Here we go again.
Jæja þá er byrjuð enn ein vikan í vinnunni. Þessi vika er samt frábrugðin því
þetta er síðasta vikan mín hér. Ójú góðir hálsar, þið heyrðuð rétt! Þessu er að ljúka.
Nú fer senn að líða að brottför Naglans til Stóra Bretlands og ríkir mikil eftirvænting í mínu hjarta. Það verða örugglega viðbrigði að setjast aftur á skólabekk eftir árs pásu sem fór aðallega í djamm, fatakaup, ferðalög og slúðurblaðalestur. Semsagt, heilasellurnar eru örugglega orðnar myglaðar.
Ég er samt ekki að nenna að standa í að leita mér að herbergi þarna úti, það er svo mikið vesen eitthvað. En ég vil ekki renna blint í sjóinn og gera þetta í gegnum netið, ég vil sjá fólkið sem ég á að búa með. Naglinn getur ekki búið með hverjum sem er, ó nei. Ég er búin að komast að því að mitt draumaherbergi væri á elliheimili því þar eru svefnvenjurnar líkastar mínum. Í háttinn kl. 21 og ræs kl.6. Eða bara búa hjá hernum, það hljómar ekki illa í mínum eyrum að fara út að hlaupa í morgunsárið og drop down í 150 armbeygjur. Ég held samt að the Military Unit of Guildford, Surrey sé ekki burðug deild enda aðeins 20 þúsund hræður sem búa þarna og ekki mikið um hryðjuverk.
En að öllu gamni slepptu þá hlýt ég að finna mér herbergi í snyrtilegri íbúð með ágætis fólki þar sem er svefnfriður á næturna. Fingers crossed.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home