Website Counter
Hit Counters

Tuesday, December 20, 2005

Do they know it's Christmas time at all.....??

Helgin var algjör snilld.
Fórum í jólapartý í London hjá Jóhönnu vinkonu Ingibjargar sys og þar var þvílíkt skemmtilegt. Við þekktum náttúrulega engan þarna, en það voru allir rosa kammó enda nóg af víni haft um hönd sem léttir nú alltaf stemmninguna.
Sunnudagur fór nú að mestu leyti í að tjasla sér saman eftir ævintýri næturinnar. Við drifum okkur bara til Guildford snemma dags og eyddum megninu af deginum í Jack Bauer nokkurn, kenndan við 24.
Svo eru það bara jólagjafakaup og innpökkun ásamt tilraunum til lærdóms (gengur ekki vel að læra í jólafríinu) sem eru á dagskránni eins og er.
Á fimmtudag er svo brottför til Brussel og við hlökkum mikið til að fara þangað, ekki síst að upplifa jólastemmningu einhvers staðar annars staðar en á Fróni. Svo verður nú ekki leiðinlegt að tékka á Hogmanay i Edinborg yfir áramótin, tónleikar í kastalagarðinum og götupartý á Princes Street....jíííhaaa get ekki beðið.

Jæja múmínsnáðar og -stelpur..... áfram með jólaundirbúning.

Friday, December 16, 2005

Keppnisnagli

Það er alltaf verið að spyrja mig í ræktinni fyrir hvað ég sé að æfa, hvort ég sé að fara að keppa í einhverju á næstunni, af því ég æfi svo stíft. Greinilegt að þetta fólk hefur aldrei séð alvöru Nagla að störfum í ræktinni! Yfirleitt svara ég þegar þau spyrja "Are you training for anything special?" Ég: " Yes, for myself, I'm special". En nú finnst mér þetta orðið alveg glatað svar ( var kannski aldrei neitt sérstaklega kúl). Þannig að nú er ég alvarlega að spá í að reyna að finna einhverja keppni til að taka þátt í. Einn þjálfarinn í gymminu sagði að ég ætti endilega að keppa í einhverju því ég hefði greinilega viljastyrkinn í það. En hvað það á að vera veit ég ekki.... :-/
London maraþonið kemur sterklega til greina, en þá bara hálft maraþon, ég hef ekki þolinmæði í að hlaupa meira en einn og hálfan-tvo tíma. Svo eru auðvitað lyftingakeppnir dálítið heillandi, eins og bekkpressumót eða hnébeygjumót.
Nú eða Þrekmeistarinn, sem ég stefndi nú á hér í denn en varð aldrei neitt úr. Eða fitness keppni, en mér finnst samt ekki alveg nógu spennandi tilhugsun að standa eins og kjötskrokkur á sviði fyrir framan fullan sal á fólki á bikiníi einu fata og vera mæld út í bak og fyrir. Maður er með nógu mikla komplexa fyrir takk fyrir takk.
Ég er að pæla að ef ég segi öllum frá að ég sé að fara að taka þátt í einhverri keppni þá geti ég ekki beilað, og ég hef eitthvað til að stefna á í ræktinni annað en að lyfta þyngra og hlaupa hraðar en í síðustu viku.
S.O.S everybody. Endilega komið með hugmyndir fyrir mig!!!

Wednesday, December 14, 2005

Jolagjafarugl

Mikið ofboðslega leiðist mér þetta jólagjafavesen hvert einasta ár.
Mér finnst þetta alveg fáránleg hefð, og hananú! Kallið mig bara Scrooge ef þið viljið! Mér finnst aðrar hefðir kringum jólin alveg yndislegar, til dæmis sendi ég alltaf jólakort og finnst það nauðsynleg hefð.
Eins finnst mér dásamlegt að hitta fjölskylduna og ég tala nú ekki um að borða saman góðan mat.
En að maður sé að gefa fullorðnu fólki einhverjar 'useless' gjafir sem yfirleitt enda bara lengst inni í skáp ónotaðar ár eftir ár, er náttúrulega bara út í hött. Mér finnst að það eigi ekki að gefa öðrum gjafir eftir fermingu viðkomandi!
Svo vandast nú aldeilis málið þegar ég er spurð hvað ég vilji í jólagjöf. Mig vantar ekki neitt og ef mig vantar eitthvað þá hreinlega kaupi ég það bara. Til hvers á annað fólk að vera að eyða sínum peningum, dýrmætum tíma og þolinmæði í að leita að einhverju sem ég kannski, hugsanlega gæti notað ??

Mér leiðist þetta neyslusamfélag sem við vestrænar þjóðir höfum búið til þar sem lífið snýst ekki um annað en að kaupa, kaupa, kaupa mat, gjafir og alls konar óþarfa. Hvað haldið þið að mikið af mat sé hent um jólin. Hvert einasta heimili kaupir ábyggilega u.þ.b 30% meira en borðað er og restin endar í ruslinu á meðan börn svelta heilu hungri í vanþróaðri ríkjum.

