Website Counter
Hit Counters

Tuesday, November 28, 2006

Myndir úr Þrekmeistaranum




Svona var maður nú fallegur að keppa í Þrekmeistaranum.
Hrikalega einbeitt á róðravélinni!
Mér finnst nú samt óþarfi að birta mynd af mér á veraldarvefnum með tunguna út í loftið.

Monday, November 27, 2006

Hating this

Ojj bara ojj bara ullabjakk.

Naglinn er með gubbupest, og það er ekki gaman.
Það má ekki koma við mann, maður getur ekki legið á neinn veg þegar manni er flökurt því það eru allar stöður óþægilegar.
Allur matur er ógirnilegur, en samt er ég svöng.

OJJJ hvað ég er ekki að nenna þessu!!!

Wednesday, November 22, 2006

I want to wake up in a city that doesn't sleep

Jæja þá er Naglinn kominn frá landi tækifæranna, Bandaríkjunum.
Ferðin var að sjálfsögðu frábær, fyrir utan óþolandi tafir á JFK, bæði á fluginu til Norður Karólínu og aftur þegar við flugum heim til Íslands.
Þegar við komumst loksins á hótelið í Norður Karólínu þá var klukkan orðin 3 um nótt eða 8 að morgni á íslenskum tíma, svo ég var búin að vera vakandi í 26 tíma. Svo þurftum við að mæta snemma í Duke háskólann til að hitta rannsóknarfólkið, og ég vildi komast í ræktina fyrst, þannig að á einum og hálfum sólarhring svaf ég ekki nema í 3 tíma.
Ég skil ekki ennþá hvernig ég komst í gegnum þennan fimmtudag í Duke.

Svo var það auðvitað hápunktur ferðarinnar.....Nýja Jórvík.

Við Snorri vorum alveg túristar dauðans og fórum í sight-seeing strætó þar sem maður gat hoppað í og úr að vild. Þannig náðum við að sjá allt sem skipti máli: Chinatown, Little Italy, Wall Street, Soho, City Hall, East Village, 5th Avenue.

Svo var auðvitað verslað af miklum móð, og um kvöldið fórum við á tyrkneskan veitingastað með Þór og Guðlaugu, sem voru einmitt í NY líka þessa helgi.
Það er ekki ofsögum sagt að allt sé stórt í Ameríku, því ég hef aldrei séð aðra eins skammta af mat, smákökurnar eru eins og vínylplötur að stærð.
Meira að segja fatastærðirnar (Small-Medium-Large) eru stærri en í Evrópu, en það er víst gert til að blekkja offitusjúklingana (og það er sko nóg af þeim) svo þeir haldi að þeir séu ekki eins feitir og þeir eru í raun og veru.
Meira að segja hótel líkamsræktarstöðin sem ég fór í var svona sjö sinnum stærri en Hreyfing.
Á sunnudeginum röltum við um NY, fórum í Apple búðina, upp í Rockefeller Center og tókum neðanjarðarlest frá Grand Central niður í Little Italy og fengum okkur pizzu.
Allur maturinn sem við borðuðum í ferðinni var svo sjúklega góður, og skammtarnir risastórir svo það er ekki skrýtið að fólk sé feitt í Ameríku.

Það væri örugglega lýsislykt af mér af spiki ef ég byggi í USA.

Thursday, November 09, 2006

Af fordómafullri þjóð erum við komin

Gríðarleg gleði hríslaðist um skrokk Naglans þegar úrslit kosninga í Vestri voru kunngjörð. Loksins getur einhver staðið upp í hárinu á einfalda kúrekanum, og vonandi komið í veg fyrir að hann framkalli fleiri hörmungar yfir heimsbyggðina. Nóg er nú samt í Írak, og ástandið þar er hálfu verra nú en þegar geðsjúklingurinn Saddam var við völd.
Svei mér þá, ég veit ekki hvor er verri, Bússi glaseygði eða Saddam siðblindi.

Hvernig á svo að útskýra skyndilega aukningu við fylgi Frjálslyndra? Er íslenska þjóðin virkilega svona þjóðernissinnuð, að um leið og einn flokkur boðar stefnu sem felst í "Ísland fyrir Íslendinga" að þá rýkur lýðurinn upp til handa og fóta, og styður þann flokk.
Manni stendur nú ekki á sama um landa sína ef svo er í pottinn búið og hreinlega skammast sín fyrir þeirra hönd.
Ég, persónulega, fagna þeim fjölbreytileika sem kominn er í íslenskt mannlíf, því fátt er skemmtilegra en að kynna sér framandi menningu með öllu sem henni tilheyrir, hvort sem um ræðir trúarbrögð, matargerð eða menningarsögu. Maður spyr sig, hvort það hafi ekki verið kominn tími til að krydda einsleita mannflóruna hér norður í Ballarhafi?
Frá því að Hrafna-Flóki og félagar spígsporuðu um mela og grundir, höfum við Íslendingar verið eins.
Meginþorri þjóðarinnar skartar sauðlituðu hári og myglugráu hörundi af 9 mánaða sólarleysi og D-vítamín skorti. Orðið "skollitað" var eflaust fundið upp til að láta þeim sem voru einlitir frá toppi til táar líða betur.

