Website Counter
Hit Counters

Tuesday, September 06, 2005

Haustpælingar

Jæja þá er ég komin í áskriftardeildina á Mbl úr blaðberadeildinni og þvílíkur munur er það. Nú get ég flett Mogganum í rólegheitum, sörfað á Netinu fram og til baka, skoðað djammmyndir langt aftur í tímann því sumarið er búið að vera þvílíkur Kleppur að allt hangs hefur setið á hakanum. Reyndar var einn kostur við það að dagarnir og vikurnar flugu bókstaflega frá manni. Enda finnst mér þetta sumar hafa liðið alveg ótrúlega hratt. Ég náði ekki að koma helmingnum í verk í sumar af því sem var planað yfir veturinn. Eins og að fara í útilegu... það er nú bara aumingjaskapur að hafa ekki farið í allavega eina góða fylleríisútilegu. Ég var róni í Reykjavík um verslunarmannahelgina, en ekki í pollagalla úti á túni eins og alvöru Íslendingur.
Strandaferðin mikla um næstu helgi virðist líka vera að detta uppfyrir svo það er enn eitt atriðið á listann yfir það sem átti að gera en var ekki gert. Það er svona að ætla sér of mikið!
Ég er samt mjög sátt við sumarið, þrátt fyrir allt. Það var mikið djammað í Reykjavík. Ferðin í sumarbústaðinn í Úthlíð var frábær með saumó. Svo fórum við skötuhjúin í frábæra ferð til Akureyrar og Dalvíkur á fiskidaginn mikla.
Svo þetta sumar var bara ljómandi gott!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home