Sheffield Wednesday
Jæja jæja, bara kominn miðvikudagur og vinnuvikan því hálfnuð. Alltaf jafn fljótt að líða.
Annars er nú ekki margt markvert sem gerist yfir vikuna. Reyndar tók ég æfingu í gær á nýjum vettvangi en við Vilborg refsuðum löppunum allverulega í World Class. Þvílíkt magn af liði sem æfir í þessari stöð, ég hef aldrei séð annað eins. Kl. 18 í gærkvöldi (á háannatíma) var hvert einasta hlaupabretti upptekið og megnið af hinum cardio tækjunum líka. Þetta var eins og að æfa á Vegamótum eða Café Óliver á laugardagskvöldi því þarna voru allir og ömmur þeirra líka. Ég hitti slatta af liði sem ég þekki og sá fullt af öðru liði sem ég kannaðist við. Septemberliðið byrjað að streyma inn í stöðvarnar.
En svona mannmergð fíla ég samt ekki, ég vil geta komið inn í stöðina og tekið á því án þess að standa í einhverjum kjaftavaðli við hina og þessa um hvað er að frétta af manni. Kaffihús eru til þess konar athafna en ekki pásur milli setta. Svo finnst mér þetta allt óþarflega stórt, það þarf kort af salnum til að vita hvar tækin eru staðsett.
En þrátt fyrir allt þá má nú segja WC til hróss að tækin eru geggjuð, öll svo mjúk og ný. Aðeins annað en í elskulegu Hreyfingu þar sem tækin eru eins og úr líkamsræktarstöð í Normandí á stríðsárunum í samanburði við Classann. Svo eru líka öll tæki sem hugurinn girnist í WC. Við tókum t.d Hack Squat vél í gær eftir venjulegar hnébeygjur en það er önnur útgáfa af hnébeygjum og þvílíkt sem sú vél tekur á rassinn og quadricep. Nú fæ ég kúlurass, ég er alveg viss um það!
En ég vil ekki gera lítið úr minni elskulegu stöð Hreyfingu í samanburði við Classann því það er hvergi tekið eins vel á móti manni og þar og viðmót allra svo þægilegt að manni líður alltaf eins og heima hjá sér. Það finnst mér skipta meira máli en fancy tæki og "hverjir voru hvar" fólk.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home