Ísland...dýrast í heimi
Hvað er að okkur Íslendingum??
Af hverju látum við alltaf valta yfir okkur á skítugum skónum án þess að segja múkk. Nú hafa þessir hálfvitar í ríkisstjórn lofað okkur sótsvörtum almúganum að matarverð muni lækka í mars.
Lækkunin verður samt ekki nema um 10-15%, og þar sem matarverð nú er rúmlega 60% hærra en í Evrópu þýðir það að eftir lækkun verður samt helmingi dýrara að versla í matinn hér.
Og enginn segir neitt frekar en vanalega.
Ég held að allir landsmenn ættu að fara á mótmælanámskeið í Frakklandi.
Þar kunna þeir að storka yfirvaldinu.
En við blánefjarnir í norðri mótmælum aldrei neinu.
Ekki hreyfum við legg né lið þó olíuverð lækki alls staðar annars staðar í heiminum en hér á Fróni, og enginn stendur á Austurvelli í nepjunni og lýsir frati yfir hinu fáránlega, og séríslenska fyrirbæri, verðtryggingu lána.
Nehei... við nennum ekki að standa í svona veseni og tökum bara frekar meiri yfirdrátt á himinháum vöxtum til að eiga fyrir salti í grautinn og bensíni á bílinn.
Jahh ég skal segja ykkur það, að hann Jón Sigurðsson snýr sér örugglega við í gröfinni núna.
2 Comments:
Já við erum svo sannarlega bestu "hornatuðararnir" í heiminum! Spurning um að fara að rækta bara eigins afurðir svo maður sleppi við sky high verðin útí búð! Þetta er sérstaklega áberandi mikið frat þegar maður hefur búið erlendis þar sem vöruverð er aktúallí nokkuð NORMALT!
Gleðilegt ár skvís, aldrei að vita nema ég rekist á þig niðrí Hreyfingu!
Kveðja, Anna Brynja
Já það er spurning með að setja niður nokkra lauka og spírur í garðinn, og rækta hænsn í geymslunni.
Jæja kelling, ertu byrjuð í Hreyfingu? Það væri nú gaman að rekast á þig, enda ár og aldir síðan síðast. Ég er þar á morgnana kl. 6 og seinnipartinn um 4-5 leytið. Ert þú á svipuðum tíma?
Post a Comment
<< Home