Et og andet
Ljúf helgi í sumarbústaðnum að baki. Eftir þriggja vikna strangt aðhald í mat og drykk var loks komið að langþráðum nammidegi um helgina og ég fékk sem fyrr snert af Prader-Willi heilkenninu.
Djöfull voru Íslendingarnir slappir í leiknum á móti Úkraínu. Þeir hlupu um eins og hauslausar hænur í seinni hálfleik. Enginn leikmannanna var að gera neinar gloríur í þessum leik. Óli Stef gat nú alveg eins verið heima í heimspekipælingum, en á vellinum, markið gat allt eins verið tómt frekar en að hafa Róland eða Birki sem gátu ekki rassgat.
Guðjón Valur greyið bjargaði því sem hægt var en það dugði ekki til.
Ég ætla að stroka þennan leik út úr hausnum á mér.
Við kíktum aðeins á endursýningu á Söngvakeppni sjónvarpsins á sunnudag, og ég hef aldrei upplifað aðra eins hrinu af aumingjahrolli á stuttum tíma. Lögin voru öll vond, flytjendurnir hallærislegir og dansatriðin hvert öðru hörmulegra.
Lagið Áfram hafði samt vinninginn hvað ömurð varðar.
Ég meina hvað var málið með Pappírs-Pésa danssporið?
Að lokum vil ég mæla með myndinni "Foreldrar" sem er algjör snilld, og nánast jafn góð og forveri sinn "Börn".
0 Comments:
Post a Comment
<< Home