Website Counter
Hit Counters

Wednesday, November 22, 2006

I want to wake up in a city that doesn't sleep

Jæja þá er Naglinn kominn frá landi tækifæranna, Bandaríkjunum.
Ferðin var að sjálfsögðu frábær, fyrir utan óþolandi tafir á JFK, bæði á fluginu til Norður Karólínu og aftur þegar við flugum heim til Íslands.
Þegar við komumst loksins á hótelið í Norður Karólínu þá var klukkan orðin 3 um nótt eða 8 að morgni á íslenskum tíma, svo ég var búin að vera vakandi í 26 tíma. Svo þurftum við að mæta snemma í Duke háskólann til að hitta rannsóknarfólkið, og ég vildi komast í ræktina fyrst, þannig að á einum og hálfum sólarhring svaf ég ekki nema í 3 tíma.
Ég skil ekki ennþá hvernig ég komst í gegnum þennan fimmtudag í Duke.

Svo var það auðvitað hápunktur ferðarinnar.....Nýja Jórvík.

Við Snorri vorum alveg túristar dauðans og fórum í sight-seeing strætó þar sem maður gat hoppað í og úr að vild. Þannig náðum við að sjá allt sem skipti máli: Chinatown, Little Italy, Wall Street, Soho, City Hall, East Village, 5th Avenue.

Svo var auðvitað verslað af miklum móð, og um kvöldið fórum við á tyrkneskan veitingastað með Þór og Guðlaugu, sem voru einmitt í NY líka þessa helgi.
Það er ekki ofsögum sagt að allt sé stórt í Ameríku, því ég hef aldrei séð aðra eins skammta af mat, smákökurnar eru eins og vínylplötur að stærð.
Meira að segja fatastærðirnar (Small-Medium-Large) eru stærri en í Evrópu, en það er víst gert til að blekkja offitusjúklingana (og það er sko nóg af þeim) svo þeir haldi að þeir séu ekki eins feitir og þeir eru í raun og veru.
Meira að segja hótel líkamsræktarstöðin sem ég fór í var svona sjö sinnum stærri en Hreyfing.
Á sunnudeginum röltum við um NY, fórum í Apple búðina, upp í Rockefeller Center og tókum neðanjarðarlest frá Grand Central niður í Little Italy og fengum okkur pizzu.
Allur maturinn sem við borðuðum í ferðinni var svo sjúklega góður, og skammtarnir risastórir svo það er ekki skrýtið að fólk sé feitt í Ameríku.

Það væri örugglega lýsislykt af mér af spiki ef ég byggi í USA.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Velkomin heim dúllan mín....langt síðan ég hef kíkt hérna inn og var að lesa aðeins aftur í tímann...hehehe...ég er enn að hlæja upphátt af Ragga Rúdólf færslunni...hehehe....HAHAHAHA...þú segir svo fyndið frá þessu :D

12:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Verst að við skyldum ekki geta hist. Ég var reyndar vant við látin á fæðingardeildinni. Hittumst næst.
MM

3:20 AM  
Blogger Naglinn said...

Já skvís, ég frétti af því að þú værir búin að eiga. Til hamingju!! Var það ekki strákur??

Ég sá ekki fram á að hafa neinn tíma til að hitta þig í NY, því tíminn var svo stuttur. Enda hafðir þú öðrum hnöppum að hneppa ;-)

1:43 PM  

Post a Comment

<< Home