gat verið svo alvarlegt að það þurfi að brynna músum á almanna færi og svo sé hægt að leysa málið með ókunnugum allsberum sveittum kellingum í ræktinni.

Eins og áður sagði virðist gæðahelgi vera í uppsiglingu en planið hjá Naglanum og viðhengi er að fara upp í sumarbústað hjá stellinu hans Snorra, borða góðan mat, fara í pottinn, sofa út (langþráð), lesa og almennt bara hafa það nice.
Svo eru það Búðir um næstu helgi og verður það quality eða hvað???

Takk fyrir mig og góða helgi!

Wednesday, September 07, 2005

Sheffield Wednesday

Jæja jæja, bara kominn miðvikudagur og vinnuvikan því hálfnuð. Alltaf jafn fljótt að líða.
Annars er nú ekki margt markvert sem gerist yfir vikuna. Reyndar tók ég æfingu í gær á nýjum vettvangi en við Vilborg refsuðum löppunum allverulega í World Class. Þvílíkt magn af liði sem æfir í þessari stöð, ég hef aldrei séð annað eins. Kl. 18 í gærkvöldi (á háannatíma) var hvert einasta hlaupabretti upptekið og megnið af hinum cardio tækjunum líka. Þetta var eins og að æfa á Vegamótum eða Café Óliver á laugardagskvöldi því þarna voru allir og ömmur þeirra líka. Ég hitti slatta af liði sem ég þekki og sá fullt af öðru liði sem ég kannaðist við. Septemberliðið byrjað að streyma inn í stöðvarnar.
En svona mannmergð fíla ég samt ekki, ég vil geta komið inn í stöðina og tekið á því án þess að standa í einhverjum kjaftavaðli við hina og þessa um hvað er að frétta af manni. Kaffihús eru til þess konar athafna en ekki pásur milli setta. Svo finnst mér þetta allt óþarflega stórt, það þarf kort af salnum til að vita hvar tækin eru staðsett.
En þrátt fyrir allt þá má nú segja WC til hróss að tækin eru geggjuð, öll svo mjúk og ný. Aðeins annað en í elskulegu Hreyfingu þar sem tækin eru eins og úr líkamsræktarstöð í Normandí á stríðsárunum í samanburði við Classann. Svo eru líka öll tæki sem hugurinn girnist í WC. Við tókum t.d Hack Squat vél í gær eftir venjulegar hnébeygjur en það er önnur útgáfa af hnébeygjum og þvílíkt sem sú vél tekur á rassinn og quadricep. Nú fæ ég kúlurass, ég er alveg viss um það!

En ég vil ekki gera lítið úr minni elskulegu stöð Hreyfingu í samanburði við Classann því það er hvergi tekið eins vel á móti manni og þar og viðmót allra svo þægilegt að manni líður alltaf eins og heima hjá sér. Það finnst mér skipta meira máli en fancy tæki og "hverjir voru hvar" fólk.

Tuesday, September 06, 2005

Haustpælingar

Jæja þá er ég komin í áskriftardeildina á Mbl úr blaðberadeildinni og þvílíkur munur er það. Nú get ég flett Mogganum í rólegheitum, sörfað á Netinu fram og til baka, skoðað djammmyndir langt aftur í tímann því sumarið er búið að vera þvílíkur Kleppur að allt hangs hefur setið á hakanum. Reyndar var einn kostur við það að dagarnir og vikurnar flugu bókstaflega frá manni. Enda finnst mér þetta sumar hafa liðið alveg ótrúlega hratt. Ég náði ekki að koma helmingnum í verk í sumar af því sem var planað yfir veturinn. Eins og að fara í útilegu... það er nú bara aumingjaskapur að hafa ekki farið í allavega eina góða fylleríisútilegu. Ég var róni í Reykjavík um verslunarmannahelgina, en ekki í pollagalla úti á túni eins og alvöru Íslendingur.
Strandaferðin mikla um næstu helgi virðist líka vera að detta uppfyrir svo það er enn eitt atriðið á listann yfir það sem átti að gera en var ekki gert. Það er svona að ætla sér of mikið!
Ég er samt mjög sátt við sumarið, þrátt fyrir allt. Það var mikið djammað í Reykjavík. Ferðin í sumarbústaðinn í Úthlíð var frábær með saumó. Svo fórum við skötuhjúin í frábæra ferð til Akureyrar og Dalvíkur á fiskidaginn mikla.
Svo þetta sumar var bara ljómandi gott!

Monday, September 05, 2005

Ágætis byrjun

Þá er maður loks orðinn meðlimur í samfélagi bloggara og annarra tölvunörda.
Þar sem ég hyggst dvelja í Stóra Bretlandi næstu misseri er nauðsynlegt að vinir og vandamenn geti skyggnst inn í hugarheim minn og fylgst með viðburðasnauðu lífi mínu.
Enjoy....