Website Counter
Hit Counters

Thursday, November 09, 2006

Af fordómafullri þjóð erum við komin

Gríðarleg gleði hríslaðist um skrokk Naglans þegar úrslit kosninga í Vestri voru kunngjörð. Loksins getur einhver staðið upp í hárinu á einfalda kúrekanum, og vonandi komið í veg fyrir að hann framkalli fleiri hörmungar yfir heimsbyggðina. Nóg er nú samt í Írak, og ástandið þar er hálfu verra nú en þegar geðsjúklingurinn Saddam var við völd.
Svei mér þá, ég veit ekki hvor er verri, Bússi glaseygði eða Saddam siðblindi.

Hvernig á svo að útskýra skyndilega aukningu við fylgi Frjálslyndra? Er íslenska þjóðin virkilega svona þjóðernissinnuð, að um leið og einn flokkur boðar stefnu sem felst í "Ísland fyrir Íslendinga" að þá rýkur lýðurinn upp til handa og fóta, og styður þann flokk.
Manni stendur nú ekki á sama um landa sína ef svo er í pottinn búið og hreinlega skammast sín fyrir þeirra hönd.
Ég, persónulega, fagna þeim fjölbreytileika sem kominn er í íslenskt mannlíf, því fátt er skemmtilegra en að kynna sér framandi menningu með öllu sem henni tilheyrir, hvort sem um ræðir trúarbrögð, matargerð eða menningarsögu. Maður spyr sig, hvort það hafi ekki verið kominn tími til að krydda einsleita mannflóruna hér norður í Ballarhafi?
Frá því að Hrafna-Flóki og félagar spígsporuðu um mela og grundir, höfum við Íslendingar verið eins.
Meginþorri þjóðarinnar skartar sauðlituðu hári og myglugráu hörundi af 9 mánaða sólarleysi og D-vítamín skorti. Orðið "skollitað" var eflaust fundið upp til að láta þeim sem voru einlitir frá toppi til táar líða betur.

Svo dirfast menn að tala um að vandamál fylgi "þessu fólki" og við eigum að læra af öðrum þjóðum sem hafa upplifað hryðjuverk af hendi innflytenda.
Halda menn virkilega að Sayed Ali sem vinnur við að þrífa Landspítalann, sprengi sjálfan sig í loft upp í Leið 5 upp í Mjódd?
Eða að hann ræni TF-FRÚ og fljúgi henni á Hallgrímskirkju?
Við skulum nú bara koma okkur niður á jörðina og átta okkur á að þessi ögn í Atlantshafi er nú ekki merkilegri en það að neinn nenni að standa í einhverju veseni.
Hann myndi allavega ekki öðlast neina frægð í sínu heimalandi því það hefur varla nokkur maður sunnan Alpa heyrt okkar getið.
Við erum ekki einu sinni með í aðalkeppni Eurovision!!!

Ég hef ekki trú á öðru en að þeir sem flytjast til Íslands, séu að því í leit að betra lífi en í boði er í þeirra heimalandi.
Við skulum líka bara þakka fyrir að einhverjir vilji koma og búa hérna í norðannepjunni þar sem veðsetja þarf eignir sínar fyrir kjúklingabringum, og óþolandi flottræfilshátturinn tröllríður öllu.

Mér finnst þessi innflytjenda umræða vera á svo lágu plani, að það er ótrúlegt að dagblöð skuli í raun fórna pappír í hana.

7 Comments:

Blogger lou said...

ójá ójá ÓJÁ!!!!!
það sýður einmitt á mér að hlusta á þetta..

"maður getur ekki farið út í búð því það er talað við mann á ensku, þetta er slæmt.."

JÁ EN ÍSLENDINGAR VILJA EKKI VINNA VIÐ ÞETTA!! Someone has to do it!!! íslendingar of uppteknir við að fá sneið af bankaútrásarkökunni..

og stjórnvöld eiga að bjóða upp á ÓKEYPIS íslenskunámskeið en ekki rukka um 40 þúsund krónur!!!

ok farið að rjúka úr eyrunum á mér..

