Website Counter
Hit Counters

Thursday, December 01, 2005

Anton og Jonssonarnir

Afsakið hvað er langt síðan síðast, en Netið er búið að vera í rugli heima og enginn gerir neitt í að reyna að laga það. Njörður Njarðar þóttist ætla að gera eitthvað, því hann þykist vera alvitur um allt. Svo kom auðvitað í ljós að hann vissi ekkert hvað ætti að gera, en viðurkenndi það auðvitað ekki og kenndi bara "fíflunum á símanum hjá hjálparlínunni" um að við værum ennþá netlaus. Ég var bara leiðinleg og gerði lítið úr honum: " Við verðum þá greinilega að fá einhvern til að hjálpa okkur sem veit eitthvað um tölvur". Af því hann þóttist vera Bill Gates sjálfur.... ohhh hann er svo mikið fífl!

En nóg um það.
Nú er ég stödd í hinni yndisfögru Edinborg, hjá mínum heittelskaða. Er bara í stuttu stoppi yfir helgina, fram á sunnudag. Í gærkvöldi fórum við á tónleika í Glasgow með Antony & The Johnsons. Þvílík og önnur eins rödd sem jafn ofboðslega ljótur maður býr yfir. Það er eins og röddin komi ekki úr hans líkama, því það er ekkert samræmi þarna á milli. Hann er alveg eins og Glámur og Skrámur í framan, aumingja maðurinn. Og hvað er málið með klæðaburðinn? Þegar maður er að halda tónleika fyrir framan fullan sal, fer maður þá bara í gömlu víðu sniðlausu skyrtuna utan yfir gamlan stuttermabol og skellir á sig hliðartösku? En hann er auðvitað ekki alveg eins og fólk er flest en fyrir mér hefði hann mátt vera nakinn, ég fyrirgef allt þegar hann byrjar að syngja. Svo talaði hann voðalega fallega um Ísland á tónleikunum, sagðist hafa verið þar fyrir stuttu og væri á leiðinni aftur, landslagið væri eins og á tunglinu og allt ákaflega fallegt. Ég gargaði og klappaði ásamt einhverjum fleirum í salnum, þá sagði Antony: "There are obviously some Icelandic people here tonight".

Það er allt crazy í skólanum eins og vanalega en sem betur fer er ég nú að sjá fyrir endann á öllum þessum verkefnaskilum. Nú er ég að skrifa ritgerð um insomnia, sem á að skila á mánudag. Við eigum að búa til meðferðarplan fyrir ákveðinn hóp af fólki sem þjáist af insomnia. Ansi spennandi, enda hef ég lengi verið áhugamanneskja um svefn.
Síðustu verkefnaskil eru næsta miðvikudag en þá get ég loksins farið að undirbúa MSc rannsóknina.
Jólafríið fer eflaust að megninu til í heimildaleit og undirbúningsvinnu.

Góðar stundir!

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ókey, at the risk of sounding stupid....hver er Antony og vinir hans The Johnsons??

9:15 PM  
Anonymous Anonymous said...

þetta er bara einn kall held ég, signy er að fara á tónleika með honum bráðum..

gangi þér vel með verkefnin

11:24 AM  
Blogger Skottan said...

Takk fyrir Ingunn mín, ég hélt kannski að ég væri sú eina sem hefði ekki glóru um þennan gæa;-)

10:13 PM  
Blogger lou said...

já ég hef ekki hlustað á hann en hef þó heyrt um hann, nýjasta hæpið greinilega :)

6:44 PM  

Post a Comment

<< Home