Website Counter
Hit Counters

Friday, September 09, 2005

Thank God it´s Friday

Þá er loks kominn föstudagur og yndisleg helgi framundan. Þvílíkur viðbjóður sem þessi vika hefur verið. Það var bilun í prentsmiðjunni hjá Moggakvikindinu í gær og flestir blaðberar voru farnir í skólann þegar blöðin komu loks til þeirra. Þetta hafði þær skemmtilegu afleiðingar í för með sér að áskrifendur fengu ekki blöðin fyrr en seint og um síðir, sumir ekki fyrr en eftir kvöldmat. Þið getið rétt ímyndað ykkur stemmninguna sem var hér í deildinni við að svara í símann. Ástandið í morgun var ekki skárra.
En það er bara ein vika eftir í þessari helv%$&# vinnu og hlakka ég ekki lítið til að komast héðan út. Ég get lofað ykkur einu....ég mun aldrei vinna hér aftur!! Maður á kannski ekki að nota svona stór orð því hvað veit maður?

Eníhú...nú er ég hætt að tala um þessa ljótu vinnu og að öðru... fór í ræktina í gær sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þar var kona í búningsklefanum háskælandi og fullt af kellingum í kring að hugga hana. Svo kom þjálfari inn og spurði hvort það væri ekki allt í lagi.
Þá sögðu kellingarnar: "Jú jú það er búið að leysa þetta."
Mér leikur forvitni á að vita hvað gat verið svo alvarlegt að það þurfi að brynna músum á almanna færi og svo sé hægt að leysa málið með ókunnugum allsberum sveittum kellingum í ræktinni.

Eins og áður sagði virðist gæðahelgi vera í uppsiglingu en planið hjá Naglanum og viðhengi er að fara upp í sumarbústað hjá stellinu hans Snorra, borða góðan mat, fara í pottinn, sofa út (langþráð), lesa og almennt bara hafa það nice.
Svo eru það Búðir um næstu helgi og verður það quality eða hvað???

Takk fyrir mig og góða helgi!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home