1:10 PM  
Anonymous Anonymous said...

Fínt að láta þessa útlendinga vinna þau störf sem við nennum ekki að vinna og enn betra við þurfum ekki að borga þeim mikið fyrir að vinna þessi skíta störf. Fáum bara fullt af útlendingum til að vinna hér svo við getum grætt á þeim.
Fáum bara fullt af útlendingum hingað til bæta hagsæld og menningu landsins.

6:28 PM  
Blogger Halla Sif said...

Svo sammála þér Rainy! Heyr heyr! Alveg óóóóþolandi þegar Íslendingar segja útlendinga "taka störfin" frá okkur! Nákv. sem þú segir Lovísa. ENGINN Íslendingur vill vinna lengur í afgreiðslustörfum!!

Reyndar er ég mjöööög hrædd við þessa þróun hvað margir enskumælandi eru farnir að afgreiða. Öll svona tungumálavandræða leiða bara til enn meiri fordóma því miður!

Og AUÐVITAÐ eiga stjórnvöld að bjóða upp á íslenskunámsk...eða a.m.k niðurgreiða þau!

9:01 PM  
Blogger Naglinn said...

Hverjum er ekki sama hvort afgreiðslustúlkan í 10-11 tali ensku eða íslensku, það er ekki eins og maður þurfi að eiga stórar samræður við hana. Eða strætóbílstjóra. Maður má bara þakka fyrir að það sé ekki lokað í sumum verslunum, sökum manneklu. Er það ekki bara hið besta mál að útlendingar komi og vinni þau störf sem við Íslendingar erum greinilega of snobbuð fyrir.

3:20 PM  
Blogger lou said...

ok svo alveg kortéri fyrir kosningar ákveða stjórnvöld að láta íslenskunámskeiðin vera ókeypis.. eins og skyndileg fjölgun hjúkrunarrýma fyrir aldraða hjá Siv.. hnuss..

ég held samt að við Íslendingar verðum að fara að horfast í augu við að það er mjööög líklegt að íslenskan deyi út.. með tilkomu útlendinga sem ekki ná tökum á þessu svínslega erfiða máli. Ætli það verði ekki á endanum tvö opinber tungumál, enska og íslenska. Er það eitthvað svo svakalega slæmt? svona ef við stöndum frammi fyrir því vali að halda landinu lokuðu og við deyjum öll úr úrkynjun eða bara face the facts..?

7:48 PM  
Blogger lou said...

ok svo alveg kortéri fyrir kosningar ákveða stjórnvöld að láta íslenskunámskeiðin vera ókeypis.. eins og skyndileg fjölgun hjúkrunarrýma fyrir aldraða hjá Siv.. hnuss..

ég held samt að við Íslendingar verðum að fara að horfast í augu við að það er mjööög líklegt að íslenskan deyi út.. með tilkomu útlendinga sem ekki ná tökum á þessu svínslega erfiða máli. Ætli það verði ekki á endanum tvö opinber tungumál, enska og íslenska. Er það eitthvað svo svakalega slæmt? svona ef við stöndum frammi fyrir því vali að halda landinu lokuðu og við deyjum öll úr úrkynjun eða bara face the facts..?

7:48 PM  
Blogger lou said...

ok svo alveg kortéri fyrir kosningar ákveða stjórnvöld að láta íslenskunámskeiðin vera ókeypis.. eins og skyndileg fjölgun hjúkrunarrýma fyrir aldraða hjá Siv.. hnuss..

ég held samt að við Íslendingar verðum að fara að horfast í augu við að það er mjööög líklegt að íslenskan deyi út.. með tilkomu útlendinga sem ekki ná tökum á þessu svínslega erfiða máli. Ætli það verði ekki á endanum tvö opinber tungumál, enska og íslenska. Er það eitthvað svo svakalega slæmt? svona ef við stöndum frammi fyrir því vali að halda landinu lokuðu og við deyjum öll úr úrkynjun eða bara face the facts..?

7:48 PM  

Post a Comment

<< Home