Website Counter
Hit Counters

Wednesday, December 14, 2005

Jolagjafarugl

Mikið ofboðslega leiðist mér þetta jólagjafavesen hvert einasta ár.
Mér finnst þetta alveg fáránleg hefð, og hananú! Kallið mig bara Scrooge ef þið viljið! Mér finnst aðrar hefðir kringum jólin alveg yndislegar, til dæmis sendi ég alltaf jólakort og finnst það nauðsynleg hefð.
Eins finnst mér dásamlegt að hitta fjölskylduna og ég tala nú ekki um að borða saman góðan mat.
En að maður sé að gefa fullorðnu fólki einhverjar 'useless' gjafir sem yfirleitt enda bara lengst inni í skáp ónotaðar ár eftir ár, er náttúrulega bara út í hött. Mér finnst að það eigi ekki að gefa öðrum gjafir eftir fermingu viðkomandi!
Svo vandast nú aldeilis málið þegar ég er spurð hvað ég vilji í jólagjöf. Mig vantar ekki neitt og ef mig vantar eitthvað þá hreinlega kaupi ég það bara. Til hvers á annað fólk að vera að eyða sínum peningum, dýrmætum tíma og þolinmæði í að leita að einhverju sem ég kannski, hugsanlega gæti notað ??

Mér leiðist þetta neyslusamfélag sem við vestrænar þjóðir höfum búið til þar sem lífið snýst ekki um annað en að kaupa, kaupa, kaupa mat, gjafir og alls konar óþarfa. Hvað haldið þið að mikið af mat sé hent um jólin. Hvert einasta heimili kaupir ábyggilega u.þ.b 30% meira en borðað er og restin endar í ruslinu á meðan börn svelta heilu hungri í vanþróaðri ríkjum.

Væri ekki nær að eyða jólagjafapeningum í að styrkja hjálparstarf víðsvegar um veröldina?
Það finnst mér meira í samræmi við boðskap jólanna heldur en að sogast í kaupæðið í Kringlunni jól eftir jól.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Guð ég er svo sammála þér !
Fólki vantar ekkert og ég myndi frekar vilja að fólk gæfi til góðra og merkra málefna heldur en að splæsa í en einn kertastjaka eða eitthvað jafn óþarft!!! Spurning um að gera það á næsta ári gefa bara fólki gjafakort uppá rauða krossinn eða eitthvað.

kv,

elsa

3:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ó boy hvað ég er sammála!!! Jólagjafir eiga að vera fyrir börnin, ekki fullorðið fólk sem á allt og einmitt eins og þú sagðir, ef það vantar eitthvað þá yfirleitt kaupir það sér það bara sjálft. Ég er einmitt búin að fá það í gegn hjá fjölskyldum okkar beggja að systkini okkar að gefa bara Herdísi, ekki okkur, og þegar þau eignast sín börn þá munu þau fá gjafirnar og ekki foreldrarnir. Þessu var nú ekki vel tekið í fyrstu og sérstaklega ekki í tengdafjölskyldunni, en spáið í því, við systkinin erum 3, þau eru 3, og þegar allir eru komnir með maka og 2-3 börn jafnvel, svo eru það náttúrulega ömmurnar og afarnir, þá eru þetta bara orðnar hátt í 40 jólagjafir sem maður þyrfti að gefa ef það ætti að halda áfram að gefa öllum...bara rugl...

10:10 PM  
Blogger Naglinn said...

Nákvæmlega...bara rugl. Hætta bara að gefa fullorðnum, ekki spurning. Ég skil ekki af hverju það þarf að kosta eitthvað vesen. Þetta var líka svona þegar ég bað um að móðursystur mínar myndu hætta að gefa mér. Það tók alveg 2-3 jól að fá það í gegn.

12:43 PM  

Post a Comment

<< Home