Jahérna hér, bara 11 dagar til jóla...usss hvað tíminn líður hratt á gervihnattaöld eins og Helga Möller og félagar myndu segja. Nú er skólinn búinn, síðasti kennsludagur fyrir jól var í gær. Eftir síðasta fyrirlesturinn fórum við í Heilsunni saman á pöbb sem er á skólalóðinni og er samkomustaður MsC stúdenta. Þar var fengið sér í glas og síðan borðuðum við saman jólamat, turkey og fínerí. Það var mjög gaman, og alveg kominn tími til að hittast fyrir utan skólastofuna. Ég var að spjalla við fólk sem ég hafði ekki einu sinni yrt á í allan vetur.
Helgin var ágæt. Fór til London að hitta pabba, Ingibjörgu, Chiaka og að sjálfsögðu aðalmanninn Joshua Thor. Ég hafði ekki séð þau í mánuð en þau eru búin að vera á Sri Lanka. Joshua er alveg kolbrúnn, með hvítt sundbuxna far á rassinum.
Á laugardaginn var Ingibjörg með jólaboð fyrir fólk sem var með þeim á óléttunámskeiði og eiga öll börn sem fæddust á svipuðum tíma og Joshua. Þarna voru semsagt 5 börn, 1 og hálfs árs gömul með tilheyrandi læti og vesen. Ég get ekki neitað því að legnámsaðgerð var mér mjög ofarlega í huga þennan dag. Ég er enginn kandídat í þetta barnastúss, þvílík vinna. Svo ef einn byrjaði að grenja þá var það eins og að setja af stað dómínó þar sem einn af öðrum fór að skæla.
En það var samt gaman að spjalla við fullorðna fólkið. Ein móðirin hafði ekki áttað sig á að við værum systur þegar ég fór að tala við hana. Hún hélt að ég væri kærasta...PABBA! Halló!! Er ekki alveg í lagi, ég bara spyr. Að detta í hug að það væru tengslin á milli mín og Ingibjargar, að ég væri nýja stjúpmamma hennar, frekar en við værum systur. Ég veit að við erum ekkert líkar en come on.... Pabbi svaka höstler, með eina kornunga á arminum. Þetta var nú svosem ágætt kompliment fyrir kallinn. Veit ekki alveg hvernig ég kem útúr þessari ályktun konunnar samt :-/
Annars er ég bara að reyna að nýta tímann í að kíkja á rannsóknir og heimildir fyrir MsC ritgerðina. Önnin eftir jól verður geðveiki dauðans, svo það er fínt að vera komin aðeins áleiðis með undirbúningsvinnu. Enda hef ég rúman mánuð í jólafrí og engin ástæða til að leggjast með tærnar upp í loft í afslöppun og aðgerðarleysi. Ég kann ekki einu sinni að vera í fríi, enda hefur maður alltaf verið að vinna um jól og sumar. Já það er erfitt líf að vera námsmaður.... eða þannig.
Yfir og út
P.S Þvílíkur snillingur er K.T Tunstall! Ég er búin að spila diskinn hennar í ræmur. Ég get ekki beðið eftir tónleikunum með henni á gamlárskvöld...jíííhaahaha