Væri ekki nær að eyða jólagjafapeningum í að styrkja hjálparstarf víðsvegar um veröldina?
Það finnst mér meira í samræmi við boðskap jólanna heldur en að sogast í kaupæðið í Kringlunni jól eftir jól.

Tuesday, December 13, 2005

Nyi astmaður minn

Jahérna hér, bara 11 dagar til jóla...usss hvað tíminn líður hratt á gervihnattaöld eins og Helga Möller og félagar myndu segja. Nú er skólinn búinn, síðasti kennsludagur fyrir jól var í gær. Eftir síðasta fyrirlesturinn fórum við í Heilsunni saman á pöbb sem er á skólalóðinni og er samkomustaður MsC stúdenta. Þar var fengið sér í glas og síðan borðuðum við saman jólamat, turkey og fínerí. Það var mjög gaman, og alveg kominn tími til að hittast fyrir utan skólastofuna. Ég var að spjalla við fólk sem ég hafði ekki einu sinni yrt á í allan vetur.

Helgin var ágæt. Fór til London að hitta pabba, Ingibjörgu, Chiaka og að sjálfsögðu aðalmanninn Joshua Thor. Ég hafði ekki séð þau í mánuð en þau eru búin að vera á Sri Lanka. Joshua er alveg kolbrúnn, með hvítt sundbuxna far á rassinum.
Á laugardaginn var Ingibjörg með jólaboð fyrir fólk sem var með þeim á óléttunámskeiði og eiga öll börn sem fæddust á svipuðum tíma og Joshua. Þarna voru semsagt 5 börn, 1 og hálfs árs gömul með tilheyrandi læti og vesen. Ég get ekki neitað því að legnámsaðgerð var mér mjög ofarlega í huga þennan dag. Ég er enginn kandídat í þetta barnastúss, þvílík vinna. Svo ef einn byrjaði að grenja þá var það eins og að setja af stað dómínó þar sem einn af öðrum fór að skæla.
En það var samt gaman að spjalla við fullorðna fólkið. Ein móðirin hafði ekki áttað sig á að við værum systur þegar ég fór að tala við hana. Hún hélt að ég væri kærasta...PABBA! Halló!! Er ekki alveg í lagi, ég bara spyr. Að detta í hug að það væru tengslin á milli mín og Ingibjargar, að ég væri nýja stjúpmamma hennar, frekar en við værum systur. Ég veit að við erum ekkert líkar en come on.... Pabbi svaka höstler, með eina kornunga á arminum. Þetta var nú svosem ágætt kompliment fyrir kallinn. Veit ekki alveg hvernig ég kem útúr þessari ályktun konunnar samt :-/

Annars er ég bara að reyna að nýta tímann í að kíkja á rannsóknir og heimildir fyrir MsC ritgerðina. Önnin eftir jól verður geðveiki dauðans, svo það er fínt að vera komin aðeins áleiðis með undirbúningsvinnu. Enda hef ég rúman mánuð í jólafrí og engin ástæða til að leggjast með tærnar upp í loft í afslöppun og aðgerðarleysi. Ég kann ekki einu sinni að vera í fríi, enda hefur maður alltaf verið að vinna um jól og sumar. Já það er erfitt líf að vera námsmaður.... eða þannig.

Yfir og út

P.S Þvílíkur snillingur er K.T Tunstall! Ég er búin að spila diskinn hennar í ræmur. Ég get ekki beðið eftir tónleikunum með henni á gamlárskvöld...jíííhaahaha

Thursday, December 08, 2005

Jack Bauer rular

Jaeja jaeja,
Tha er sidasta verkefnid i hofn og bara einn timi eftir a manudag og tha er bara allt buid...ahhbuuu...eins og bornin segja. Reyndar hefst tha heimildaleit og undirbuningur fyrir MsC rannsoknina. Thad veitir ekki af ad nyta timann um jolin, en eg er i rumlega manadarfrii thvi skolinn byrjar ekki aftur fyrr en 16. januar. Svo byrjar kennslan aftur a fullu, med tilheyrandi verkefnaskilum og stressi svo ekki gefst mikill timi tha i MsC frekar en thessa onn.

Annars er litid ad fretta ur hinu daglega lifi Naglans enda sidustu dagar eingongu farid i ritgerdarskrif, raektina, svefn og naeringu.
Edinborg var ad sjalfsogdu yndisleg, hun svikur mann aldrei thessi borg. Vid forum ut ad borda a fostudagskvoldid, laugardagskvold vorum vid i rolegheitum og byrjudum a 4. seriu af 24. Thad er audvitad fatalt ad byrja a thvi glapi thegar madur getur ekki klarad strax. Vid erum svo gedveik ad vid horfdum a fyrstu spoluna i einum rikk, og svo beint ut a leigu ad na i naestu 4 thaetti. Bauer-inn er mesta hetja ever!!! En thessir thaettir eru i somu kategoriu og heroin og Minstrels kulur... haettulega avanabindandi.
Netid er enntha i rugli heima og eg nenni ekki ad pirra mig a thvi lengur. Daudinn er alltaf med einhverjar kenningar um hvad se ad og hvad vid getum gert, en thad gerir enginn neitt. Ekki thad ad eg se ad gera neitt i malinu heldur, en eg skyli mig a bak vid ad vera utlendingur, kvenmadur og veit ekkert um tolvur.

