Website Counter
Hit Counters

Tuesday, January 09, 2007

Fíkn og Almodóvar

Ég er orðinn fíkill og dópið mitt er HEROES.

Þessir þættir fara alveg í ávanabindandi flokkinn með 24 og heróíni.
Ég er búin að horfa á fyrstu sex þættina núna, en ég hugsa ekki um annað allan daginn en hvenær ég fái næsta skammt af yfirnáttúrulegum hæfileikum þeirra Hiro, Peter, Niki, Isaac og félögum.
Fíknin er orðin slík að það hefur hvarflað að mér að hringja mig inn veika í vinnuna og vera heima og horfa.

Hins vegar leigðum við skötuhjúin nýjustu Almodóvar myndina Volver með Penelope Cruz, um helgina.
Hún hefur fengið toppdóma, og þar sem ég er mikill aðdáandi hans verka þá hlakkaði ÉG mikið til að sjá hana.
En ég held að væntingar mínar hafi þar af leiðandi verið orðnar of miklar, því ég varð fyrir þvílíkum vonbrigðum með þessa ræmu. Hún er með slappari myndum meistarans, og ég bara skil ekki allan þennan lofsöng sem hún hefur fengið.
Mér fannst hún eiginlega alveg hundleiðinleg, og bara algjört bull.
Ég meina, hvað var málið með drauginn??

Annars finnst mér Hablé con ella langbesta Almodóvar myndin, og Todo sobre mi madre fylgir henni fast á eftir.
Athugasemdir velkomnar!

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Told ya ! Ég get einmitt ekki beðið eftir næstu þáttum bara sirka 2 vikur í Mohinder og félagar :)

2:14 PM  
Blogger Naglinn said...

Mér finnst Hiro skemmtilegastur en ég þoli ekki Mohinder og stutthærðu lesbíulegu nágranna pabbans. Erum búin með 8 þætti núna, sem þýðir að það eru bara 2 eftir af þessum skammti.... ég finn fráhvarfseinkenni nú þegar.

10:27 AM  
Anonymous Anonymous said...

Save the cheerleader, save the world ;)

1:01 PM  
Blogger thury said...

Todo sobre mi madre er í miklu uppáhaldi. Mujeres al borde de un ataque de nervios er önnur Almodóvar snilld. Hef ekki séð Volver enda notar maður ekki vandfengna barnapössun í bíóferðir.
Gleðilegt ár! Synd að hafa ekki hitt á þig (og fleiri) þegar ég var heima nú yfir hátíðirnar. Eins mikið og maður hékk á börunum!

9:59 PM  

Post a Comment

<< Home