Website Counter
Hit Counters

Thursday, January 04, 2007

Jól og áramót

Jæja!!

Þá eru jólin afstaðin og komið nýtt ár.

Naglinn gerði sér víst aðeins of glaðan dag þessi jólin, og er nú á fullu að ná af sér þeirri gleði, sem lekur smám saman af vömbinni niður á hlaupabrettið í Hreyfingu.

En maður er nú ekki að svekkja sig of mikið á síðuspikinu, því jólin voru alveg hreint yndisleg hjá okkur turtildúfunum í Brussel.

Rauðvín var teygað í lítravís, góður matur snæddur í miklu óhófi og súkkulaði sporðrennt sem aldrei fyrr.
Enda var mikil gleðistund.... og þá er ekki átt við fæðingu smiðssonarins.


Gamlárskvöld var líka algjör snilld í kóngsins Köbenhavn, og sama uppi á teningnum þar og í Brussel, hvað varðar hyllingu Bakkusar og kýlingu vambar.

Ég segi nú bara, sem betur fer er þessi hátíð bara einu sinni á ári!!

Ég óska lesendum þessarar síðu alls hins besta á komandi ári.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home