Yfir og ut

Jack Bauer rular

Jaeja jaeja,
Tha er sidasta verkefnid i hofn og bara einn timi eftir a manudag og tha er bara allt buid...ahhbuuu...eins og bornin segja. Reyndar hefst tha heimildaleit og undirbuningur fyrir MsC rannsoknina. Thad veitir ekki af ad nyta timann um jolin, en eg er i rumlega manadarfrii thvi skolinn byrjar ekki aftur fyrr en 16. januar. Svo byrjar kennslan aftur a fullu, med tilheyrandi verkefnaskilum og stressi svo ekki gefst mikill timi tha i MsC frekar en thessa onn.

Annars er litid ad fretta ur hinu daglega lifi Naglans enda sidustu dagar eingongu farid i ritgerdarskrif, raektina, svefn og naeringu.
Edinborg var ad sjalfsogdu yndisleg, hun svikur mann aldrei thessi borg. Vid forum ut ad borda a fostudagskvoldid, laugardagskvold vorum vid i rolegheitum og byrjudum a 4. seriu af 24. Thad er audvitad fatalt ad byrja a thvi glapi thegar madur getur ekki klarad strax. Vid erum svo gedveik ad vid horfdum a fyrstu spoluna i einum rikk, og svo beint ut a leigu ad na i naestu 4 thaetti. Bauer-inn er mesta hetja ever!!! En thessir thaettir eru i somu kategoriu og heroin og Minstrels kulur... haettulega avanabindandi.
Netid er enntha i rugli heima og eg nenni ekki ad pirra mig a thvi lengur. Daudinn er alltaf med einhverjar kenningar um hvad se ad og hvad vid getum gert, en thad gerir enginn neitt. Ekki thad ad eg se ad gera neitt i malinu heldur, en eg skyli mig a bak vid ad vera utlendingur, kvenmadur og veit ekkert um tolvur.

Yfir og ut

Thursday, December 01, 2005

Anton og Jonssonarnir

Afsakið hvað er langt síðan síðast, en Netið er búið að vera í rugli heima og enginn gerir neitt í að reyna að laga það. Njörður Njarðar þóttist ætla að gera eitthvað, því hann þykist vera alvitur um allt. Svo kom auðvitað í ljós að hann vissi ekkert hvað ætti að gera, en viðurkenndi það auðvitað ekki og kenndi bara "fíflunum á símanum hjá hjálparlínunni" um að við værum ennþá netlaus. Ég var bara leiðinleg og gerði lítið úr honum: " Við verðum þá greinilega að fá einhvern til að hjálpa okkur sem veit eitthvað um tölvur". Af því hann þóttist vera Bill Gates sjálfur.... ohhh hann er svo mikið fífl!

En nóg um það.
Nú er ég stödd í hinni yndisfögru Edinborg, hjá mínum heittelskaða. Er bara í stuttu stoppi yfir helgina, fram á sunnudag. Í gærkvöldi fórum við á tónleika í Glasgow með Antony & The Johnsons. Þvílík og önnur eins rödd sem jafn ofboðslega ljótur maður býr yfir. Það er eins og röddin komi ekki úr hans líkama, því það er ekkert samræmi þarna á milli. Hann er alveg eins og Glámur og Skrámur í framan, aumingja maðurinn. Og hvað er málið með klæðaburðinn? Þegar maður er að halda tónleika fyrir framan fullan sal, fer maður þá bara í gömlu víðu sniðlausu skyrtuna utan yfir gamlan stuttermabol og skellir á sig hliðartösku? En hann er auðvitað ekki alveg eins og fólk er flest en fyrir mér hefði hann mátt vera nakinn, ég fyrirgef allt þegar hann byrjar að syngja. Svo talaði hann voðalega fallega um Ísland á tónleikunum, sagðist hafa verið þar fyrir stuttu og væri á leiðinni aftur, landslagið væri eins og á tunglinu og allt ákaflega fallegt. Ég gargaði og klappaði ásamt einhverjum fleirum í salnum, þá sagði Antony: "There are obviously some Icelandic people here tonight".

Það er allt crazy í skólanum eins og vanalega en sem betur fer er ég nú að sjá fyrir endann á öllum þessum verkefnaskilum. Nú er ég að skrifa ritgerð um insomnia, sem á að skila á mánudag. Við eigum að búa til meðferðarplan fyrir ákveðinn hóp af fólki sem þjáist af insomnia. Ansi spennandi, enda hef ég lengi verið áhugamanneskja um svefn.
Síðustu verkefnaskil eru næsta miðvikudag en þá get ég loksins farið að undirbúa MSc rannsóknina.
Jólafríið fer eflaust að megninu til í heimildaleit og undirbúningsvinnu.

Góðar stundir!