Website Counter
Hit Counters

Friday, December 16, 2005

Keppnisnagli

Það er alltaf verið að spyrja mig í ræktinni fyrir hvað ég sé að æfa, hvort ég sé að fara að keppa í einhverju á næstunni, af því ég æfi svo stíft. Greinilegt að þetta fólk hefur aldrei séð alvöru Nagla að störfum í ræktinni! Yfirleitt svara ég þegar þau spyrja "Are you training for anything special?" Ég: " Yes, for myself, I'm special". En nú finnst mér þetta orðið alveg glatað svar ( var kannski aldrei neitt sérstaklega kúl). Þannig að nú er ég alvarlega að spá í að reyna að finna einhverja keppni til að taka þátt í. Einn þjálfarinn í gymminu sagði að ég ætti endilega að keppa í einhverju því ég hefði greinilega viljastyrkinn í það. En hvað það á að vera veit ég ekki.... :-/
London maraþonið kemur sterklega til greina, en þá bara hálft maraþon, ég hef ekki þolinmæði í að hlaupa meira en einn og hálfan-tvo tíma. Svo eru auðvitað lyftingakeppnir dálítið heillandi, eins og bekkpressumót eða hnébeygjumót.
Nú eða Þrekmeistarinn, sem ég stefndi nú á hér í denn en varð aldrei neitt úr. Eða fitness keppni, en mér finnst samt ekki alveg nógu spennandi tilhugsun að standa eins og kjötskrokkur á sviði fyrir framan fullan sal á fólki á bikiníi einu fata og vera mæld út í bak og fyrir. Maður er með nógu mikla komplexa fyrir takk fyrir takk.
Ég er að pæla að ef ég segi öllum frá að ég sé að fara að taka þátt í einhverri keppni þá geti ég ekki beilað, og ég hef eitthvað til að stefna á í ræktinni annað en að lyfta þyngra og hlaupa hraðar en í síðustu viku.
S.O.S everybody. Endilega komið með hugmyndir fyrir mig!!!

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hvað með svona "þríþraut" þar sem fólk syndir, hleypur og hjólar. Fólkið í "nágrönnum" er alltaf að þessu greinilega vel vinsælt þarna í Ástralíu.

11:41 AM  
Blogger Naglinn said...

Já og alveg massa erfitt. Chiaka keppti í þessu einhvern tíma og sagði að þetta væri rosalega erfitt.
En það er víst hægt að taka helming af vegalengdunum. Kannski að maður tékki á því....hhhmmm....

1:25 PM  
Blogger Skottan said...

Þú tekur þrekmeistarann og ekkert rugl!! !

12:18 AM  

Post a Comment

<< Home