Svo dirfast menn að tala um að vandamál fylgi "þessu fólki" og við eigum að læra af öðrum þjóðum sem hafa upplifað hryðjuverk af hendi innflytenda.
Halda menn virkilega að Sayed Ali sem vinnur við að þrífa Landspítalann, sprengi sjálfan sig í loft upp í Leið 5 upp í Mjódd?
Eða að hann ræni TF-FRÚ og fljúgi henni á Hallgrímskirkju?
Við skulum nú bara koma okkur niður á jörðina og átta okkur á að þessi ögn í Atlantshafi er nú ekki merkilegri en það að neinn nenni að standa í einhverju veseni.
Hann myndi allavega ekki öðlast neina frægð í sínu heimalandi því það hefur varla nokkur maður sunnan Alpa heyrt okkar getið.
Við erum ekki einu sinni með í aðalkeppni Eurovision!!!

Ég hef ekki trú á öðru en að þeir sem flytjast til Íslands, séu að því í leit að betra lífi en í boði er í þeirra heimalandi.
Við skulum líka bara þakka fyrir að einhverjir vilji koma og búa hérna í norðannepjunni þar sem veðsetja þarf eignir sínar fyrir kjúklingabringum, og óþolandi flottræfilshátturinn tröllríður öllu.

Mér finnst þessi innflytjenda umræða vera á svo lágu plani, að það er ótrúlegt að dagblöð skuli í raun fórna pappír í hana.

Sunday, November 05, 2006

The definition of quality

Sunnudagur
Skítaveður

Nammidagur
Brauð með osti

Kallinn í vinnunni
Nýir þættir af Despó og Grey's

What more can a girl want????

Thursday, November 02, 2006

Hlauptu drengur, hlauptu eins og vindurinn!

Hér er uppskrift að því hvernig má halda sér "mótíveruðum" á hlaupabrettinu:

Hlaupabretti stillt á 6
Some of those that work forces are the same that burn crosses
Some of those that work forces are the same that burn crosses
Púls er 65%
Some of those that work forces are the same that burn crosses
Some of those that work forces are the same that burn crosses
Huh!

Brettið hækkað í 10
Killing in the name of! Killing in the name of!
Púlsinn hækkar í 70%
And now you do what they told ya!
And now you do what they told ya!
And now you do what they told ya!

Brettið hækkað í 12
And now you do what they told ya!
And now you do what they told ya!
Púlsinn stígur upp í 75%
And now you do what they told ya!
And now you do what they told ya!
And now you do what they told ya!
But now you do what they told ya!
Well now you do what they told ya!
Púlsinn er 80%

Brettið hækkað í 14
Those who died are justified, for wearing the badge, they're the chosen whites
You justify those that died by wearing the badge, they're the chosen whites
Púlsinn er 85%
Those who died are justified, for wearing the badge, they're the chosen whites
You justify those that died by wearing the badge, they're the chosen whites
Some of those that work forces, are the same that burn crosses
Some of those that work forces, are the same that burn crosses
Some of those that work forces, are the same that burn crosses
Some of those that work forces, are the same that burn crosses
Uggh!

Brettið hækkað í 16
Killing in the name of!
Killing in the name of!
Púlsinn er 87%
And now you do what they told ya
And now you do what they told ya
And now you do what they told ya
And now you do what they told ya
And now you do what they told ya, now you're under control
And now you do what they told ya, now you're under control
And now you do what they told ya, now you're under control
And now you do what they told ya, now you're under control
And now you do what they told ya, now you're under control

Brettið hækkað í 18
And now you do what they told ya, now you're under control
And now you do what they told ya, now you're under control
Púlsinn er 90%
Those who died are justified, for wearing the badge, they're the chosen whites
You justify those that died by wearing the badge, they're the chosen whites
Those who died are justified, for wearing the badge, they're the chosen whites
You justify those that died by wearing the badge, they're the chosen whites
Come on!

Brettið lækkað í 10
Fuck you, I won't do what you tell me
Fuck you, I won't do what you tell me
Púlsinn lækkar í 85%
Fuck you, I won't do what you tell me
Fuck you, I won't do what you tell me

Brettið hækkað aftur, og nú upp í 19
Fuck you, I won't do what you tell me
Fuck you, I won't do what you tell me
Fuck you, I won't do what you tell me
Keyra keyra keyra
Fuck you, I won't do what you tell me
Fuck you, I won't do what you tell me
Fuck you, I won't do what you tell me
Fuck you, I won't do what you tell me
Fuck you I won't do what you tell me
fuck you I won't do what you tell me
Handklæðinu barið í brettið
Fuck you, I won't do what you tell me
Fuck you, I won't do what you tell me
Púlsinn er 95%
Fuck you, I won't do what you tell me
Fuck you, I won't do what you tell me
Klára klára klára
Fuck you, I won't do what you tell me
Fuck you, I won't do what you tell me
Alveg að verða búið
Fuck you, I won't do what you tell me
Motherfucker!
Uggh!

Brettið lækkað í 10 og leikurinn endurtekinn við næsta lag